Sólveig Anna: „Starfsfólk skrifstofunnar vinnur fyrir félagsfólkið, ekki öfugt“

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem býður sig aftur fram til formanns Eflingar, segir að miðað við stemninguna og þær áherslur sem Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi kynnt telji hún að það „verði mjög mikil þörf á ríkri samstöðu verkafólks“.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, sem hefur nú opin­berað að hún sæk­ist að nýju eftir því að verða for­maður Efl­ing­ar, segir að ákvörð­unin um að bjóða sig fram að nýju hafi orðið til hægt og bít­andi. „Það er langt um liðið frá því að ég sagði af mér. Strax í kjöl­farið fékk ég fjölda skila­boða frá Efl­ing­ar­fólki sem lýsti yfir miklu upp­námi yfir stöðu mála. Það var leitt yfir því að það sem við höfðum verið að gera, ég, þau og félagar okk­ar, væri mögu­lega fyrir bí. Þessi skila­boð hafa eig­in­lega bara haldið áfram að koma. Ég hef því velt þessu mikið fyrir mér, hlustað á þetta fólk og afstaða mín mót­að­ist út frá því.“

Ljóst er að tölu­verður und­ir­bún­ingur hefur átt sér stað fyrir fram­boðið en Bar­áttu­list­inn hefur látið útbúa heima­síðu á íslensku, ensku og pólsku þar sem list­inn og stefnu­mál hans eru kynnt. Á heima­síð­unni getur fólk líka gefið fé til að styðja við list­ann eða skráð sig til þátt­töku í starfi hans. Aðspurð hversu lengi fram­boðið hafi verið í und­ir­bún­ingi segir Sól­veig að hóp­ur­inn hafi aug­ljós­lega sett tíma og orku í að vinna að fram­boð­inu. „En þetta er ekki komið til á löngum tíma.“

Mikil þorf á sam­stöðu verka­fólks

Stefnu­skráin sem Bar­áttu­list­inn kynnir til leiks í dag, og er rakin ítar­lega í umfjöllun Kjarn­ans um fram­boðið sem hægt er að lesa hér, er nokkuð afger­andi. Hún er einnig á skjön við þær áherslur sem rík­is­stjórnin og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa boðað í aðdrag­anda kjara­samn­inga. 

Býst Sól­veig Anna við miklum átökum í tengslum við gerð kjara­samn­inga? „Ég ætla að svara þessu með því hug­ar­fari sem ég hef tamið mér í aðdrag­anda gerðar þeirra kjara­samn­inga sem ég hef farið í áður. Sé valda­fólk til­búið að setja sig í spor verka- og lág­launa­fólks og raun­veru­lega hlusta og skilja hvað þurfi að gera þá eru átök óþörf í kjara­samn­ings­gerð­inni.

En miðað við stemn­ing­una og þær áherslur sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins og stjórn­völd hafa kynnt þá tel ég næsta víst að í þessum kjara­samn­ing­um, líkt og öðrum sem við höfum farið í gegn­um, verði mjög mikil þörf á ríkri sam­stöðu verka­fólks.“

Álykt­unin sem sagði ógn­ar­stjórn ríkja

Þegar Sól­veig Anna sagði af sér sem for­maður Efl­ingar í fyrra­haust var ástæðan ósætti við starfs­menn á skrif­stofu Efl­ing­ar. Sú atburða­rás hófst fimmt­u­dag­inn 28. októ­ber 2021 þegar RÚV birti við­­­tal við áður­nefndan Guð­­­mund Bald­urs­son þar sem hann greindi frá því að hann hefði ítrekað reynt að álykt­un­ sem afhent hefði verið í júní síð­­ast­liðnum og inn­i­hélt ásak­­anir um að hún héldi úti sér­­­stökum „af­­töku­lista“ og hefði framið grafal­var­­leg kjara­­samn­ings­brot. Álykt­unin var und­ir­­­rit­uð af trún­­­að­­­ar­­­mönnum og sögð sett fram fyrir hönd starfs­­­manna. Guð­­mundur sagði í frétt­inni að hann hefði áhyggjur af fram­komu stjórn­­­enda Efl­ingar gagn­vart starfs­­­fólki. Tal­aði hann meðal ann­­­ars um að starfs­­­fólk sem hefði hætt hjá Efl­ingu hefði talið sér „að ein­hverju leyti ógnað innan gæsalappa, af ógn­­­ar­­­stjórn.“

Auglýsing
Í við­tali við Kjarn­ann sem birt­ist snemma í nóv­em­ber í fyrra sagði Sól­veig Anna að með álykt­un­inni sem sett var fram í júní hafi vopnin sem hún telur nauð­­syn­­leg til að sinna því starfi sem hún var kosin til að sinna verið slegin úr hönd­unum á henn­i. 

Þegar sím­­tal hafi borist frá frétta­­manni RÚV í aðdrag­anda birt­ingu frétt­­ar­innar hafi Sól­­veig Anna áttað sig á því að atburða­rásin sem hún hafði að ein­hverju leyti verið að und­ir­­búa sig undir að gæti orð­ið, væri að verða að veru­­leika. „Ég hug­­leiddi bara stöðu mína og þær aðstæður sem voru upp komnar og komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að það væri ekk­ert annað að gera. Ég taldi mig vita með vissu að á þessum tíma væru mjög fáir úr starfs­­manna­hópn­um, alls fimm manns auk nokk­­urra stjórn­­enda, sem hefðu séð þessa álykt­un. Ég taldi mig vita að það væru fáir sem hefðu komið að því að skrifa hana og að hún hefði ekki farið í neina dreif­ingu innan starfs­­manna­hóps­ins. Af ein­hverjum ástæðum virð­ist Guð­­mundur Bald­­ur­s­­son hafa fengið ein­hvers­­konar aðgang eða veður af þessu og söm­u­­leiðis fyrr­ver­andi stjórn­­andi sem reyndi að nota álykt­un­ina til að fjár­­­kúga mjög veg­­legan starfs­loka­­samn­ing út úr félag­in­u.“ 

Auglýsing
Hún ákvað að ávarpa starfs­fólk dag­inn eftir við­talið og óska eftir lág­marks­traust­yf­ir­lýs­ingu starfs­fólks við sig. Við því var ekki orðið og nið­ur­staða starfs­manna­fundar inn­i­hald álykt­un­­ar­innar ætti rétt á sér. Henni, og helsta sam­­starfs­­fólki henn­­ar, hafi orðið ljóst að ef álykt­unin yrði gerð opin­ber myndi þau ekki getað starfað leng­­ur. „Það myndi þessi her­­ferð sem rekin hefur verið gegn okkur víða að loks­ins ná þessum raun­veru­­lega árangri að við hefðum á end­­anum engan trú­verð­ug­­leika.“

Í kjöl­farið sagði hún af sér. 

Ákvörðun félags­fólks hverjir stýra Efl­ingu

Þegar Sól­veig Anna er spurð, í ljósi þess hvernig afsögn hennar bar að í haust, hvort hún telji sig geta starfað að nýju með því fólki sem vinni á skrif­stofu Efl­ingar seg­ist hún skilja mjög vel að fólk velti því fyrir sér. Hún hafi komið sínum skila­boðum um það mál skýrt frá sér í við­tölum sem hún fór í í nóv­em­ber, meðal ann­ars við Kjarn­ann. „Ég hef sagt það sem ég vil segja um það mál, sem leiddi til afsagnar minn­ar. Og ég vona að fjöl­miðlar og sam­fé­lagið allt skilji að bar­átta verka- og lág­launa­fólks er það stór og mik­il­væg að þetta snýst fyrst og síð­ast um hana. Það er ákvörðun félags­fólks Efl­ingar hverjir stýra félag­inu. Starfs­fólk skrif­stof­unnar vinnur fyrir félags­fólk­ið, ekki öfugt. Fari svo að við vinn­um, og ein­hverjir starfs­menn skrif­stof­unnar geti ekki sætt sig við nið­ur­stöðu lýð­ræð­is­legra kosn­inga, þá er aug­ljóst að vilji félags­fólks gild­ir. Það er því ekki mitt að svara þess­ari spurn­ing­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent