Þýskir bílaframleiðendur, þar á meðal Audi, BMW og Mercedes (Daimler), eru að ganga frá kaupum kortahugbúnað frá Nokia fyrir 2,8 milljarða evra, eða sem nemur ríflega 400 milljörðum króna. Dieter Zeitsche, stjórnarformaður Daimler, segir að góðar stafrænar kortalausnir verði lykilatriði þegar kemur að samkeppnishæfni í bílum framtíðarinnar, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
Búnaðurinn, sem heitir Here, þykir hentugur til framþróunar fyrir framtíðaráskoranir í bílaheiminum. Margt bendir til þess að næstu tíu ár verði tími mestu breytinga sem bílaiðnaðurinn hefur gengið í gegnum undanfarin 50 ár og munar þar mest um þróun á sjálfakandi bílum. Í þeim verður áreiðanlegur kortahugbúnaður afar mikilvægur. Hugbúnaðarfyrirtækið Google hefur kostað til miklum fjárhæðum til þróunar á sjálfakandi rafmagnsbílum og eru tveir prufbílar á vegum fyrirtækisins nú akandi um í almennri umferð í Kaliforníu.
Nokia sells Here maps unit to Audi, BMW, and Mercedes for $3 billion http://t.co/CPFqz7CbV2 pic.twitter.com/j3fAnydPxg
Auglýsing
— The Verge (@verge) August 3, 2015