Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51918737-1.jpg
Auglýsing

Eins og svo oft áður hefur fjölmiðillinn Business Insider tekið saman lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag.


  1. Bardagamenn Íslamska ríkisins hafa lýst því yfir að þeir hafi náð fullum yfirráðum yfir írösku borginni Ramadi í gær. Þetta er stærsti sigur þeirra frá því síðasta sumar.

  2. Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans í Makedóníu í gær, í kjölfar þess að upptökur af honum voru gerðar opinberar. Af upptökunum má heyra að stjórnvöld virðist hafa stjórn á blaðamönnum, dómurum og fyrirkomulagi kosninga, að því er Reuters segir.

  3. Bandarísk hersveit drap háttsettan mann hjá Íslamska ríkinu í árás í austurhluta Sýrlands í nótt.

  4. Forseti Búrúndí, Pierre Nkurunziza, kom fram opinberlega í gær í fyrsta skipti eftir að reynt var að steypa honum af stóli í síðustu viku.

  5. Níu létust og fjöldi fólks særðist í skotárás á veitingastað í Texas í gær. Þrjú bifhjólagengi áttu hlut að máli.

  6. Háttsettur embættismaður í Íran segir að samtök olíuútflutningslanda, OPEC, muni líklega ekki ákveða að draga úr olíuframleiðslu á næsta fundi sínum í júní.

  7. Nígeríski herinn eyðilagði tíu búðir hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Sambisa-skóginum í gær.

  8. Þrýst er á kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, að birta lista yfir þær tölvur sem þýsk yfirvöld fylgdust með í samstarfi við NSA, þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna.

  9. Grikkir gátu staðið í skilum við lánardrottna sína í maí þrátt fyrir að hafa sagt fyrirfram að það myndu þeir ekki geta. Þeir borguðu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 750 milljónir evra, og hafa greint frá því að peningar hafi verið sóttir í varasjóði til þess.

  10. Víetnamar eru á móti banni sem Kínverjar vilja setja á allar fiskveiðar í Tonkin-flóa. Víetnamar segja bann Kínverja brjóta gegn réttindum þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None