Tíu fyrirtæki valin úr hópi 150 í Startup Reykjavík

startup_reykjavik.jpg
Auglýsing

Tíu fyr­ir­tæki hafa verið valin til að taka þátt í Startup Reykja­vík við­skipta­hraðl­inum sem fram fer í fjórða sinn nú í sum­ar. Alls sóttu um 150 fyr­ir­tæki um að taka þátt en aðeins tíu fá tæki­færi til að njóta leið­sagnar reyndra frum­kvöðla og fjár­festa.

Startup Reykja­vík hlaut verð­laun fyrr í vik­unni sem besti við­skipta­hrað­all­inn á Norð­ur­löndum á Nor­dic Startup Awards sem veitt voru í Helsinki. Arion banki og frum­kvöðla­setrið Klak Innovit standa að verk­efn­inu líkt og und­an­farin ár.

Fyr­ir­tækin tíu sem fá að taka þátt í ár eru jafn mis­mun­andi og þau eru mörg. Eitt fyr­ir­tæki stefnir að því að rækta hágæða wasa­bi-­plönt­ur, annað ætlar að tengja bíla og snjall­síma, og svo er eitt sem ætla að brugga bjór úr íslenskum hrá­efn­um.

Auglýsing

Arion banki fjár­festir 2 millj­ónum króna fyrir 6 pró­sent hlutafé í öllum fyr­ir­tækj­unum sem valin hafa verið og fjár­magnar vinnu­smiðjur og alla aðstöðu fyr­ir­tækj­anna í sum­ar. „Fram­kvæmd við­skipta­hug­mynda veltur mest á því fólki sem við hana starfar og við hlökkum til að vinna með þeim í sumar og í fram­hald­in­u,“ segir Einar Gunnar Guð­munds­son, full­trúi Arion banka í verk­efn­inu. „Það að Startup Reykja­vík hafi verið val­inn við­skipta­hrað­all árs­ins á Norð­ur­lönd­unum nýlega setur svo jákvæðan þrýst­ing á okkur að halda áfram að efla frum­kvöðlaum­hverfið á Ísland­i.“

Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um Startup Reykja­vík í sumar og skoða hvert fyr­ir­tæki sér­stak­lega líkt og fyrir ári síðan. Hér að neðan má sjá yfir­lit yfir fyr­ir­tækin tíu sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Startup Reykja­vík.

Þátt­tak­endur í Startup Reykja­vík 2015Startup Reykjavík 2015 Aðstand­endur og þátt­tak­endur í Startup Reykja­vík 2014. Til­kynnt var á ráð­stefn­unni Startup Iceland hverjir fá tæki­færi í sum­ar. (Mynd: Hall­dóra Ólafs­dótt­ir)

Wasabi Iceland - Ætla að rækta hágæða wasabi á Íslandi með því að nýta hreint vatn og end­ur­nýj­an­lega orku.

Kvasir software - Munu nútíma­væða borð­spil þar sem sím­inn þinn er stjórn­tækið og sjón­varpið borð­spil­ið.

Farma - Tengir saman raf­ræn skil­ríki og raf­ræna lyf­seðla. Fólk getur keypt lyf á net­inu með öruggum hætti og fengið sent heim.

Vik­ing Cars - Vett­vangur til þess að deila bílnum sínum með öðrum með öruggum hætti - þetta er eins og Air­bnb fyrir bíla.

Spor í sand­inn - Munu byggja sjálf­bært vist­kerfi í hjarta borg­ar­innar sem býður upp á nýja upp­lifun í ferða­þjón­ustu.

Genki instru­ments – Eru að þróa nýstár­leg raf­tón­list­ar­hljóð­færi sem tengja má saman með áður óséðum hætti.

Three42 - Hug­bún­aður sem tekur við upp­lýs­ingum úr bílnum þínum og tengir beint við snjall­sím­ann.

Delphi - Nýta þekk­ingu fjöld­ans til þess að spá fyrir um til­tekna við­burði í fram­tíð­inni.

PuppIT - Þróa tækni til að taka upp myndefni í raun­tíma til þess að nýta fyrir kvik­mynd­ir, leiki, leik­hús og sýnd­ar­veru­leika.

Hún / Hann Brugg­hús - Stefna að því að búa til hágæða bjór úr íslenskum hrá­efn­um.


Upp­fært 29. maí kl 13:29.

Undir mynd með frétt­inni sagði að þar bæri að líta hóp­inn sem tekur þátt árið 2015. Rétt er að þetta er hóp­ur­inn síðan í fyrra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None