Tæplega 60 manns hafa þegar komið til landsins á dvalarleyfi fyrir fjarvinnufólk

Samkvæmt nýjum tölum frá Útlendingastofnun hafa 111 manns, þar af 105 Bandaríkjamenn, sótt um dvalarleyfi fyrir fjarvinnufólk. 59 manns hafa þegar komið til landsins á grundvelli þessa nýja möguleika.

Útlendingastofnun
Auglýsing

Útlend­inga­stofnun hefur mót­tekið alls 111 umsóknir um vega­bréfs­á­rit­anir fyrir fólk utan EES sem vill koma til Íslands og vinna fyrir erlend fyr­ir­tæki til allt að sex mán­aða. Mögu­legt hefur verið að sækja um slík dval­ar­leyfi frá því í októ­ber í fyrra.

Alls hafa 59 manns þegar komið til lands­ins og fengið dval­ar­leyfi, sem er nokkuð stökk frá því í febr­ú­ar. Þá voru ein­ungis 10 manns búin að fá útgefin dval­ar­leyfi — en þau eru ekki form­lega gefin út fyrr en fólk kemur til lands­ins. Fyrst var sagt frá þessu á tækni- og nýsköp­un­ar­vefnum Northstack í morg­un­.

Dval­ar­leyfin eru gefin út fyrir fólk sem kemur hingað til lands að vinna í fjar­vinnu, maka þeirra og börn. Fjar­vinnu­starfs­menn­irnir geta tekið fjöl­skyldur sínar með sér án þess að þurfa að færa lög­heim­ili sitt eða öðl­ast íslenska kenni­tölu.

Þessir fjar­vinnu­starfs­menn greiða því ekki tekju­skatt og eiga ekki rétt á neinni end­ur­gjalds­lausri þjón­ustu frá hinu opin­bera hér á landi. Komi börn á skóla­skyldu­aldri með í för þarf að sýna fram á að þau séu í fjar­námi að utan, fái heima­kennslu eða fá sam­þykki um að koma þeim að í skólum hér á landi.

105 af 111 umsóknum frá Banda­ríkj­unum

Banda­ríkja­menn eiga 105 af þeim 111 umsóknum sem hafa borist hingað til, sam­kvæmt tölum frá Útlend­inga­stofn­un. Rætt var við einn fjar­vinn­andi Banda­ríkja­mann á Íslandi um fyr­ir­komu­lagið í umfjöllun New York Times um fjar­vinnu og skatta­mál í síð­ustu viku.

Sá sagði nokkuð dýrt að búa á Íslandi, en sömu­leiðis að hann sæi ekki eftir því að hafa komið til lands­ins ásamt eig­in­konu sinni í jan­úar síð­ast­liðn­um. Hann myndi gera þetta aft­ur.

Af þeim 111 umsóknum sem hafa borist hafa 104 þegar verið sam­þykkt­ar, sem þýðir að lík­lega er von á að minnsta kosti 45 manns til við­bótar við þau 59 sem hafa þegar komið til lands­ins á grund­velli þess­arar nýju teg­undar dval­ar­leyf­is.

Auglýsing

Fólk þarf að vera tölu­vert tekju­hátt til þess að eiga kost á því að sækja um dval­ar­leyfi í fjar­vinnu, en þeir útlend­ingar sem sækja um lang­­tíma­­vega­bréfs­á­­ritun til að stunda hér fjar­vinnu þurfa að vera með erlendar tekjur sem sam­svara að minnsta kosti einni milljón króna á mán­uði.

Ef maki við­kom­andi er með í för þá þarf fjar­vinnu­starfs­maður að sýna fram á tekjur upp á að minnsta kosti 1,3 millj­­ónir króna á mán­uði.

Fólk þarf að sýna fram á ráðn­ing­ar­sam­band eða verk­efna­samn­inga, starfi það sjálf­stætt. Einnig þarf fólk að sýna fram á að það hafi ýmist íslenskar eða erlendar sjúkra­trygg­ingar allan þann tíma sem það ætlar að dvelja á Íslandi.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra átti frum­kvæði að því að koma þessu úrræði á kopp­inn, en hún ásamt Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra stóð að reglu­gerð­ar­breyt­ingum sem gerðu þessa útfærslu dval­ar­leyfis mögu­lega, síð­asta haust.

Hún hefur boðað að unnið sé að því að „stíga enn stærri skref“ hvað varðar fjar­vinnu erlendra sér­fræð­inga frá Íslandi, svo hægt verði að bjóða þeim að starfa héðan um lengri tíma en þá sex mán­uði sem heim­ild er fyrir í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent