Tíu fulltrúar fyrir rúmlega hundrað þúsund manns

9552843473_36d9f64fed_o.jpg
Auglýsing

Und­an­farnar vikur hafa borist fregnir af því að ungt fram­sókn­ar­fólk hafi sagt sig úr ­flokknum vegna umræð­unnar um mosku í Soga­mýri, sem komst í hámæli fyrir sveit­ar­stjórn­ar­­kosn­ing­arnar í maí. Skemmst er að ­minn­ast harð­orðrar álykt­unar Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga, þar sem ung­liða­hreyf­ing flokks­ins lýsti yfir full­komnu van­trausti á ­Svein­björgu Birnu Svein­björns­dótt­ur, odd­vita flokks­ins í Reykja­vík.

Ung­liða­hreyf­ingar gam­al­grónu stjórn­mála­afl­anna hafa yfir­leitt verið rót­tækar og hafa oft gagn­rýnt flokks­­for­yst­una eða talað fyrir málum sem ekki hafa kom­ist á dag­skrá henn­ar. Í því sam­hengi má til dæmis nefna sölu áfengis í mat­vöru­búð­um, sem ungir sjálf­stæð­is­menn hafa barist fyrir að verði leyfð í mörg ár án þess að flokk­ur­inn, sem hefur setið á valda­stóli meira eða minna síð­ustu ára­tugi, aðhaf­ist nokk­uð.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/25[/em­bed]

Auglýsing

Reglu­lega koma upp mál þar sem ung­liða­hreyf­ingar flokk­anna sjá sig knúnar til að gagn­rýna flokks­for­yst­una opin­ber­lega. Ungum Vinstri grænum gramd­ist það til dæmis mjög að Ísland sækti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á meðan flokk­ur­inn var í rík­is­stjórn og viðr­uðu þá afstöðu sína ítrek­að. Nýlega gagn­rýndu Ungir jafn­að­ar­menn for­mann Sam­fylk­ing­ar­innar fyrir ummæli sín um þjóð­kirkj­una og þegar Davíð Odds­son tal­aði fyrir fjöl­miðla­frum­varp­inu árið 2004 voru ung­liða­hreyf­ingar Sjálf­stæð­is­flokks­ins mót­fallnar grund­vall­ar­at­riðum aðgerð­anna sem ráð­ast átti í gegn fjöl­miðlum Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar.

En kann að vera að ungt fólk hafi ekki þau áhrif sem það ætti að hafa í krafti fjölda síns? Ætti rúm­lega ­fimmt­ungur fólks á kjör­skrá ekki að eiga sína full­trúa á þingi?

Árni Helga­son, lög­maður og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, rit­aði áhuga­verðan pistil í Kjarn­ann í síð­ustu viku. Þar bendir hann á að ekki séu margir þing­menn á Alþingi undir fer­tugu; það sé af sem áður var þegar helstu stjórn­mála­leið­togar á Íslandi voru komnir í valda­stöður áður en þeir urðu hálf­fertug­ir. „Í Sjálf­stæð­is­flokknum í dag er einn þing­maður undir fer­tugu, í Sam­­fylk­ing­unni er yngsti þing­mað­ur­inn 39 ára og í Vinstri grænum er for­maður flokks­ins í leið­inni lang­yngsti þing­mað­ur­inn, 38 ára, og eini þing­maður flokks­ins sem er yngri en 45 ára,“ skrif­aði Árni og spyr hvernig það standi á því að heil kyn­slóð sé nán­ast ekki með.

Kjarn­inn tók saman með­al­aldur þing­heims, bæði í sögu­legu ljósi og miðað við önnur þjóð­þing á Norð­ur­lönd­um. Lestu Kjarn­ann hér.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None