Þorsteinn Már í yfirlýsingu: „Svona stundum við hjá Samherja einfaldlega ekki viðskipti“

Fjöldi skjala sem Samherji hefur lagt fram vegna málarekstursins í Namibíu var birtur í vefgátt namibískra dómstóla í dag. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og fleiri varpa allri ábyrgð á meintu ólögmætu athæfi á Jóhannes Stefánsson uppljóstrara.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Auglýsing

Í dag hefur verið gerður opin­ber mik­ill fjöldi skjala sem Sam­herji og starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa lagt fram til yfir­valda í Namibíu vegna mála­rekst­urs­ins sem teng­ist starf­semi Sam­herja þar í landi. Á meðal gagna er eið­svarin yfir­lýs­ing frá Þor­steini Má Bald­vins­syni for­stjóra Sam­herja, þar sem hann neitar allri aðkomu að nokk­urs­konar spill­ing­ar­málum eða ólög­mætum gjörn­ingum í Namibíu eða í tengslum við Namib­íu.

Í yfir­lýs­ingu for­stjór­ans, sem lesa má í heild sinni hér, segir að ef Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfs­maður Sam­herja sem svo gerð­ist upp­ljóst­ari, hafi tekið þátt í ein­hverju ólög­legu athæfi hafi hann „sann­ar­lega aldrei látið mig vita af því“.

Þor­steinn Már hafnar því sömu­leiðis að hafa átt þátt í að, eða verið „aðal­arki­tekt­inn“ að, við­skipta­samn­ingum við Fischor og Nam­gom­ar. Jóhannes Stef­áns­son hafi gert þessa samn­inga og ef eitt­hvað ólög­mætt hafi falist í þeim, sé það „Hr. Stef­áns­son einn, og eng­inn ann­ar, allra síst ég, sem tók þátt í því.“

Auglýsing

Yfir­lýs­ing Þor­steins Más var und­ir­rituð í við­ur­vist full­trúa sýslu­manns á Egils­stöðum 27. maí, en Þor­steinn Már var staddur á Aust­ur­landi þann dag til þess að vera við­stadd­ur, sem stjórn­ar­for­mað­ur, er við­skipti með hluta­bréf í Síld­ar­vinnsl­unni í Nes­kaups­stað hófust með við­höfn.

Þor­steinn Már seg­ist hafa verið grun­laus

Í yfir­lýs­ingu hans segir að Jóhannes Stef­áns­son hafi allt frá því hann var ráð­inn og þar til hann var lát­inn fara í des­em­ber árið 2016, stjórnað starf­semi Sam­herja í Namibíu sjálf­stætt. Þor­steinn Már seg­ist ekki hafa verið með eft­ir­lit með hon­um, né heldur veitt honum leið­bein­ing­ar. „Hefði hann unnið undir beinni stjórn minni, þá hefði hann verið rek­inn fyrir löng­u,“ segir Þor­steinn Már í yfir­lýs­ingu sinni.

Hann neitar því að hann sjálfur hafi verið flæktur í, vitað af, eða svo mikið sem grunað að Jóhannes Stef­áns­son væri flæktur í „spillta samn­inga eða væri að flækja ein­hver namibísku fyr­ir­tækj­anna í spillta samn­inga á meðan hann var í starfi fyrir Sam­herj­a­sam­stæð­una.“

„Ég vissi sann­ar­lega ekki af né heldur sam­þykkti ég neina af hans meintu spilltu samn­ing­um. Svona stundum við hjá Sam­herja ein­fald­lega ekki við­skipt­i,“ segir for­stjór­inn.

Fjallar um Seðla­banka­málið

Í yfir­lýs­ingu sinni rekur Þor­steinn Már einnig gang hins svo­kallað Seðla­banka­máls, sem hófst með hús­leit Seðla­bank­ans hjá Sam­herja í mars árið 2012. Hann segir það mál hafa reynt gríð­ar­lega á æðstu stjórn­endur Sam­herja, þar með talið sig sjálf­an.

Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck.

Hann færir rök fyrir því að Seðla­banka­málið hafi verið þannig vaxið að í reynd hefði það verið ómögu­legt fyrir hann að vera eitt­hvað inni í rekstr­inum í Namib­íu, eða eins og hann lýsir sjálf­ur: „Það hefði ein­fald­lega ekki verið neinn tími, bjarg­ráð eða orka hjá mér til þess að djúpt inn­vinkl­aður í fjar­læga, litla og fremur ómerki­lega starf­semi hinumegin á plánet­unn­i,“ skrifar Þor­steinn Már.

Ingvar hafi ekki þurft leyfi for­stjóra til að greiða kostnað

Þor­steinn Már segir einnig í yfir­lýs­ing­unni að Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja á Kýp­ur, eða að minnsta kosti fjár­mála­deildin „hans“, hafi ekki þurft sér­stakt leyfi frá sér til þess að fram­kvæma greiðslur vegna rekstr­ar­kostn­að­ar, eins og Jóhannes Stef­áns­son hafi gefið í skyn. Raunin sé sú að Jóhannes sjálfur hafi stýrt greiðslum á kostn­aði vegna starf­sem­innar í Namib­íu.

Ítar­leg yfir­lýs­ing Ingv­ars

Ingvar hefur sjálfur lagt fram 108 blað­síðna langa eið­svarna yfir­lýs­ingu, þar sem hann sver af sér sakir í mál­inu. Undir þá yfir­lýs­ingu tekur Egill Helgi Árna­son, sem namibísk yfir­völd vilja einnig ákæra í mál­inu ásamt Aðal­steini Helga­syni, fyrr­ver­andi starfs­manni Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem kom að rekstri dótt­ur­fé­laga í Namibíu á árum áður.

Íslensk yfir­völd hafa hafnað fram­sals­beiðnum frá Namibíu vegna þeirra þriggja og því hefur ekki tek­ist að birta Íslend­ing­unum þremur ákæru með form­legum hætti. Ingvar gerir athuga­semd við vinnu­brögð sak­sókn­ar­ans í Namibíu hvað fram­sals­mál varðar í yfir­lýs­ingu sinni og segir hana hafa látið undir höfuð leggj­ast að láta dóm­stól­inn í Wind­hoek vita af því að nei­kvætt svar hefði borist um fram­sal frá Íslandi strax í febr­ú­ar.

Hin ítar­lega yfir­lýs­ing Ingv­ars, sem und­ir­rituð var í sendi­ráði Íslands í Brus­sel í Belgíu 28. maí, inni­heldur svör við mörgum efn­is­at­riðum sem koma fram í eið­svar­inni yfir­lýs­ingu Jóhann­esar Stef­áns­sonar og sömu­leiðis yfir­lýs­ingu Mörthu Imalwa, sak­sókn­ara ákæru­valds­ins í Namib­íu.

Ingvar kemur því ítrekað að, að ef eitt­hvað ólög­legt athæfi hafi átt sér stað í rekstri dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namib­íu, þá hafi það verið að á ábyrgð Jóhann­esar eins. Hann kallar Jóhannes „stjörnu­vitni“ ákæru­valds­ins í mál­inu og segir að án vitn­is­burðar hans sé mál namibískra yfir­valda á hendur sér og öðrum erlendum sak­born­ingum algjör­lega hald­laust.

Full­yrðir að Jóhannes muni ekki koma til Namibíu

Ingvar full­yrðir sömu­leiðis í yfir­lýs­ingu sinni að Jóhannes Stef­áns­son muni ekki koma til Namibíu til þess að bera vitni í mál­inu — en ef hann myndi koma, kæmi einnig koma í ljós við gagn­leiðslur fyrir dómi að fram­burður hans héldi ekki vatni.

Ástæðan fyrir því að Ingvar telur að Jóhannes fari ekki suður til Namibíu til þess að bera vitni er sam­kvæmt honum sú að hvorki sak­sókn­ar­inn né Jóhannes sjálfur hafi sagt að hann ætli að sér að koma og bera vitni, né heldur hafi sak­sókn­ar­inn og Jóhannes sagt að hann njóti ein­hverrar frið­helgi í land­inu.

Samherjamenn segja Jóhannes Stefánsson hafa starfað sjálfstætt í Namibíu. Mynd: Skjáskot/RÚV

Jóhannes „veit að ef hann kemur til Namibíu verður hann hand­tek­inn og mun ekki losna gegn trygg­ing­u,“ segir í yfir­lýs­ingu Ingv­ars, sem segir einnig að Jóhannes viti að hans bíði langur tími í fang­elsi í Namibíu fyrir þá glæpi sem hann hafi ját­að.

Ingvar segir að ef það hins vegar fari svo að sak­sókn­ar­inn bjóði Jóhann­esi frið­helgi, muni sú sama frið­helgi falla úr gildi ef Jóhannes beri vitni. Ef Jóhannes segi sann­leik­ann, muni erlendu sak­born­ing­arnir í mál­inu, Íslend­ing­arn­ir, ekki verða dæmdir fyrir nein meint brot. „Ef hann heldur áfram með núver­andi lygar, verður það sannað við gagn­leiðslu að hann hefur ekki sagt sann­leik­ann og hann verður sak­sótt­ur,“ segir Ingv­ar.

„Það verður ekki hægt að koma í veg fyrir að ég beri vitni“

Stundin sagði á dög­unum frá því, sem fram kemur í sam­skipta­gögnum innan úr Sam­herja sem Kjarn­inn hefur einnig undir hönd­um, að hin svo­kall­aða „skæru­liða­deild“ fyr­ir­tæk­is­ins hafilagt á ráðin um að koma í veg fyrir að Jóhannes færi til Namib­íu.

Í sam­skiptum á milli starfs­manna Sam­herja snemma í apr­íl­mán­uði kom fram að til skoð­unar væri að kæra Jóhannes fyrir mein­tan þjófnað frá fisk­búðum í Namib­íu, undir þeim for­merkjum að ef Jóhann­esi yrði talin trú um að þar með héldi ekki samn­ingur hans við namibísk stjórn­völd myndi hann pott­þétt ekki mæta í rétt­ar­sal. Um þetta voru þau Arna McClure lög­maður og Páll Stein­gríms­son sam­mála og sagði Páll hafa talað við Þor­stein Má um kæru á hendur Jóhann­esi.

Í sam­tali við Stund­ina sagð­ist Jóhannes sjálfur ætla sér að bera vitni.

„Það verður ekki hægt að koma í veg fyrir að ég beri vitn­i,“ sagði Jóhannes Stef­áns­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent