Tæplega 60 manns hafa þegar komið til landsins á dvalarleyfi fyrir fjarvinnufólk

Samkvæmt nýjum tölum frá Útlendingastofnun hafa 111 manns, þar af 105 Bandaríkjamenn, sótt um dvalarleyfi fyrir fjarvinnufólk. 59 manns hafa þegar komið til landsins á grundvelli þessa nýja möguleika.

Útlendingastofnun
Auglýsing

Útlend­inga­stofnun hefur mót­tekið alls 111 umsóknir um vega­bréfs­á­rit­anir fyrir fólk utan EES sem vill koma til Íslands og vinna fyrir erlend fyr­ir­tæki til allt að sex mán­aða. Mögu­legt hefur verið að sækja um slík dval­ar­leyfi frá því í októ­ber í fyrra.

Alls hafa 59 manns þegar komið til lands­ins og fengið dval­ar­leyfi, sem er nokkuð stökk frá því í febr­ú­ar. Þá voru ein­ungis 10 manns búin að fá útgefin dval­ar­leyfi — en þau eru ekki form­lega gefin út fyrr en fólk kemur til lands­ins. Fyrst var sagt frá þessu á tækni- og nýsköp­un­ar­vefnum Northstack í morg­un­.

Dval­ar­leyfin eru gefin út fyrir fólk sem kemur hingað til lands að vinna í fjar­vinnu, maka þeirra og börn. Fjar­vinnu­starfs­menn­irnir geta tekið fjöl­skyldur sínar með sér án þess að þurfa að færa lög­heim­ili sitt eða öðl­ast íslenska kenni­tölu.

Þessir fjar­vinnu­starfs­menn greiða því ekki tekju­skatt og eiga ekki rétt á neinni end­ur­gjalds­lausri þjón­ustu frá hinu opin­bera hér á landi. Komi börn á skóla­skyldu­aldri með í för þarf að sýna fram á að þau séu í fjar­námi að utan, fái heima­kennslu eða fá sam­þykki um að koma þeim að í skólum hér á landi.

105 af 111 umsóknum frá Banda­ríkj­unum

Banda­ríkja­menn eiga 105 af þeim 111 umsóknum sem hafa borist hingað til, sam­kvæmt tölum frá Útlend­inga­stofn­un. Rætt var við einn fjar­vinn­andi Banda­ríkja­mann á Íslandi um fyr­ir­komu­lagið í umfjöllun New York Times um fjar­vinnu og skatta­mál í síð­ustu viku.

Sá sagði nokkuð dýrt að búa á Íslandi, en sömu­leiðis að hann sæi ekki eftir því að hafa komið til lands­ins ásamt eig­in­konu sinni í jan­úar síð­ast­liðn­um. Hann myndi gera þetta aft­ur.

Af þeim 111 umsóknum sem hafa borist hafa 104 þegar verið sam­þykkt­ar, sem þýðir að lík­lega er von á að minnsta kosti 45 manns til við­bótar við þau 59 sem hafa þegar komið til lands­ins á grund­velli þess­arar nýju teg­undar dval­ar­leyf­is.

Auglýsing

Fólk þarf að vera tölu­vert tekju­hátt til þess að eiga kost á því að sækja um dval­ar­leyfi í fjar­vinnu, en þeir útlend­ingar sem sækja um lang­­tíma­­vega­bréfs­á­­ritun til að stunda hér fjar­vinnu þurfa að vera með erlendar tekjur sem sam­svara að minnsta kosti einni milljón króna á mán­uði.

Ef maki við­kom­andi er með í för þá þarf fjar­vinnu­starfs­maður að sýna fram á tekjur upp á að minnsta kosti 1,3 millj­­ónir króna á mán­uði.

Fólk þarf að sýna fram á ráðn­ing­ar­sam­band eða verk­efna­samn­inga, starfi það sjálf­stætt. Einnig þarf fólk að sýna fram á að það hafi ýmist íslenskar eða erlendar sjúkra­trygg­ingar allan þann tíma sem það ætlar að dvelja á Íslandi.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra átti frum­kvæði að því að koma þessu úrræði á kopp­inn, en hún ásamt Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra stóð að reglu­gerð­ar­breyt­ingum sem gerðu þessa útfærslu dval­ar­leyfis mögu­lega, síð­asta haust.

Hún hefur boðað að unnið sé að því að „stíga enn stærri skref“ hvað varðar fjar­vinnu erlendra sér­fræð­inga frá Íslandi, svo hægt verði að bjóða þeim að starfa héðan um lengri tíma en þá sex mán­uði sem heim­ild er fyrir í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent