Evrópusambandið hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Hollandi og Lúxemborg að endurheimta um 30 milljónir evra, tæplega 4,5 milljarða króna, frá alþjóðlegum stórfyrirtækjunum Starbucks og Fiat. Ástæðan er sú að fyrirtækin fengu ólögmæta ríkisaðstoð frá löndunum tveimur, sem gerði þeim kleift að borga minna í skatt en þau hefðu annars þurft.
Starbucks and Fiat ordered by European Union to repay up to 30m euros received in tax breaks https://t.co/tijGgxxWTX
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 21, 2015
Boðuð hefur verið víðtæk rannsókn á ríkisstyrkjafyrirkomulagi í öllum 28 ríkjum Evrópusambandsins, þar sem horft verður til þess hvort alþjóðleg fyrirtæki séu að komast upp með að greiða minna í skatt en þau annars þyrftu, með tilheyrandi tekjutapi fyrir ríkissjóði. Þá verður einnig horft til þess hvort ríkisstyrkir geti falið í sér brot á samkeppnislöggjöf.
Evrópusambandið hefur þegar byrjað rannsóknir á viðskiptaháttum Amazon og Apple, og hvort að þau séu að koma sér undan því að greiða skatta, með ólöglegum aðferðum.