Skyndibitakeðjur og drykkjarframleiðendur láta undan þrýstingi og skella í lás í Rússlandi

McDonalds, Coca-Cola og Starbucks eru á meðal bandarískra fyrirtækja sem hafa brugðist við gagnrýni um aðgerðarleysi og hætt allri starfsemi í Rússlandi. Á sama tíma bregst Pútín við efnahagsþvingunum með hækkun lífeyris og banni á sölu gjaldeyris.

Öllum 850 veitingastöðum McDonalds í Rússlandi hefur verið lokað, að minnsta kosti um sinn. Fyrsti staðurinn opnaði í Moskvu árið 1990.
Öllum 850 veitingastöðum McDonalds í Rússlandi hefur verið lokað, að minnsta kosti um sinn. Fyrsti staðurinn opnaði í Moskvu árið 1990.
Auglýsing

Birt­ing­ar­mynd efna­hags­þving­ana og refsi­að­gerða vegna inn­rásar Rússa í Úkra­ínu er ýmis kon­ar. Banda­rísk stór­fyr­ir­tæki hafa verið gagn­rýnd fyrir þögn sína og tregðu til að bregð­ast við inn­rásinni. McDon­alds, sem opn­aði fyrst í Rúss­landi fyrir þrjá­tíu árum, rauf þögn­ina í gær og til­kynnti að öllum 850 veit­inga­stöðum fyr­ir­tæk­is­ins í Rúss­landi yrði lokað tíma­bund­ið, einnig þeim sem starfa á sér­leyfi. Í til­kynn­ingu frá skyndi­bit­ar­is­anum segir að ekki sé hægt að horfa fram­hjá „þeim óþarfa þján­ingum sem íbúar í Úkra­ínu þurfi nú að búa við“.

Kaffi­húsa­keðjan og kaffi­fram­leið­and­inn Star­bucks fylgdi í kjöl­farið og til­kynnti um lokun 130 kaffi­húsa og stöðvun á inn­flutn­ingi á kaffi til lands­ins. Þá til­kynntu Coca-Cola og PepsiCo að drykkir þeirra yrðu teknir úr sölu í Rúss­landi. PepsiCo mun þó áfram halda áfram fram­leiðslu mjólk­ur­af­urða og þurr­mjólkur fyrir börn „að hluta til vegna mann­úð­ar­á­stæðna“ en einnig til að tryggja 60 þús­und starfs­mönnum áfram atvinnu.

Auglýsing

„Sam­fé­lög eru betri þegar McDon­alds er nærri“

Fyrsti veit­inga­staður McDon­alds var opn­aður á Pus­hk­in-­torgi í Moskvu árið 1990 og varð um leið eins konar tákn um vest­ræna menn­ingu fyrir rúss­nesku þjóð­inni. „Í 66 ár höfum við starfað í þeirri trú að sam­fé­lög eru betri þegar McDon­alds er nærri,“ segir Chris Kempczin­ski, fram­kvæmda­stjóri McDon­alds, í til­kynn­ingu. 62 þús­und manns starfa hjá McDon­alds í Rúss­landi og fyr­ir­tækið á í sam­starfi við hund­ruð rúss­neska birgja, að ógleymdum við­skipta­vin­un­um, sem skipta millj­ónum á hverjum degi. McDon­alds hyggst greiða starfs­fólki sínu í Rúss­landi áfram laun, rétt eins og í Úkra­ínu.

Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, á McDonalds í Mosku 1993. Mynd: EPA

Fleiri skyndi­bita­keðjur hafa sleg­ist í hóp­inn, nú síð­ast KFC og Pizza Hut sem ætla að loka öllum veit­inga­stöðum sín­um, um þús­und tals­ins, í Rúss­landi og hætta öllum fjár­fest­ingum þar í landi.

Fjár­fest­ar, sem og sam­fé­lags­miðla­not­end­ur, hafa þrýst á fyr­ir­tæki að hætta starf­semi sinni í Rúss­landi. Skyndi­bita­keðjur hafa verið sér­stak­lega gagn­rýndar fyrir aðgerða­leysi og fyrir að láta tækni- og fjár­mála­fyr­ir­tæki líkt og App­le, Visa og Mastercard, sjá um refsi­að­gerð­ir. Kort­­ar­is­arnir Mastercard og Visa, auk greiðslu­­fyr­ir­tæk­is­ins Payp­al, hafa til að mynda lokað á allt pen­inga­flæði til og frá Rús­s­lands í gegnum sín kerfi. Einnig hefur fjöldi rús­s­­neskra banka verið úti­­lok­aður frá alþjóð­­lega greiðslu­mið­l­un­­ar­­kerf­inu SWIFT.

„Fyr­ir­tæki sem stunda við­skipti í Rúss­landi verða að íhuga af alvöru hvort það sé áhætt­unnar virð­i,“ segir Thomas P. DiNa­poli, for­maður stjórnar eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs í New York, í sam­tali við New York Times. Seg­ist hann lof­sama fyr­ir­tækin sem hafa ákveðið að „stíga réttu skrefin og hætta starf­semi í Rúss­land­i“.

Hækkun elli­líf­eyris og bann við sölu á gjald­miðli

Ein leið Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta til að bregð­ast við efna­hags­þving­unum vegna stríðs­ins í Úkra­ínu er að heim­ila hækk­anir á eft­ir­launa­greiðslum. Pútín skrif­aði í gær undir lög þess efn­is.

Þá hefur hann einnig skrifað undir lög sem heim­ila ein­stak­lingum og litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum að fara fram á tíma­bundna greiðslu­stöðvun á lánum sín­um.

Virði rús­s­­nesku rúblunnar hefur verið í frjálsu falli og er nú minna en virði íslensku krón­unn­­ar, í fyrsta skipti í að minnsta kosti 16 ár. Rúss­nesk yfir­völd hafa brugð­ist við með því að setja miklar tak­mark­anir á sölu á gjald­miðli. Rúss­neski seðla­bank­inn til­kynnti í gær að Rússum er nú aðeins heim­ilt að taka út sem nemur 10 þús­und doll­urum í gjald­miðli. Tak­mark­an­irnar verða í gildi að minnsta kosti til 9. sept­em­ber.

„Við munum berj­ast þar til yfir lýk­ur“

Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingið í gær. Mynd: EPA

Þrettán dagar eru frá því að inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu hófst. Sam­ein­uðu þjóð­irnar áætla að um tvær millj­ónir hafi flúið Úkra­ínu. Nokkrar til­raunir hafa verið gerðar um tíma­bundin vopna­hlé á átaka­svæðum svo hægt sé að flytja almenna borg­ara á brott, með mis­jöfnum árangri.

Volodimír Sel­en­skí, for­seti Úkra­ínu, ávarp­aði neðri deild breska þings­ins frá Kænu­garði í gær. Um sögu­lega stund var að ræða, aldrei áður hefur leið­togi ríkis sem sætir inn­rás ávarpað breska þing­ið. Sel­en­skí vitn­aði bæði í Win­ston Churchill og William Shakespe­are í ræðu sinni. „Við munum berj­ast þar til yfir lýk­ur,“ sagði Sel­en­skí.

Sel­en­skí óskaði jafn­framt eftir auknum stuðn­ingi, meðal ann­ars með því að tryggja öryggi í loft­helgi Úkra­ínu og að skil­greina Rúss­land sem hryðju­verk­a­ríki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent