Tíu fulltrúar fyrir rúmlega hundrað þúsund manns

9552843473_36d9f64fed_o.jpg
Auglýsing

Und­an­farnar vikur hafa borist fregnir af því að ungt fram­sókn­ar­fólk hafi sagt sig úr ­flokknum vegna umræð­unnar um mosku í Soga­mýri, sem komst í hámæli fyrir sveit­ar­stjórn­ar­­kosn­ing­arnar í maí. Skemmst er að ­minn­ast harð­orðrar álykt­unar Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga, þar sem ung­liða­hreyf­ing flokks­ins lýsti yfir full­komnu van­trausti á ­Svein­björgu Birnu Svein­björns­dótt­ur, odd­vita flokks­ins í Reykja­vík.

Ung­liða­hreyf­ingar gam­al­grónu stjórn­mála­afl­anna hafa yfir­leitt verið rót­tækar og hafa oft gagn­rýnt flokks­­for­yst­una eða talað fyrir málum sem ekki hafa kom­ist á dag­skrá henn­ar. Í því sam­hengi má til dæmis nefna sölu áfengis í mat­vöru­búð­um, sem ungir sjálf­stæð­is­menn hafa barist fyrir að verði leyfð í mörg ár án þess að flokk­ur­inn, sem hefur setið á valda­stóli meira eða minna síð­ustu ára­tugi, aðhaf­ist nokk­uð.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/25[/em­bed]

Auglýsing

Reglu­lega koma upp mál þar sem ung­liða­hreyf­ingar flokk­anna sjá sig knúnar til að gagn­rýna flokks­for­yst­una opin­ber­lega. Ungum Vinstri grænum gramd­ist það til dæmis mjög að Ísland sækti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á meðan flokk­ur­inn var í rík­is­stjórn og viðr­uðu þá afstöðu sína ítrek­að. Nýlega gagn­rýndu Ungir jafn­að­ar­menn for­mann Sam­fylk­ing­ar­innar fyrir ummæli sín um þjóð­kirkj­una og þegar Davíð Odds­son tal­aði fyrir fjöl­miðla­frum­varp­inu árið 2004 voru ung­liða­hreyf­ingar Sjálf­stæð­is­flokks­ins mót­fallnar grund­vall­ar­at­riðum aðgerð­anna sem ráð­ast átti í gegn fjöl­miðlum Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar.

En kann að vera að ungt fólk hafi ekki þau áhrif sem það ætti að hafa í krafti fjölda síns? Ætti rúm­lega ­fimmt­ungur fólks á kjör­skrá ekki að eiga sína full­trúa á þingi?

Árni Helga­son, lög­maður og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, rit­aði áhuga­verðan pistil í Kjarn­ann í síð­ustu viku. Þar bendir hann á að ekki séu margir þing­menn á Alþingi undir fer­tugu; það sé af sem áður var þegar helstu stjórn­mála­leið­togar á Íslandi voru komnir í valda­stöður áður en þeir urðu hálf­fertug­ir. „Í Sjálf­stæð­is­flokknum í dag er einn þing­maður undir fer­tugu, í Sam­­fylk­ing­unni er yngsti þing­mað­ur­inn 39 ára og í Vinstri grænum er for­maður flokks­ins í leið­inni lang­yngsti þing­mað­ur­inn, 38 ára, og eini þing­maður flokks­ins sem er yngri en 45 ára,“ skrif­aði Árni og spyr hvernig það standi á því að heil kyn­slóð sé nán­ast ekki með.

Kjarn­inn tók saman með­al­aldur þing­heims, bæði í sögu­legu ljósi og miðað við önnur þjóð­þing á Norð­ur­lönd­um. Lestu Kjarn­ann hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None