Skúli Mogensen, fjárfestir og forstjóri WOW Air, segir að ferðamönnum muni fjölga mikið á næstu árum, meira en margir gera sér grein fyrir. Þannig sé líklegt að fjöldi ferðamanna verði kominn í 1,5 milljónir á næsta ári. „Það liggur núþegar fyrir að vöxturinn í ár og á næsta ári verður yfir 20% á ári sem þýðir 1.5 miljón ferðamenn strax á næsta ári! Útflutningstekjur af ferðamönnum fara yfir 500 miljarða innan fárra ára og árlegar tekjur ríkisins yfir 100 miljarðar á ári! Þetta er ekki óskhyggja heldur raunveruleiki og langstærsta tækifæri okkar Íslendinga. Náttúran er hin raunverulega auðlind okkar ekki fleiri virkjanir og stóriðja,“ segir Skúli í færslu á Facebook síðu sinni.
Það liggur núþegar fyrir að vöxturinn í ár og á næsta ári verður yfir 20% á ári sem þýðir 1.5 miljón ferðamenn strax á n...Posted by Skuli Mogensen on Wednesday, May 13, 2015
Árið 2000 var fjöldi ferðamanna hér á landi 302.900, en í fyrra var fjöldinn kominn í 998 þúsund. Frá árinu 2010 hefur þeim fjölgað úr tæplega 500 þúsund í tæplega milljón, eins og áður segir.
Meðalútgjöld á hvern ferðamann hafa líka aukist töluvert, en árið 2010 námu þau 140 þúsund krónum, en í fyrra tæplega 160 þúsund.