Vinsælasta appið í Bandaríkjunum hjá átján ára og eldri er Facebook með 125,7 notendur í júnímánuði og í öðru sæti er Youtube með 98,9 notendur í júní. Facebook messenger er svo í þriðja sæti með 95,7 milljónir notenda. Það app sem kemur helst á óvart yfir þau 25 vinsælustu er Pandora Radio sem nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Það var með 74,2 milljónir notenda í júní, skammt á eftir Google Play, Google Search og Google Maps, og fyrir ofan Instagram og Gmail.
Listann í heild sinni, sem Quartz tók saman, má sjá hér að neðan.