Þórólfur telur „fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur“ af þróuninni

„Það er klárt að virknin á bóluefnunum er ekki eins góð og maður hafði vonast til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 23 hafa greinst innanlands á tveimur vikum. Sautján þeirra voru fullbólusettir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Ástæðan fyrir því að við köllum til þessa fundar er sú að við erum að hefja nýjan kafla í bar­átt­unni við COVID-19,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir er hann hóf yfir­ferð sína á stöðu far­ald­urs­ins hér á landi á upp­lýs­inga­fundi í dag. Áður hafði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn boðið áhorf­endur vel­komna á fund­inn með ein­kenn­is­orðum sín­um: „Góðan og bless­aðan dag­inn.“ Þó að fæstir hafi lík­lega verið búnir að gleyma því hvernig Víðir heilsar á upp­lýs­inga­fundum almanna­varna og land­læknis er lík­legt að fæstir hafi búist við að heyra vina­lega kveðju hans aftur í bráð. Á slag­inu 11.03. Í beinni útsend­ingu. Mik­ill meiri­hluti lands­manna er full­bólu­sett­ur. Það er hásum­ar. Fólk er á ferð og flugi. Inn­an­lands sem erlend­is. Ekki hefur þótt til­efni til að halda upp­lýs­inga­fund í 49 daga eða frá því í lok maí.

En staðan er breytt. Enn einu sinni eru þeir mættir á skjá­inn, Þórólfur og Víð­ir. Að brýna fyrir fólki að gæta að sér. Jafn­vel þótt það sé bólu­sett. Óvissa rík­ir. Og þá er blásið til upp­lýs­inga­fund­ar.

Auglýsing

„Við höfum hafið nýja kafla áður,“ sagði Þórólfur og að við­eig­andi væri að á þessum tíma­punkti, þegar 17 manns hafa greinst inn­an­lands á þremur sól­ar­hring­um, að leggja mat á stöðu far­ald­urs­ins og lík­lega þróun hans næstu vik­ur. „Og hvort ástæða sé til ein­hverra aðgerða í ljósi upp­lýs­inga um fjölgun COVID-til­fella.“

Tíu greindust með veiruna inn­an­lands í gær, fimm voru utan sótt­kví­ar. Allt var fólkið bólu­sett. Því hafa sam­tals sautján greinst hér á landi á þremur sól­ar­hringum og mik­ill meiri­hluti bólu­sett­ur.

Frá aflétt­ingum til mögu­lega reglna ná ný

Þórólfur rifj­aði upp að fyrir tæpum mán­uði, eða þann 27, júní, var ákveðið að aflétta öllum tak­mörk­unum inn­an­lands. Slíkar opin­berar aðgerðir höfðu þá staðið óslitið frá því 13. mars í fyrra.

Fyrsta júlí var svo aflétt ýmsum tak­mörk­unum á landa­mærum og hætt að skima þá sem voru með vott­orð um bólu­setn­ingu og fyrri sýk­ingar sem og börn. Skimun á landa­mærum, með einum eða öðrum hætti, hafði þá staðið frá því 15. júní í fyrra.

„For­sendur fyrir þessum til­slök­unum voru einkum þær að mjög fá til­felli voru að grein­ast inn­an­lands þrátt fyrir til­slak­an­ir,“ sagði Þórólf­ur. Einnig hafði gengið mjög vel að bólu­setja þjóð­ina og um síð­ustu mán­aða­mót hafði rúm­lega helm­ingur hennar verið full­bólu­sett­ur. Reynslan hafði líka sýnt að smit hjá full­bólu­settum far­þegum var mjög lítið eða í kringum 0,03 pró­sent.

Einnig nefndi Þórólfur að nið­ur­stöður erlendra rann­sókna hefðu sýnt að bólu­setn­ing veitti um 50-60 pró­sent vörn gegn smiti af delta-af­brigð­inu og um 90 pró­sent gegn sjúkra­húsinn­lögn­um.

„Þannig var hægt að færa rök fyrir aflétt­ing­um. Að þær væru öruggar og tíma­bært að láta reyna á þetta svo­kall­aða hjarð­ó­næmi vegna bólu­setn­inga,“ sagði Þórólf­ur.

23 greinst inn­an­lands á tveimur vikum

„En hvernig hefur svo geng­ið?“ spurði Þórólf­ur.

Ef skoðuð er þróun síð­ustu daga þá hafi tals­verð aukn­ing orðið í smitum inn­an­lands sem í flestum til­vikum megi rekja til smita á landa­mær­unum eða til skemmti­staða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Frá 1. júlí hafa 23 greinst inn­an­lands. Tíu voru í sótt­kví við grein­ingu, sautján full­bólu­settir og þrír óbólu­sett­ir. Flest þess­ara smita eru af völdum delta-af­brigð­is­ins. Hinir smit­uðu eru á aldr­inum 20-50 ára. Þeir hafa að sögn Þór­ólfs verið með hefð­bundin COVID-ein­kenni, til­tölu­lega væg. Eng­inn hefur þurft á spít­ala­inn­lögn að halda.

Frá 1. júlí, eða á tveimur vik­um, hafa 40 manns greinst á landa­mær­un­um. Flest smit­anna eru af delta-af­brigð­inu, „sem þarf ekki að koma á óvart þar sem það er í miklum vexti erlend­is.“

Auglýsing

Þórólfur fór svo yfir sitt mat á stöð­unni.

„Við sjáum að smit eru að koma yfir landa­mærin með ferða­mönn­um, einkum bólu­sett­um. Við sjáum að smit með fólki sem er að koma virð­ist einkum dreifast inn­an­lands frá þeim sem eru hér með tengsla­net, Íslend­ing­um. Flest inn­an­lands­mitin eru hjá full­bólu­settum ein­stak­ling­um. Ég tel fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem við erum að sjá. Þó að ég sé ekki með til­lögur til ráð­herra um hertar aðgerðir inn­an­lands nú gæti sú staða komið upp fljót­lega fari ástandið versn­and­i.“

Ef grípa þurfi til aðgerða sagði Þórólfur að það yrðu þær sem við hefðum þegar góða reynslu af í far­aldr­inum hingað til.

„Að sjálf­sögðu bindum við vonir við að bólu­setn­ing muni skapa við­spyrnu gegn útbreiddum far­aldri,“ sagði hann og minnti á að um 70 pró­sent þjóð­ar­innar væri nú full­bólu­sett. Hins vegar væri áfram full ástæða til þess að hvetja alla til að við­hafa ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir til að hamla frek­ari útbreiðslu.

Góð en við­sjár­verð staða

Þá er það einnig til skoð­un­ar, „hjá mér alla vega“ að kanna leiðir til þess að lág­marka hætt­una á því að veiran ber­ist yfir landa­mær­in. Leiðir sem ekki yrðu of íþyngj­andi. Hann nefndi sem dæmi að krefja alla sem hingað koma, líka bólu­setta, að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi. Einnig væri hægt að hefja aftur skimun fólks frá ákveðnum áhættu­lönd­um. Hins vegar væri hér ekki til staðar bol­magn til að skima alla sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferða­manna of mik­ill.

„Þannig að þannig met ég stöðu okkar í heims­far­aldri, góða en við­sjár­verða,“ sagði Þórólfur og minnti enn og aftur á að „bar­átt­unni við COVID-19 er hvergi nærri lok­ið“. Veiran er enn útbreidd víða um heim. „Við þurfum að gæta vel að okkur og vera til­búin til að grípa til sótt­varna­að­gerða.“

Enn ætti eftir að koma í ljós hvort að hin útbreidda bólu­setn­ing hér á landi nái að vernda flesta og einkum við­kvæma, eins og von­ast sé til. „Það mun fram­tíðin bara skera úr um á næstu vikum og mán­uð­u­m.“

Á meðan bólu­setn­ingar eru ekki útbreidd­ari í heim­inum en raun ber vitni megi áfram búast við nýjum afbrigðum veirunn­ar. Því þurfi fólk að lifa með sótt­varna­að­gerðum næstu mán­uði og hugs­an­lega leng­ur, „kannski í ár, ég veit það það ekki. Þetta er hvergi nærri búið þótt margir virð­ist líta svo á“.

Lítil áhætta og þó

Spurður hvort staðan sem upp er komin komi á óvart benti Þórólfur á að eng­inn hefði reynsl­una til að styðj­ast við, á því hver áhættan sé í mjög bólu­settu sam­fé­lagi. Aðeins við Íslend­ingar hefðum nú hana. „Áhættan er í pró­sentum mjög lág en það þarf ekki nema nokkra ein­stak­linga til að setja þetta af stað.“

Hann sagði að það sem hann væri hræddastur um „er að ef veiran verður mjög útbreidd og bólu­setn­ing ætlar ekki að halda mjög vel getur hún borist inn í við­kvæma hópa sem hafa jafn­vel svarað bólu­setn­ingu ver en aðrir eða illa.“

En fyrst tíðnin á sjúkra­húsinn­lögnum er lág, hvers vegna er ekki hægt að leyfa far­aldr­inum að eiga sinn gang, var spurt.

„Ég minni á það að þetta er nákvæm­lega sama umræðan og við áttum þegar þriðja bylgjan byrj­að­i,“ sagði Þórólf­ur. Þá hafi aðgerðir verið gagn­rýndar þar sem veiran væri væg­ari og sjúkra­húsinn­lagnir ekki algeng­ar. „Svo skall þetta yfir okkur einn, tveir og þrí­r.“ Ekki væri ástæða til að bíða þar til alvar­leg veik­indi fara að koma upp. „Það er það sem ég er að benda á.“

Virknin ekki eins góð og hann von­aði

Þórólfur sagði „klárt að virknin á bólu­efn­unum væri ekki eins góð og maður hefði von­ast til. Við erum að sjá það ger­ast að bólu­efni kemur ekki í veg fyrir smit þótt það komi í veg fyrir alvar­legar afleið­ing­ar. Við erum að upp­götva þetta jafn­óðum og ný vit­neskja kemur fram.“

Hann sagð­ist vel gera sér grein fyrir að það væri ekki „stemn­ing“ fyrir hert­ari aðgerðum í sam­fé­lag­inu. Það væri hins vegar ekki sitt hlut­verk að spá endi­lega í „stemn­ing­una“ heldur að hafa áhyggj­ur. Rétt væri að hans mati að staldra við.

Hann sagð­ist ekki vera að hvetja alla til að sitja heima. Engar reglur væru í gildi í sam­bandi við fjölda­tak­mark­an­ir. En fólk ætti að hugsa fyrir sig sjálft. Hvort það væri skyn­sam­legt að fara í mikið fjöl­menni eða á partí­staði niður í bæ. „Það er þetta sem ég er að reyna að brýna fyrir fólki. Og fólk á alveg að geta gert þetta án þess að það komi lög og reglur frá stjórn­völd­um.“

Spurður hvort of hratt hafi verið farið í aflétt­ingar síð­ustu vikur sagði hann alltaf hægt að vera vitur eftir á. Það sé hins vegar hans mat að miðað við stöð­una þá hafi það verið skyn­sam­legt. „Ég hefði viljað sjá okkur geta haft betri stjórn á landa­mær­un­um. Að við hefðum geta haldið áfram að skima eins og við gerð­um. Það var ekki hægt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent