Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, spyr að því á Twitter rétt í þessu hvort ríkisstjórn Íslands þori ekki „með sinn trausta þingmeirihluta“ að fara með Evrópusambandsmálin fyrir utanríkismálanefnd þingsins og svo Alþingi Íslendinga.
Þorir ríkisstjórnin ekki með sinn trausta þingmeirihluta að fara með ESB-málið fyrir Utanríkismálanefnd og Alþingi Íslendinga? #kjarkleysi
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) March 12, 2015
Eins og greint var frá í kvöld hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að tilkynna Evrópusambandinu að hún líti svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja um aðild að ESB. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ESB nú um stundir, bréf þess efnis á fundi þeirra í dag. Gunnar Bragi segir sjálfur á Facebook að ný stefna ríkisstjórnarinnar yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu. Hann svaraði ekki spurningu fréttamanns RÚV um það hvort ekki hefði átt að fara með málið í gegnum þingið.
Auglýsing