Sparisjóðurinn í Vestmannaeyjum fékk heilbrigðisvottorð frá Grant Thornton í ágúst

sparisjodur-2.jpg
Auglýsing

Spari­sjóð­ur­inn í Vest­manna­eyj­um, sem tek­inn var ­yfir af Lands­banka Íslands á dög­un­um, fékk síð­ast heil­brigð­is­vott­orð frá end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Grant Thornton í lok ágúst. Mál­efni spari­sjóðs­ins voru til umræðu á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis á mið­viku­dag­inn, þar sem stjórn sjóðs­ins sat fyrir svörum nefnd­ar­manna, sem vildu meðal ann­ars fá svör við því af hverju bág­borin staða sjóðs­ins hafi ekki legið fyrr fyr­ir.

Grafal­var­leg staða Spari­sjóðs­ins í Vest­manna­eyjum kom ekki í ljós fyrr en eftir sér­staka útlána­grein­ingu Grant Thornt­on, sem stjórnin ákvað að fela end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu að ráð­ast í í októ­ber. Eftir grein­ing­una kom í ljós að útlána­safn sjóðs­ins var gróf­lega ofmet­ið, og færa þyrfti niður safnið um allt að millj­arð króna. Nið­ur­staða útlána­grein­ing­ar­innar og nið­ur­færsla útlána­safns­ins í kjöl­farið varð til þess að Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) ákvað á fundi sunnu­dags­kvöldið 22. mars síð­ast­lið­inn að veita sjóðn­um fimm sól­ar­hringa frest til að bæta eigið fé sjóðs­ins, en þá lá til að mynda árs­reikn­ingur sjóðs­ins ekki fyr­ir­. Þá til­kynnti FME stjórn Spari­sjóðs­ins í Vest­manna­eyjum að sjóð­ur­inn yrði settur í slita­með­ferð ef ekki yrði staðið við veittan frest. Þegar fréttir af aðkomu FME láku svo út gerðu inni­stæðu­eig­end­ur á­hlaup á spari­sjóð­inn, sem hafði svo mjög skað­leg áhrif á lausafjár­stöðu hans.

FME fékk falska mynd af stöðu sjóðs­ins á sex mán­aða frestiGr­ant Thornton hafði tveimur mán­uðum fyrir útlána­grein­ing­una gefið út heil­brigð­is­vott­orð handa spari­sjóðnum við reglu­bundið sex mán­aða upp­gjör hans, sem skilað var til FME eins og lög um fjár­mála­fyr­ir­tæki gera ráð fyr­ir. Hvorki Grant Thornton né FME gerðu athuga­semdir við sex mán­aða upp­gjör spari­sjóðs­ins, enda eig­in­fjár­hlut­fall hans ­sam­kvæmt því vel yfir 8 pró­senta lág­marki FME, eða um 14 pró­sent.

Í sam­tali við Kjarn­ann furðar Hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir, frá­far­andi stjórn­ar­for­maður spari­sjóðs­ins, sig á því að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki, sem hafi end­ur­skoðað reikn­inga sjóðs­ins und­an­farin ár, hafi skrifað upp á reikn­inga hans athuga­semda­laust. Grant Thornton skrif­aði upp á árs­reikn­ing spari­sjóðs­ins fyrir árið 2013, og end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Deloitte árið á und­an.

Auglýsing

Þá segir Þor­björg Inga það furðu sæta að slæm staða sjóðs­ins hafi ekki dúkkað upp á yfir­borðið við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu hans í lok árs 2010, þegar stofnfé hans var meðal ann­ars aukið um 904 millj­ónir króna að nafn­virði, eða við útlána­grein­ingu sem Deloitte réðst í haustið 2011, sam­bæri­lega við þá sem Grant Thornton réðst í nýverið og leiddi í ljós grafal­var­lega stöðu spari­sjóðs­ins. Kröf­urn­ar, sem sjóð­ur­inn hafi neyðst til að færa niður nú, hafi að minnsta kosti að hluta til verið lengi í eigu sjóðs­ins.

„Mér finnst óeðli­legt að þetta hafi get­að ­gerst miðað við það eft­ir­lits­kerfi sem búið er fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, bæði með lög­bund­inni innri og ytri end­ur­skoðun sem ætti að hafa það í för með sér að þessir aðilar skoði það sjálf­stætt hvort reikn­ingar fjár­mála­fyr­ir­tækja gefi rétta mynd af eignum þeirra og skuld­um, til dæmis með því að stað­reyna skrán­ingu ein­stakra krafna og verð­gildi þeirra svo sem ­með slembi­úr­tök­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None