Tíu fulltrúar fyrir rúmlega hundrað þúsund manns

9552843473_36d9f64fed_o.jpg
Auglýsing

Und­an­farnar vikur hafa borist fregnir af því að ungt fram­sókn­ar­fólk hafi sagt sig úr ­flokknum vegna umræð­unnar um mosku í Soga­mýri, sem komst í hámæli fyrir sveit­ar­stjórn­ar­­kosn­ing­arnar í maí. Skemmst er að ­minn­ast harð­orðrar álykt­unar Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga, þar sem ung­liða­hreyf­ing flokks­ins lýsti yfir full­komnu van­trausti á ­Svein­björgu Birnu Svein­björns­dótt­ur, odd­vita flokks­ins í Reykja­vík.

Ung­liða­hreyf­ingar gam­al­grónu stjórn­mála­afl­anna hafa yfir­leitt verið rót­tækar og hafa oft gagn­rýnt flokks­­for­yst­una eða talað fyrir málum sem ekki hafa kom­ist á dag­skrá henn­ar. Í því sam­hengi má til dæmis nefna sölu áfengis í mat­vöru­búð­um, sem ungir sjálf­stæð­is­menn hafa barist fyrir að verði leyfð í mörg ár án þess að flokk­ur­inn, sem hefur setið á valda­stóli meira eða minna síð­ustu ára­tugi, aðhaf­ist nokk­uð.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/25[/em­bed]

Auglýsing

Reglu­lega koma upp mál þar sem ung­liða­hreyf­ingar flokk­anna sjá sig knúnar til að gagn­rýna flokks­for­yst­una opin­ber­lega. Ungum Vinstri grænum gramd­ist það til dæmis mjög að Ísland sækti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á meðan flokk­ur­inn var í rík­is­stjórn og viðr­uðu þá afstöðu sína ítrek­að. Nýlega gagn­rýndu Ungir jafn­að­ar­menn for­mann Sam­fylk­ing­ar­innar fyrir ummæli sín um þjóð­kirkj­una og þegar Davíð Odds­son tal­aði fyrir fjöl­miðla­frum­varp­inu árið 2004 voru ung­liða­hreyf­ingar Sjálf­stæð­is­flokks­ins mót­fallnar grund­vall­ar­at­riðum aðgerð­anna sem ráð­ast átti í gegn fjöl­miðlum Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar.

En kann að vera að ungt fólk hafi ekki þau áhrif sem það ætti að hafa í krafti fjölda síns? Ætti rúm­lega ­fimmt­ungur fólks á kjör­skrá ekki að eiga sína full­trúa á þingi?

Árni Helga­son, lög­maður og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, rit­aði áhuga­verðan pistil í Kjarn­ann í síð­ustu viku. Þar bendir hann á að ekki séu margir þing­menn á Alþingi undir fer­tugu; það sé af sem áður var þegar helstu stjórn­mála­leið­togar á Íslandi voru komnir í valda­stöður áður en þeir urðu hálf­fertug­ir. „Í Sjálf­stæð­is­flokknum í dag er einn þing­maður undir fer­tugu, í Sam­­fylk­ing­unni er yngsti þing­mað­ur­inn 39 ára og í Vinstri grænum er for­maður flokks­ins í leið­inni lang­yngsti þing­mað­ur­inn, 38 ára, og eini þing­maður flokks­ins sem er yngri en 45 ára,“ skrif­aði Árni og spyr hvernig það standi á því að heil kyn­slóð sé nán­ast ekki með.

Kjarn­inn tók saman með­al­aldur þing­heims, bæði í sögu­legu ljósi og miðað við önnur þjóð­þing á Norð­ur­lönd­um. Lestu Kjarn­ann hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None