Sólveig og Viðar telja sótt að sér með ósannindum í vinnustaðaúttekt hjá Eflingu

Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Eflingar, fengu ófagra umsögn í vinnustaðaúttekt hjá stéttarfélaginu. Viðar hafnar ásökunum um kvenfyrirlitningu og einelti, sem á hann eru bornar.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson.
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson.
Auglýsing

Viðar Þor­steins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann segir að ásak­anir um ein­elti og kven­fyr­ir­litn­ing af hans hálfu, sem hafa í dag verið hafðar eftir starfs­mönnum Efl­ingar upp úr vinnu­staða­út­tekt sál­fræði­stof­unnar Líf og sál­ar, séu ósann­ar. Sól­veig Anna Jóns­dóttir fyrr­ver­andi for­maður Efl­ing­ar, sem sæk­ist eftir því að leiða félagið á ný, hefur sömu­leiðis fjallað um úttekt sál­fræði­stof­unnar í færslu á Face­book og segir bæði hana og Viðar „sitja undir því að vera ásökuð nafn­laust um ýmsa glæpi“ sem þau hafi ekki framið.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Efl­ingu sem barst á þriðja tím­anum segir meðal ann­ars frá því að sál­fræð­ingar á vegum Lífs og sálar telji „tölu­vert áhyggju­efni hve starfs­mönnum var tíð­rætt um kyn­bundna áreitni, ofbeldi og ein­elti af hálfu fram­kvæmd­ar­stjóra, að því er virð­ist í skjóli for­manns“.

Ýmsir helstu fjöl­miðlar lands­ins, þeirra á meðal mbl.is, Vísir og RÚV hafa í dag fjallað um nið­ur­stöður þess­arar úttekt­ar. Í til­kynn­ing­unni frá Efl­ingu um málið segir að fjórir sál­fræð­ingar hafi tekið við­töl við 48 starfs­menn skrif­stof­unnar og að það meðal ann­ars verið þeirra mat að „fram­ganga fyrrum for­manns og fram­kvæmda­stjóra Efl­ingar gagn­vart starfs­manna­hópnum og svo ein­angrun þeirra á sinni veg­ferð, virð­ist hafa orðið til þess að þau náðu ekki hópnum með sér og átök og tog­streita jókst uns upp úr sauð.“

Auglýsing

Þá hafi verið „tor­tryggni á báða bóga í byrjun sem virð­ist ekki hafa verið unnið í að eyða af hálfu stjórn­enda“ og það hafi gert bæði starfs­manna­hópnum og stjórn­endum „erfitt um vik að finna takt og sam­stöð­u.“

„Að mati grein­ing­ar­að­ila virð­ast óund­ir­búnar breyt­ing­ar, léleg miðlun upp­lýs­inga, nei­kvæð fram­koma gagn­vart und­ir­mönnum og tíðar og óvæntar upp­sagnir hafa skapað óör­yggi og van­traust í hópn­um. Virð­ist hafa skort mjög að hafa starfs­hóp­inn með í ráðum um hvernig hann gæti stutt við og eflt for­mann og stjórn og aðstoðað við að ná mark­miðum stjórn­enda í sínu starf­i,“ ­segir einnig í til­kynn­ingu frá Efl­ingu um nið­ur­stöð­urn­ar.

Þar er jafn­framt haft eftir Lindu Dröfn Gunn­ars­dóttur fram­kvæmda­stjóra félags­ins að það sé ákveð­inn léttir fyrir skrif­stof­una að vinnu­staða­út­tekin sé komin fram.

Sól­veig segir „ein­fald­lega ósatt“ að hún hafi ekki brugð­ist við ábend­ingum

Bæði Sól­veig og Viðar brugð­ust við fregnum fjöl­miðla í dag áður en Efl­ing sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem nið­ur­stöð­unum er lýst. Hvor­ugt þeirra seg­ist hafa fengið að sjá nið­ur­stöð­urnar né tæki­færi til þess að svara fyrir sig.

„Og í dag heyri ég í fréttum að önnur “út­tekt” hafi leitt í ljós að starfs­fólk skrif­stof­unnar hafi margoft leitað til mín til að segja mér af illri með­ferð en ég aldrei brugð­ist við.

Stað­reyndin er sú að þetta er ein­fald­lega ósatt. Í eitt skipti var komið til mín eftir króka­leið­um. Mér var sýnt sam­an­safn að ódag­settum og nafn­lausum upp­lif­unum ein­hverra sem störf­uðu á skrif­stof­unni. Ég mátti ekki halda papp­ír­unum eftir til að gaum­gæfa þá. Ég mátti ekki fá að vita um hvaða mann­eskjur var að ræða. Í því sam­an­safni af upp­lif­unum sem mér var sýnt var ekki talað um ofbeldi eða áreiti. Ég gat ekki áttað mig á því um hvað margar mann­eskjur var að ræða sökum fram­setn­ingar en mér tald­ist til að senni­lega væru þetta 5 mann­eskjur sem þarna hefðu skrif­að.

Nú er ég í fréttum ásökuð um að hafa nært umhverfi kven­fyr­ir­litn­ingar vegna van­hæfni minnar og/eða sið­blindu. Lengi skal kon­una reyna,“ segir Sól­veig Anna í færslu á Face­book.

Upp­fært: Skjá­skot af tölvu­póst­sam­skiptum þeim sem fjallað er um í færsl­unni fylgja. Í gær las ég um það í fjöl­miðl­u­m...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Thurs­day, Febru­ary 3, 2022

Viðar vísar þeim ávirð­ingum sem á hann eru bornar á bug, í yfir­lýs­ingu sinni. Hann lýsir jafn­framt „mik­illi furðu á því“ að hans fyrrum vinnu­staður hafi gert hann hans störf að „um­fjöll­un­ar­efni í vinnu­staða­út­tekt og látið fella um þau þungan dóm án þess að gefa mér minnsta færi á segja mína hlið á mál­u­m.“ Jafn­framt seg­ist hann ekki fá skilið „hvers vegna sál­fræði­stofan Líf og sál hefur látið hafa sig í slíka veg­ferð.“

Vinnu­staða­út­tektin „sterkasta vopn­ið“ í höndum hóps starfs­fólks á skrif­stofu

Í yfir­lýs­ingu Viðar kemur fram að hann hafi vitað að úttekt Líf og sálar á vinnu­staðnum væri í und­ir­bún­ingi frá því fyrir jól og að hann „vissi líka að þessi úttekt yrði sterkasta vopnið í höndum hóps starfs­fólks á skrif­stofu Efl­ingar sem hefur lengi haft horn í síðu minni og Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur fyrrum for­manns Efl­ing­ar.“

„Ég vissi að þessir ein­stak­lingar myndu nota sér nafn­leysi til að bera mig sök­um, og að nið­ur­stöð­unum yrði svo lekið á réttum tíma í fjöl­miðla til að hámarka skað­ann fyrir Sól­veigu Önnu og fram­boð Bar­áttu­list­ans. Nákvæm­lega það hefur ger­st,“ segir í yfir­lýs­ingu Við­ars.

„Hið rétta er að ég axl­aði ábyrgð á því hlut­verki mínu sem fram­kvæmda­stjóri að gera eðli­legar kröfur til stjórn­enda, með hags­muni starf­sem­innar og félags­manna Efl­ingar í huga. Ég harma það að þessir ein­stak­lingar not­færi sér van­líðan þeirra sem upp­lifað hafa raun­veru­legt ein­elti og kven­fyr­ir­litn­ingu til að koma höggi á mig vegna ósættis sem snýst um frammi­stöðu og vinnu­brögð í starf­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Við­ars.

Hátt­settur stjórn­andi hafi hafið „ásakana­her­ferð“ eftir upp­sögn

Viðar rekur í yfir­lýs­ingu sinni að hann hafi, um mitt síð­asta ár, sagt hátt­settum kven­kyns stjórn­anda hjá Efl­ingu upp störf­um. „Mik­ill skortur á sam­hljómi og sam­stil­ingu við stefnu félags­ins hafði verið áber­andi í störfum þessa stjórn­anda. Áður en að upp­sögn­inni kom hafði ég átt ítrekuð sam­skipti við hana þar sem ég reyndi að rétta kúr­sinn,“ segir Við­ar.

Hann segir að í kjöl­far upp­sagn­ar­innar hafi þessi stjórn­andi hafið „ásakana­her­ferð“ á hendur sé, sem verið hafi keim­lík þeirri „sem aðrir hátt­settir stjórn­endur hjá félag­inu hafa stundað gegn mér og Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur allt frá því við hófum störf hjá Efl­ingu árið 2018.“

„Hún sendi inn erindi til stjórnar Efl­ingar þar sem ég var sak­aður um óeðli­lega fram­göngu gagn­vart henni. Krafð­ist hún þess að fá veg­legan starfs­loka­samn­ing og að mér yrði vikið úr starfi. Jafn­framt hafði hún safnað liði meðal ann­arra fyrrum stjórn­anda sem af ýmsum ástæðum höfðu ekki átt sam­leið með félag­inu á und­an­gengnum árum, til að geta dregið upp þá mynd að ann­ar­legar orsakir væru að baki því þegar leiðir stjórn­enda skildu við félag­ið. Eng­inn þess­ara stjórn­enda hafði þó haft uppi slíkar ásak­anir fyrr,“ segir í yfir­lýs­ingu Við­ars.

Hann segir að umræddur stjórn­andi hafi í erindi sínu til stjórnar Efl­ingar vakið „sér­staka athygli á því að þetta væru allt kon­ur“, án þess þó að Viðar væri berum orðum sak­aður um kven­fyr­ir­litn­ingu eða for­dóma í garð kvenna. Það hafi þess í stað verið „látið liggja í loft­in­u.“

„Stjórn Efl­ingar gaf mér færi á að svara þessum ásök­un­um, og gerði ég það í ítar­legri grein­ar­gerð þar sem ég fór yfir sam­skipti mín við stjórn­and­ann. Ég fjall­aði einnig um aðdrag­and­ann að við­skiln­aði félags­ins við aðra stjórn­endur sem nefndir voru í erind­inu. Ég greindi frá dag­settum fundum og sam­töl­um, nær alltaf í vitna við­ur­vist, og vitn­aði í skrif­leg sam­skipti. Ég greindi frá ýmsum úrræðum sem gripið hafði verið til í þeim til­gangi að leysa mál­in, svo sem að veita umræddum ein­stak­lingum utan­að­kom­andi stjórn­un­ar­ráð­gjöf, bjóða þeim til­flutn­ing í starfi og bjóða þeim náms­leyfi. Allir sem lesa þessar grein­ar­gerðir sjá að þar var ekki á ferð­inni neitt annað en heið­ar­legar til­raunir yfir­manns til að veita und­ir­mönnum sínum nauð­syn­lega leið­sögn í starfi. Stjórn varð ekki við óskum stjórn­and­ans um við­bót­ar­greiðslur vegna starfs­loka og sá ekki ástæðu til að hlut­ast til um mín störf.

Þetta er sam­hengið sem ekki hefur komið fram varð­andi tíma­setn­ingu marg­um­ræddrar álykt­unar trún­að­ar­manna frá því síð­ast­liðið sum­ar. Umræddur stjórn­andi virð­ist hafa verið með í ráðum um samn­ingu þeirrar álykt­un­ar, enda vís­aði hún til hennar í erindi sínu til stjórnar Efl­ing­ar, áður en stærstur meiri­hluti starfs­manna skrif­stofu Efl­ingar höfðu séð hana. Raunar fengu almennir starfs­menn ekki að sjá ályktun trún­að­ar­mann­anna fyrr en á starfs­manna­fundi 29. októ­ber á síð­asta ári,“ segir Viðar í yfir­lýs­ingu sinni vegna þessa máls.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent