Sparisjóðurinn í Vestmannaeyjum fékk heilbrigðisvottorð frá Grant Thornton í ágúst

sparisjodur-2.jpg
Auglýsing

Spari­sjóð­ur­inn í Vest­manna­eyj­um, sem tek­inn var ­yfir af Lands­banka Íslands á dög­un­um, fékk síð­ast heil­brigð­is­vott­orð frá end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Grant Thornton í lok ágúst. Mál­efni spari­sjóðs­ins voru til umræðu á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis á mið­viku­dag­inn, þar sem stjórn sjóðs­ins sat fyrir svörum nefnd­ar­manna, sem vildu meðal ann­ars fá svör við því af hverju bág­borin staða sjóðs­ins hafi ekki legið fyrr fyr­ir.

Grafal­var­leg staða Spari­sjóðs­ins í Vest­manna­eyjum kom ekki í ljós fyrr en eftir sér­staka útlána­grein­ingu Grant Thornt­on, sem stjórnin ákvað að fela end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu að ráð­ast í í októ­ber. Eftir grein­ing­una kom í ljós að útlána­safn sjóðs­ins var gróf­lega ofmet­ið, og færa þyrfti niður safnið um allt að millj­arð króna. Nið­ur­staða útlána­grein­ing­ar­innar og nið­ur­færsla útlána­safns­ins í kjöl­farið varð til þess að Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) ákvað á fundi sunnu­dags­kvöldið 22. mars síð­ast­lið­inn að veita sjóðn­um fimm sól­ar­hringa frest til að bæta eigið fé sjóðs­ins, en þá lá til að mynda árs­reikn­ingur sjóðs­ins ekki fyr­ir­. Þá til­kynnti FME stjórn Spari­sjóðs­ins í Vest­manna­eyjum að sjóð­ur­inn yrði settur í slita­með­ferð ef ekki yrði staðið við veittan frest. Þegar fréttir af aðkomu FME láku svo út gerðu inni­stæðu­eig­end­ur á­hlaup á spari­sjóð­inn, sem hafði svo mjög skað­leg áhrif á lausafjár­stöðu hans.

FME fékk falska mynd af stöðu sjóðs­ins á sex mán­aða frestiGr­ant Thornton hafði tveimur mán­uðum fyrir útlána­grein­ing­una gefið út heil­brigð­is­vott­orð handa spari­sjóðnum við reglu­bundið sex mán­aða upp­gjör hans, sem skilað var til FME eins og lög um fjár­mála­fyr­ir­tæki gera ráð fyr­ir. Hvorki Grant Thornton né FME gerðu athuga­semdir við sex mán­aða upp­gjör spari­sjóðs­ins, enda eig­in­fjár­hlut­fall hans ­sam­kvæmt því vel yfir 8 pró­senta lág­marki FME, eða um 14 pró­sent.

Í sam­tali við Kjarn­ann furðar Hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir, frá­far­andi stjórn­ar­for­maður spari­sjóðs­ins, sig á því að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki, sem hafi end­ur­skoðað reikn­inga sjóðs­ins und­an­farin ár, hafi skrifað upp á reikn­inga hans athuga­semda­laust. Grant Thornton skrif­aði upp á árs­reikn­ing spari­sjóðs­ins fyrir árið 2013, og end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Deloitte árið á und­an.

Auglýsing

Þá segir Þor­björg Inga það furðu sæta að slæm staða sjóðs­ins hafi ekki dúkkað upp á yfir­borðið við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu hans í lok árs 2010, þegar stofnfé hans var meðal ann­ars aukið um 904 millj­ónir króna að nafn­virði, eða við útlána­grein­ingu sem Deloitte réðst í haustið 2011, sam­bæri­lega við þá sem Grant Thornton réðst í nýverið og leiddi í ljós grafal­var­lega stöðu spari­sjóðs­ins. Kröf­urn­ar, sem sjóð­ur­inn hafi neyðst til að færa niður nú, hafi að minnsta kosti að hluta til verið lengi í eigu sjóðs­ins.

„Mér finnst óeðli­legt að þetta hafi get­að ­gerst miðað við það eft­ir­lits­kerfi sem búið er fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, bæði með lög­bund­inni innri og ytri end­ur­skoðun sem ætti að hafa það í för með sér að þessir aðilar skoði það sjálf­stætt hvort reikn­ingar fjár­mála­fyr­ir­tækja gefi rétta mynd af eignum þeirra og skuld­um, til dæmis með því að stað­reyna skrán­ingu ein­stakra krafna og verð­gildi þeirra svo sem ­með slembi­úr­tök­um.“

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None