Þórólfur veit af þreytunni – ekki þýði þó að „loka augum og eyrum“

Enn einn upplýsingafundurinn. 22.086 tilfellum eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist fyrir 22 mánuðum. Veiran er „sniðug og virðist alltaf ná að leika á okkur,“ segir landlæknir. „Áfram veginn,“ segir Víðir.

Þríeykið: Víðir, Þórólfur og Alma á upplýsingafundi dagsins.
Þríeykið: Víðir, Þórólfur og Alma á upplýsingafundi dagsins.
Auglýsing

„Þá erum við hér eina ferð­ina enn og veiran að trufla jóla­hald­ið, því mið­ur,“ sagði Alma Möller land­læknir á upp­lýs­inga­fundi sem hald­inn var í dag, á Þor­láks­messu. Þetta er fyrsti upp­lýs­inga­fund­ur­inn sem hald­inn er vegna heims­far­ald­urs­ins í 48 daga. Slíkur fundur var síð­ast hald­inn 5. nóv­em­ber. Þá höfðu liðið tæpir þrír mán­uðir á milli funda.

Þrí­eykið hefur þó engu gleymt. Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn heils­aði með sinni gleði­legu kveðju: „Góðan og bless­aðan dag­inn“. Hann lauk svo fund­inum einnig eins og svo aftur áður með því að stappa stál­inu í þjóð­ina við skjá­inn. Hvetja fólk til að passa upp á hvert annað og standa sam­an.

Auglýsing

Sam­staðan var tölu­vert rædd á fund­in­um. Og þreyt­an. Þreyta eftir langan óvissu­tíma. Þrí­eykið var þó sam­mála um að sam­staðan væri ekki að rofna. Enda þýddi ekk­ert, að sögn sótt­varna­lækn­is, að „loka augum og eyr­um“ við ástand­inu.

Fyrsta til­fellið af kór­ónu­veirunni var stað­fest hér á landi 28. febr­úar árið 2020. Síðan þá eru liðnir 22 mán­uðir og frá þeim tíma hafa 22.087 smit greinst. 37 hafa lát­ist á Íslandi vegna COVID-19.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Mynd: Almannavarnir

Í gær greindust 494 með kór­ónu­veiruna. Smitin voru lang­flest inn­an­lands en þó fjöl­mörg á landa­mær­unum eða 51. Níu liggja á sjúkra­húsi með COVID-19 þar af þrír á gjör­gæslu og eru þeir allir í önd­un­ar­vél.

„Við höfum áfram mestar áhyggjur af því að álagið á heil­brigð­is­kerfið verði of mikið því okkar hættu­mat bendir til að það geti orðið raun­in,“ sagði Víð­ir. Smitrakn­ing nái ekki að anna álagi í augna­blik­inu og einnig var á fund­inum nefnt að eitt for­gangs­at­riði væri að efla COVID-­göngu­deild­ina, m.a. með auk­inni sjálf­virkni og spurn­inga­listum til smit­aðra.

Hinn óút­reikn­an­legi far­aldur

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir minnti á, líkt og oft áður, að far­ald­ur­inn væri óút­reikn­an­legur og því þurfi stöðugt að aðlaga sótt­varna­að­gerðir í takti við það. „Síð­ast­liðið sumar heldum við að okkur væri að takast að vinna bug á veirunni með tveimur bólu­setn­ingum fyrir hvern ein­stak­ling. En það reynd­ist ekki vera raun­in.“

Delta-af­brigðið hafi reynst skæð­ara en þau fyrri og bólu­setn­ing dugar ekki til að halda smitum í skefj­um. Þá var gripið til þess að hefja örv­un­ar­bólu­setn­ingu. „Það virk­aði mjög vel og allt stefndi í að okkur myndi takast að hamla útbreiðslu veirunn­ar. Því miður var raunin önnur með til­komu nýs afbrigð­is, ómíkron, sem hefur komið með leift­ur­hraða inn á sjón­ar­sviðið með nýja eig­in­leika sem sett hafa fyrri áætl­anir í upp­nám.“ Sagði hann útlit fyrir að ómíkron nái að „taka yfir“ delta-af­brigðið á næstu dögum eða vik­um.

Smit­ast mun hraðar

Eig­in­leikar ómíkron fel­ast m.a. í smit­hæfn­inni sem er mun meiri en ann­arra afbrigða sem þýða að mun fleiri smit­ast á styttri tíma.

Þá er með­göngu­tími veirunnar styttri sem þýðir að tím­inn frá því að smit á sér stað og þar til ein­kenna koma fram er nú aðeins þrír dagar en var að minnsta kosti fjórir hvað delta varð­ar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

„Spurn­ingin er svo sú: Veldur ómíkron-af­brigðið öðru­vísi sjúk­dómi en fyrri afbrigði? Sjúk­dóms­ein­kennin eru svipuð en vís­bend­ingar eru uppi um að alvar­leg veik­indi séu fátíð­ari. Þetta er hins vegar ekki alveg ljóst.“ Nefndi hann í þessu sam­bandi að í Dan­mörku væru flestir sem greinst hafa með afbrigðið ungt, full­frískt og full­bólu­sett fólk. Staðan gæti orðið önnur ef það færi að grein­ast hjá við­kvæmum hóp­um. Milli 0,5 og 1 pró­sent þeirra sem greinst hafa með ómíkron í Dan­mörku hafa þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús.

Þórólfur sagði þetta í sjálfu sér ánægju­leg tíð­indi en að í ljósi mik­illar smit­hæfni afbrigð­is­ins gæti „nettóút­kom­an“ orðið sú að margir veik­ist hér alvar­lega á stuttum tíma. „Álag á spít­ala­kerfið getur þannig orðið mjög mikið með alvar­legum afleið­ing­um.“

En hver er þá vernd bólu­efn­anna gagn­vart ómíkron?

Rann­sóknir eru enn af skornum skammti. Ein dönsk og önnur bresk benda þó til að bólu­setn­ing með tveimur sprautum veiti „þokka­lega“ vernd gegn smiti og vægum ein­kenn­um. Vernd gegn alvar­legum veik­indum sé hins vegar ekki þekkt en að lík­indum sé hún meiri en vernd gegn smiti.

Verndin virð­ist hins vegar batna mikið eftir örv­un­ar­skammt, bæði varð­andi smit og vægum ein­kennum og sagð­ist Þórólfur telja að hún væri almennt meiri gegn alvar­legum veik­indum em smiti.

„Til að koma í veg fyrir neyð­ar­á­stand á sjúkra­húsum er nauð­syn­legt að ná tökum á þeirri upp­sveiflu sem við erum að sjá hvað varðar fjölda dag­legra smita. Við vitum ekki hversu margir munu veikj­ast alvar­lega á næst­unni og þurfa á inn­lögn að halda.“ Enn sem komið er hafi inn­lögnum ekki fjölgað en það kunni að breyt­ast á næst­unni ef þró­unin verður svipuð hér og í Dan­mörku. „Von­andi mun það þó ekki ger­ast og von­andi mun víð­tæk bólu­setn­ing koma í veg fyrir alvar­leg veik­ind­i.“

Bar­áttan verður að halda áfram

Þórólfur sagði að sam­staðan um aðgerð­irnar til að hefta útbreiðsl­una væri áfram lyk­il­at­riði. „Það er hins vegar ljóst að mikil þreyta og upp­gjöf er komin í nán­ast alla í sam­fé­lag­inu gagn­vart COVID-19. En við við megum ekki láta það láta draga úr okkur þrek og þor. Við verðum að halda bar­átt­unni áfram því ann­ars munum við sjá víð­tækar heilsu­fars­legar afleið­ing­ar.“

Álagið á Land­spít­ala hefur verið mikið um langt skeið, sagði Alma. Allar legu­deildir væru full­ar, fyrir utan smit­sjúk­dóma­deild­ina, og vel það. Þá væri mikið álag á gjör­gæslu og „staðan á bráða­mót­töku hefur verið óásætt­an­leg til lengri tíma“.

Til ýmissa ráða hafi verið gripið til að reyna að létta álagið en engu að síður væri staðan á spít­al­anum þung. „Þess vegna höfum við áhyggjur af þess­ari stóru bylgju ómíkron-smita og ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda inn­lagna.“

Land­læknir biðl­aði til fólks að fylgja áfram öllum reglum og ein­stak­lings­bundnum sótt­vörnum eins og að nota grímur sem væri sér­lega mik­il­vægt nú þegar glímt væri við svo smit­andi afbrigði.

Þórólfur sagði að smitin í gær og síð­ustu daga ekki hægt að rekja til sér­stakra við­burða. Fólk hefði verið mikið á ferð­inni og „smit hefðu getað orðið hvar sem er.“

Hrað­próf gefa frekar falska jákvæða nið­ur­stöðu

Spurður hvort að hrað­próf væru að reyn­ast óáreið­an­legri en talið var sagð­ist Þórólfur hafa fengið fréttir af vanda­málum þar að lút­andi. Hann hefði ekki gögn um þá sem greinst hefðu nei­kvæðir á hrað­prófi en svo jákvæðir á PCR-­prófi. „En við erum hins vegar með upp­lýs­ingar um að þeir sem hafa greinst jákvæðir á hrað­grein­ing­ar­prófum og síðan nei­kvæðir á PCR-­prófi. Hátt í helm­ing­ur­inn sem hafa greinst jákvæðir á hrað­prófi hefur svo í raun­inni reynst nei­kvæð­ur.“ Sagði hann mjög mik­il­vægt að treysta ekki um of á hrað­grein­in­ar­próf­in. Þeir sem finni ein­kenni eigi að fara í PCR-­próf. Alma sagði Dani hafa áhyggjur af blöndun kyn­slóða yfir hátíð­arn­ar. Þessu ætti að taka alvar­lega og hvatti hún alla til að gæta sér­stak­lega að sér.

Auglýsing

„Við höfum allan tím­ann verið að binda vonir við að eitt­hvað nýtt sé að koma sem muni binda enda á þetta fár sem við erum í,“ sagði Þórólf­ur, spurður hvort að hyllti undir enda­lok alvar­leika far­ald­urs­ins með væg­ara afbrigði. „Það er allt í lagi að binda vonir en megum ekki halda að það verði þannig. Nákvæm­lega eins og í sumar þegar við héldum að þetta væri að klár­ast með bólu­setn­ing­um. Við þurfum að vera undir það búin eftir sem áður að upp komi nýtt afbrigði sem jafn­vel veldur alvar­legri sjúk­dómi. Hvort að það sé lík­legt eða ólík­legt, menn geta fabúlerað um það fram og til bak­a.“

Veiran sniðug

Spurður hvort það væru ekki von­brigði hversu far­ald­ur­inn hefði dreg­ist á lang­inn sagði hann þau vissu­lega vera til staðar en að það þýði ekki „að loka aug­unum og segja að nú sé lið­inn svo langur tími og að nú eigi þetta bara að vera í lagi. Við þurfum að skoða þetta með til­liti til þeirrar veiru sem er í gangi og aðlaga okkar aðgerðir að því.“

Alma Möller landlæknir. Mynd: Lögreglan

Alma bætti við að „þessi veira“ væri ein­fald­lega mikil von­brigði, „hvað hún er sniðug og tekst að leika á okkur þótt að við séum sífellt að reyna að vera skrefi á und­an“.

Þórólfur sagð­ist aldrei hafa sagt hvenær far­aldr­inum myndi ljúka, aðeins hvernig útlitið væri á hverjum tíma. „En ég hef alltaf sagt að við þurfum að vera undir það búin að eitt­hvað nýtt komi fram.“

Land­læknir minnti á að á hverjum tíma væru ákvarð­anir teknar út frá þeirri þekk­ingu sem liggi fyr­ir.

„Mark­miðin okkar eru áfram þau söm­u,“ sagði Víðir undir lok fund­ar­ins. „Við ætlum að tempra hann, draga úr smitum og verja heil­brigð­is­kerf­ið. Við ætlum að halda áfram að verja við­kvæma hópa. Við ætlum áfram að leita leiða til að berj­ast við veiruna á landa­mær­unum og hefta sam­fé­lags­legt smit með það að mark­miði að geta lifað hér í sem opn­ustu og frjáls­ustu sam­fé­lagi og á sama tíma haldið uppi ásætt­an­legu örygg­is­stigi.

Áfram veg­inn – það er ekk­ert annað í boði. Og ég held að við séum til­búin í það öll. Setjum undir okkur haus­inn. Stöndum sam­an. Við kunnum þetta, við getum gert þetta. Passið vel upp á hvert annað og sýnið hvert öðru kær­leika á öllum svið­um.

Gleði­lega hátíð.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent