Sparisjóðurinn í Vestmannaeyjum fékk heilbrigðisvottorð frá Grant Thornton í ágúst

sparisjodur-2.jpg
Auglýsing

Spari­sjóð­ur­inn í Vest­manna­eyj­um, sem tek­inn var ­yfir af Lands­banka Íslands á dög­un­um, fékk síð­ast heil­brigð­is­vott­orð frá end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Grant Thornton í lok ágúst. Mál­efni spari­sjóðs­ins voru til umræðu á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis á mið­viku­dag­inn, þar sem stjórn sjóðs­ins sat fyrir svörum nefnd­ar­manna, sem vildu meðal ann­ars fá svör við því af hverju bág­borin staða sjóðs­ins hafi ekki legið fyrr fyr­ir.

Grafal­var­leg staða Spari­sjóðs­ins í Vest­manna­eyjum kom ekki í ljós fyrr en eftir sér­staka útlána­grein­ingu Grant Thornt­on, sem stjórnin ákvað að fela end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu að ráð­ast í í októ­ber. Eftir grein­ing­una kom í ljós að útlána­safn sjóðs­ins var gróf­lega ofmet­ið, og færa þyrfti niður safnið um allt að millj­arð króna. Nið­ur­staða útlána­grein­ing­ar­innar og nið­ur­færsla útlána­safns­ins í kjöl­farið varð til þess að Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) ákvað á fundi sunnu­dags­kvöldið 22. mars síð­ast­lið­inn að veita sjóðn­um fimm sól­ar­hringa frest til að bæta eigið fé sjóðs­ins, en þá lá til að mynda árs­reikn­ingur sjóðs­ins ekki fyr­ir­. Þá til­kynnti FME stjórn Spari­sjóðs­ins í Vest­manna­eyjum að sjóð­ur­inn yrði settur í slita­með­ferð ef ekki yrði staðið við veittan frest. Þegar fréttir af aðkomu FME láku svo út gerðu inni­stæðu­eig­end­ur á­hlaup á spari­sjóð­inn, sem hafði svo mjög skað­leg áhrif á lausafjár­stöðu hans.

FME fékk falska mynd af stöðu sjóðs­ins á sex mán­aða frestiGr­ant Thornton hafði tveimur mán­uðum fyrir útlána­grein­ing­una gefið út heil­brigð­is­vott­orð handa spari­sjóðnum við reglu­bundið sex mán­aða upp­gjör hans, sem skilað var til FME eins og lög um fjár­mála­fyr­ir­tæki gera ráð fyr­ir. Hvorki Grant Thornton né FME gerðu athuga­semdir við sex mán­aða upp­gjör spari­sjóðs­ins, enda eig­in­fjár­hlut­fall hans ­sam­kvæmt því vel yfir 8 pró­senta lág­marki FME, eða um 14 pró­sent.

Í sam­tali við Kjarn­ann furðar Hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir, frá­far­andi stjórn­ar­for­maður spari­sjóðs­ins, sig á því að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki, sem hafi end­ur­skoðað reikn­inga sjóðs­ins und­an­farin ár, hafi skrifað upp á reikn­inga hans athuga­semda­laust. Grant Thornton skrif­aði upp á árs­reikn­ing spari­sjóðs­ins fyrir árið 2013, og end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Deloitte árið á und­an.

Auglýsing

Þá segir Þor­björg Inga það furðu sæta að slæm staða sjóðs­ins hafi ekki dúkkað upp á yfir­borðið við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu hans í lok árs 2010, þegar stofnfé hans var meðal ann­ars aukið um 904 millj­ónir króna að nafn­virði, eða við útlána­grein­ingu sem Deloitte réðst í haustið 2011, sam­bæri­lega við þá sem Grant Thornton réðst í nýverið og leiddi í ljós grafal­var­lega stöðu spari­sjóðs­ins. Kröf­urn­ar, sem sjóð­ur­inn hafi neyðst til að færa niður nú, hafi að minnsta kosti að hluta til verið lengi í eigu sjóðs­ins.

„Mér finnst óeðli­legt að þetta hafi get­að ­gerst miðað við það eft­ir­lits­kerfi sem búið er fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, bæði með lög­bund­inni innri og ytri end­ur­skoðun sem ætti að hafa það í för með sér að þessir aðilar skoði það sjálf­stætt hvort reikn­ingar fjár­mála­fyr­ir­tækja gefi rétta mynd af eignum þeirra og skuld­um, til dæmis með því að stað­reyna skrán­ingu ein­stakra krafna og verð­gildi þeirra svo sem ­með slembi­úr­tök­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None