Tíu fyrirtæki valin úr hópi 150 í Startup Reykjavík

startup_reykjavik.jpg
Auglýsing

Tíu fyr­ir­tæki hafa verið valin til að taka þátt í Startup Reykja­vík við­skipta­hraðl­inum sem fram fer í fjórða sinn nú í sum­ar. Alls sóttu um 150 fyr­ir­tæki um að taka þátt en aðeins tíu fá tæki­færi til að njóta leið­sagnar reyndra frum­kvöðla og fjár­festa.

Startup Reykja­vík hlaut verð­laun fyrr í vik­unni sem besti við­skipta­hrað­all­inn á Norð­ur­löndum á Nor­dic Startup Awards sem veitt voru í Helsinki. Arion banki og frum­kvöðla­setrið Klak Innovit standa að verk­efn­inu líkt og und­an­farin ár.

Fyr­ir­tækin tíu sem fá að taka þátt í ár eru jafn mis­mun­andi og þau eru mörg. Eitt fyr­ir­tæki stefnir að því að rækta hágæða wasa­bi-­plönt­ur, annað ætlar að tengja bíla og snjall­síma, og svo er eitt sem ætla að brugga bjór úr íslenskum hrá­efn­um.

Auglýsing

Arion banki fjár­festir 2 millj­ónum króna fyrir 6 pró­sent hlutafé í öllum fyr­ir­tækj­unum sem valin hafa verið og fjár­magnar vinnu­smiðjur og alla aðstöðu fyr­ir­tækj­anna í sum­ar. „Fram­kvæmd við­skipta­hug­mynda veltur mest á því fólki sem við hana starfar og við hlökkum til að vinna með þeim í sumar og í fram­hald­in­u,“ segir Einar Gunnar Guð­munds­son, full­trúi Arion banka í verk­efn­inu. „Það að Startup Reykja­vík hafi verið val­inn við­skipta­hrað­all árs­ins á Norð­ur­lönd­unum nýlega setur svo jákvæðan þrýst­ing á okkur að halda áfram að efla frum­kvöðlaum­hverfið á Ísland­i.“

Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um Startup Reykja­vík í sumar og skoða hvert fyr­ir­tæki sér­stak­lega líkt og fyrir ári síðan. Hér að neðan má sjá yfir­lit yfir fyr­ir­tækin tíu sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Startup Reykja­vík.

Þátt­tak­endur í Startup Reykja­vík 2015Startup Reykjavík 2015 Aðstand­endur og þátt­tak­endur í Startup Reykja­vík 2014. Til­kynnt var á ráð­stefn­unni Startup Iceland hverjir fá tæki­færi í sum­ar. (Mynd: Hall­dóra Ólafs­dótt­ir)

Wasabi Iceland - Ætla að rækta hágæða wasabi á Íslandi með því að nýta hreint vatn og end­ur­nýj­an­lega orku.

Kvasir software - Munu nútíma­væða borð­spil þar sem sím­inn þinn er stjórn­tækið og sjón­varpið borð­spil­ið.

Farma - Tengir saman raf­ræn skil­ríki og raf­ræna lyf­seðla. Fólk getur keypt lyf á net­inu með öruggum hætti og fengið sent heim.

Vik­ing Cars - Vett­vangur til þess að deila bílnum sínum með öðrum með öruggum hætti - þetta er eins og Air­bnb fyrir bíla.

Spor í sand­inn - Munu byggja sjálf­bært vist­kerfi í hjarta borg­ar­innar sem býður upp á nýja upp­lifun í ferða­þjón­ustu.

Genki instru­ments – Eru að þróa nýstár­leg raf­tón­list­ar­hljóð­færi sem tengja má saman með áður óséðum hætti.

Three42 - Hug­bún­aður sem tekur við upp­lýs­ingum úr bílnum þínum og tengir beint við snjall­sím­ann.

Delphi - Nýta þekk­ingu fjöld­ans til þess að spá fyrir um til­tekna við­burði í fram­tíð­inni.

PuppIT - Þróa tækni til að taka upp myndefni í raun­tíma til þess að nýta fyrir kvik­mynd­ir, leiki, leik­hús og sýnd­ar­veru­leika.

Hún / Hann Brugg­hús - Stefna að því að búa til hágæða bjór úr íslenskum hrá­efn­um.


Upp­fært 29. maí kl 13:29.

Undir mynd með frétt­inni sagði að þar bæri að líta hóp­inn sem tekur þátt árið 2015. Rétt er að þetta er hóp­ur­inn síðan í fyrra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA kalla eftir sértækum styrkjum til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Sema Erla Serdar
Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands
Kjarninn 23. september 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ekki bara eitthvað bras
Kjarninn 23. september 2020
Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Stjórnarformaður LIVE: Fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga réðu för
Stefán Sveinbjörnsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir í yfirlýsingu að sjaldan hafi einn fjárfestingarkostur verið rýndur jafn vel og þátttaka í hlutafjárútboði Icelandair. Áhættan verið metin of mikil, miðað við vænta ávöxtun.
Kjarninn 23. september 2020
Ríkustu tíu prósent landsmanna eiga tæplega þrjú þúsund milljarða í eigin fé
Frá lokum árs 2010 og út árið 2019 urðu til 3.612 milljarðar króna í nýju eigin fé á Íslandi. Af þeim fóru 1.577, eða 44 prósent, til þeirra tæplega 23 þúsund fjölskyldna sem mynda ríkustu tíu prósent landsmanna.
Kjarninn 23. september 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór lýsir yfir vantrausti á varaformann stjórnar LIVE
Formaður VR segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns stjórnar LIVE, til skoðunar og meta hana vanhæfa til starfa í stjórn lífeyrissjóðsins vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um útboð Icelandair Group.
Kjarninn 23. september 2020
Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð
Miðflokkurinn eykur mest við sig fylgi í nýrri könnun
Fylgi Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Miðflokksins og Sósíalistaflokksins eykst milli kannana MMR en fylgi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar, VG og Flokks fólksins minnkar.
Kjarninn 23. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fjármálaeftirlitið kannar ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á ákvarðanatöku lífeyrissjóða í kringum hlutafjárútboð Icelandair Group. Seðlabankastjóri segir óheppilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None