Tíu fyrirtæki valin úr hópi 150 í Startup Reykjavík

startup_reykjavik.jpg
Auglýsing

Tíu fyrirtæki hafa verið valin til að taka þátt í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum sem fram fer í fjórða sinn nú í sumar. Alls sóttu um 150 fyrirtæki um að taka þátt en aðeins tíu fá tækifæri til að njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla og fjárfesta.

Startup Reykjavík hlaut verðlaun fyrr í vikunni sem besti viðskiptahraðallinn á Norðurlöndum á Nordic Startup Awards sem veitt voru í Helsinki. Arion banki og frumkvöðlasetrið Klak Innovit standa að verkefninu líkt og undanfarin ár.

Fyrirtækin tíu sem fá að taka þátt í ár eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Eitt fyrirtæki stefnir að því að rækta hágæða wasabi-plöntur, annað ætlar að tengja bíla og snjallsíma, og svo er eitt sem ætla að brugga bjór úr íslenskum hráefnum.

Auglýsing

Arion banki fjárfestir 2 milljónum króna fyrir 6 prósent hlutafé í öllum fyrirtækjunum sem valin hafa verið og fjármagnar vinnusmiðjur og alla aðstöðu fyrirtækjanna í sumar. „Framkvæmd viðskiptahugmynda veltur mest á því fólki sem við hana starfar og við hlökkum til að vinna með þeim í sumar og í framhaldinu,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, fulltrúi Arion banka í verkefninu. „Það að Startup Reykjavík hafi verið valinn viðskiptahraðall ársins á Norðurlöndunum nýlega setur svo jákvæðan þrýsting á okkur að halda áfram að efla frumkvöðlaumhverfið á Íslandi.“

Kjarninn mun fjalla ítarlega um Startup Reykjavík í sumar og skoða hvert fyrirtæki sérstaklega líkt og fyrir ári síðan. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir fyrirtækin tíu samkvæmt fréttatilkynningu frá Startup Reykjavík.

Þátttakendur í Startup Reykjavík 2015


Startup Reykjavík 2015 Aðstandendur og þátttakendur í Startup Reykjavík 2014. Tilkynnt var á ráðstefnunni Startup Iceland hverjir fá tækifæri í sumar. (Mynd: Halldóra Ólafsdóttir)

Wasabi Iceland - Ætla að rækta hágæða wasabi á Íslandi með því að nýta hreint vatn og endurnýjanlega orku.

Kvasir software - Munu nútímavæða borðspil þar sem síminn þinn er stjórntækið og sjónvarpið borðspilið.

Farma - Tengir saman rafræn skilríki og rafræna lyfseðla. Fólk getur keypt lyf á netinu með öruggum hætti og fengið sent heim.

Viking Cars - Vettvangur til þess að deila bílnum sínum með öðrum með öruggum hætti - þetta er eins og Airbnb fyrir bíla.

Spor í sandinn - Munu byggja sjálfbært vistkerfi í hjarta borgarinnar sem býður upp á nýja upplifun í ferðaþjónustu.

Genki instruments – Eru að þróa nýstárleg raftónlistarhljóðfæri sem tengja má saman með áður óséðum hætti.

Three42 - Hugbúnaður sem tekur við upplýsingum úr bílnum þínum og tengir beint við snjallsímann.

Delphi - Nýta þekkingu fjöldans til þess að spá fyrir um tiltekna viðburði í framtíðinni.

PuppIT - Þróa tækni til að taka upp myndefni í rauntíma til þess að nýta fyrir kvikmyndir, leiki, leikhús og sýndarveruleika.

Hún / Hann Brugghús - Stefna að því að búa til hágæða bjór úr íslenskum hráefnum.


Uppfært 29. maí kl 13:29.
Undir mynd með fréttinni sagði að þar bæri að líta hópinn sem tekur þátt árið 2015. Rétt er að þetta er hópurinn síðan í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None