Sveitarfélag með stórfellt fiskeldi geti setið uppi með engar tekjur af nýtingu fjarðarins

Skorað er á stjórnvöld að endurskoða regluverk um sjókvíaeldi og tryggja að tekjur af eldinu renni til sveitarfélaganna þar sem það er stundað í ályktun sem samþykkt var á Fjórðungsþingi Vestfirðinga.

Aðlaga þarf regluverk að sjókvíaeldi svo tekjur skili sér til sveitarfélagana þar sem það er stundað, að mati Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Aðlaga þarf regluverk að sjókvíaeldi svo tekjur skili sér til sveitarfélagana þar sem það er stundað, að mati Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Auglýsing

Tekju­stofnar sveit­ar­fé­laga vegna fisk­eldis hafa ekki verið tryggðir í sam­ræmi við eðli grein­ar­innar og því er gerð krafa um end­ur­skoð­un, að því er fram kemur í ályktun sem sam­þykkt var á Fjórð­ungs­þingi Vest­firð­inga sem haldið var á Ísa­firði 22.-23. októ­ber.

„66. Fjórð­ungs­þing Vest­firð­inga skorar á stjórn­völd að end­ur­skoða reglu­verk varð­andi sjó­kvía­eldi. Eldi lax­fiska í sjó er atvinnu­grein í örum vexti á Vest­fjörðum og er orðin ein af und­ir­stöðu­at­vinnu­greinum í fjórð­ungn­um. Skýra þarf lagaum­hverfið og opin­bera gjald­töku í grein­inni til að tryggja að þær tekjur sem fisk­eldi skapar á Vest­fjörðum renni til sveit­ar­fé­lag­anna þar sem sjó­kvía­eldi er stundað til að byggja upp grunn­inn­viði sem svara kröfum sam­fé­lag­anna og atvinnu­lífs­ins,“ segir í álykt­un­inni en hún var lögð fram fyrir hönd starfs­hóps um sam­fé­lags­sátt­mála í fisk­eldi á Vest­fjörð­um.

Auglýsing

Fjórar meg­in­breyt­ingar á reglu­verki og gjald­töku í kringum fisk­eldið eru lagðar til í ályktun þings­ins.

  • Fisk­eld­is­sjóð sem sam­keppn­is­sjóð þarf að leggja niður en tryggja að fisk­eld­is­gjaldið renni beint til inn­viða­upp­bygg­ingar þar sem eldið er stund­að.
  • End­ur­skoða þarf hafn­ar­gjöld, vöru­gjöld og afla­gjöld til að þau skili við­un­andi tekjum til þeirra sveit­ar­fé­laga sem þjón­ust­una veita og að gjald­töku­heim­ildir falli betur að þess­ari nýju atvinnu­grein.
  • End­ur­skoða þarf Umhverf­is­sjóð sjó­kvía­eldis og tryggja að rann­sóknir verði efldar og störfum fjölgað við rann­sóknir í nær­sam­fé­lögum fisk­eld­is. Mik­il­vægt að nið­ur­stöður rann­sókn­ar­sjóðs­ins séu birtar jöfnum hönd­um.
  • End­ur­skoða þarf tekjur sveit­ar­fé­laga vegna eld­iskvía og umsvifa í sjó­kvía­eldi á þeirra heima­svæði. Krafan er ekki að auka álögur á atvinnu­grein­ina heldur að eðli­legur hluti tekna renni til upp­bygg­ingar og við­halds inn­viða sveit­ar­fé­lag­anna og skili sér beint til þeirra sveit­ar­fé­laga sem verða fyrir beinum áhrifum af sjó­kvía­eldi.

Kallað eftir nánu sam­ráði við sveit­ar­fé­lög

Jafn­framt segir í álykt­un­inni að tryggja þurfi upp­bygg­ingu grunn­inn­viða á Vest­fjörðum svo svæðið verði sam­keppn­is­hæft við aðra lands­hluta þannig að fyr­ir­tæki og sam­fé­lög geti dafn­að.

Mik­il­vægt sé að haft verði náið sam­ráð við sveit­ar­fé­lögin varð­andi upp­bygg­ingu grunn­inn­viða og tekju­stofna ríkis og sveit­ar­fé­laga varð­andi fisk­eldi.

Telur þingið að tryggja þurfi tekjur til þeirra sveit­ar­fé­laga þar sem sjó­kvía­eldi er stundað og einnig að skilja þurfi aðferða­fræð­ina við tekju­öflun frá hefð­bund­inni gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi. Þannig byggi núver­andi gjald­taka á hafna­lögum sem eigi við löndun á villtum fiski, en ein­ungis það sveit­ar­fé­lag þar sem fiski er dælt af land fái tekjur af fisk­eldi á grund­velli þeirrar lög­gjaf­ar. Tryggja þurfi að hægt sé að taka gjald af mann­virkjum í sjó í formi fast­eigna­gjalda eða aðstöðu­gjalda svo það sveit­ar­fé­lag sem hýsir mann­virkin fái tekj­ur.

Bent er á að lögin nái ekki yfir það ef fiski er slátrað á slát­ur­prömmum eða hann fluttur annað til slátr­un­ar, þá fái sveit­ar­fé­lög á Vest­fjörðum engar tekj­ur. „Tekjur af þjón­ustu­bátum eru litlar þó þeir nýti þjón­ustu og hafn­ar­mann­virki allan árs­ins hring. Engar tekjur eru af kvíum á fjörðum og því getur sveit­ar­fé­lag með stór­fellt eldi setið uppi með engar tekjur af nýt­ingu fjarð­ar­ins. Fóðri er nær öllu landað beint í pramma og því skapa þau aðföng engar tekjur til sveit­ar­fé­lag­anna. Þar þarf að end­ur­skoða regl­urum vöru­gjöld til að gæta sam­ræmis við hafn­ir. Seiða­eld­is­stöðvar skila ein­göngu tekjum í formi fast­eigna­gjalda stöðv­ar­inn­ar,“ segir í grein­ar­gerð með álykt­un­inni.

Óeðli­legur hvati sé í núver­andi lög­gjöf

„Laga- og reglu­gerð­aum­hverfi sem sveit­ar­fé­lögin vinna eftir varð­andi fisk­eldi hefur haft veru­lega nei­kvæð áhrif. Óeðli­legur hvati er í núgild­andi lög­gjöf þannig að sveit­ar­fé­lög kepp­ast um að fá eld­is­fiski landað til sín á sama tíma og þjón­ustu­hafnir í fisk­eldi hafa litlar sem engar tekjur til að standa undir vax­andi umsvif­um,“ segir í grein­ar­gerð­inni og er bent á að stærstur hluti tekna komi á lönd­un­ar­stað við slát­ur­hús sem end­ur­spegli ekki þá nýt­ingu mann­virkja og þjón­ustu sem eldið nýt­ir. Því sé mik­il­vægt að skýra for­sendur gjald­tök­unnar og sam­ræma regl­urnar á lands­vísu.

Tekju­stofnar sveit­ar­fé­laga vegna fisk­eldis hafi ekki verið tryggðir í sam­ræmi við eðli grein­ar­innar og því þurfi að ná utan um heild­ar­gjald­töku af fisk­eldi, skoða undir hverju tekj­unum er ætlað að standa sem og hvernig þær tekjur skipt­ast á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga. Sveit­ar­fé­lög þar sem sjó­kvía­eldi er stundað þurfi skýrar heim­ildir til töku gjalda, að því er segir í grein­ar­gerð. Slík gjald­taka þurfi að standa undir nauð­syn­legum verk­efnum sveit­ar­fé­laga og sjálf­bærni hafna og sam­fé­laga þar sem sjó­kvía­eldi fer fram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent