Tæpur helmingur treystir Drífu best til að leiða ASÍ – Sagði af sér fyrir níu dögum

Á meðal þeirra sem stóðu að könnun á því hverjum almenningur treystir best til að leiða ASÍ er fyrrverandi mótframbjóðandi Sólveigar Önnu Jónsdóttur um formennsku í Eflingu. Rúmur fimmtungur vill sjá Ragnar Þór Ingólfsson sem forseta.

Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ.
Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ.
Auglýsing

Alls sögð­ust 49,4 pró­sent aðspurðra í nýrri könnun Gallup, sem fram­kvæmd var dag­ana 4. til 15. ágúst, að þeir treystu Drífu Snæ­dal best til að leiða Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) næstu tvö árin. Á meðan að á könn­un­inni stóð, nánar til­tekið 10. ágúst, sagði Drífa af sér sem for­seti ASÍ og bar fyrir sig óbæri­leg átök innan sam­bands­ins, sér­stak­lega við for­svars­menn stærstu stétt­ar­fé­laga lands­ins, VR og Efl­ing­ar.

Greint er frá nið­ur­stöðu könn­un­ar­innar á for­síðu Frétta­blaðs­ins í dag en Kjarn­inn sagði frá því sama dag og Drífa sagði af sér að slík könnun stæði yfir. Í henni var spurt hverjum svar­endur treystu best til að leiða ASÍ næstu tvö árin, en kosið verður um for­seta sam­bands­ins á þingi ASÍ í októ­ber. 

Val­­kost­irnir sem boðið var upp á voru fimm: Drífa Snædal, Sól­­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­­maður Efl­ing­­ar, Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­maður VR, Vil­hjálmur Birg­is­­son, for­­maður Starfs­­greina­­sam­­bands­ins og Krist­ján Þórður Snæ­­björns­­son, for­­maður fram­­kvæmda­­stjórnar Raf­­iðn­­að­­ar­­sam­­bands Íslands.

Mót­fram­bjóð­andi Sól­veigar Önnu á bak­við könn­un­ina

Á þeim tíma lá ekki fyrir hver hafði keypt spurn­ing­una og látið spyrja hana í spurn­inga­vagni Gallup. Í Frétta­blað­inu í dag kemur fram að það sé hópur sem kallar sig „áhuga­fólk um mál­efni verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. For­svars­maður hóps­ins er Ólöf Helga Adolfs­dótt­ir, rit­ari stjórnar Efl­ingar og fyrr­ver­andi vara­for­maður félags­ins, sem staðið hefur í miklum deilum við Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­mann Efl­ing­ar, og stuðn­ings­fólk hennar und­an­farin miss­eri. Þær leiddu sitt hvorn fram­boðs­list­ann í stjórn­ar­kjöri í Efl­ingu í febr­ú­ar, þar sem listi Sól­veigar Önnu bar sigur úr být­um. Hann fékk 52 pró­sent atkvæða á meðan að listi Ólafar Helgu fékk 37 pró­sent. 

Auglýsing
Haft er eftir Ólöfu Helgu í Frétta­blað­inu í dag að hóp­ur­inn sem hún til­heyrir hafi viljað sjá hver staðan væri nú hvað varðar traust til for­ystu ASÍ. „Mér per­sónu­lega finnst Drífa njóta mik­ils trausts og það er kannski eitt­hvað sem manni fannst ekki heyr­ast mikið í umfjöll­un­inn­i.“

Fáir treysta starf­andi for­seta

Eng­inn hefur til­kynnt um fram­boð til for­seta ASÍ sem stendur þótt Krist­ján Þórður Snæ­björns­son, starf­andi for­seti og for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands, hafi sagt að hann úti­loki það ekki. Í könn­un­inni sögð­ust 5,7 pró­sent aðspurðra treysta honum best til að leiða ASÍ næstu tvö árin. 

Sá sem fékk næst mestan stuðn­ing í það hlut­verk, á eftir Drífu, var Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, og einn þeirra sem Drífa hefur nefnt sem ástæðu þess að hún sagði af sér emb­ætti. Alls sögð­ust 20,9 pró­sent aðspurðra að þeir treystu Ragn­ari Þór best til að leiða ASÍ. Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Starfs­greina­sam­bands Íslands og for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, var nefndur af 17,9 pró­sent svar­enda og 6,1 pró­sent nefndi nafn Sól­veigar Önn­u. 

Sól­veig Anna gerir upp átökin í ASÍ um þessar mundir í grein­ar­flokki sem birt­ist á Kjarn­an­um. Hún hefur þegar birt tvær greinar af fjór­um. Þriðja grein hennar birt­ist á morg­un, laug­ar­dag.

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins segir að nán­ast engir kjós­endur Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi sagst treysta Sól­veigu Önnu. Hún hafi hins vegar notið meiri stuðn­ings á meðal kjós­enda Pírata, Sós­í­alista­flokks Íslands og Flokks fólks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent