Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51918737-1.jpg
Auglýsing

Eins og svo oft áður hefur fjöl­mið­ill­inn Business Insider tekið saman lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag.  1. Bar­daga­menn Íslamska rík­is­ins hafa lýst því yfir að þeir hafi náð fullum yfir­ráðum yfir írösku borg­inni Ramadi í gær. Þetta er stærsti sigur þeirra frá því síð­asta sum­ar.


  2. Þús­undir mót­mæl­enda komu saman fyrir utan skrif­stofur for­sæt­is­ráð­herr­ans í Makedóníu í gær, í kjöl­far þess að upp­tökur af honum voru gerðar opin­ber­ar. Af upp­tök­unum má heyra að stjórn­völd virð­ist hafa stjórn á blaða­mönn­um, dóm­urum og fyr­ir­komu­lagi kosn­inga, að því er Reuters seg­ir.


  3. Banda­rísk her­sveit drap hátt­settan mann hjá Íslamska rík­inu í árás í aust­ur­hluta Sýr­lands í nótt.


  4. For­seti Búrúndí, Pierre Nkur­unziza, kom fram opin­ber­lega í gær í fyrsta skipti eftir að reynt var að steypa honum af stóli í síð­ustu viku.


  5. Níu lét­ust og fjöldi fólks særð­ist í skotárás á veit­inga­stað í Texas í gær. Þrjú bif­hjóla­gengi áttu hlut að máli.


  6. Hátt­settur emb­ætt­is­maður í Íran segir að sam­tök olíu­út­flutn­ings­landa, OPEC, muni lík­lega ekki ákveða að draga úr olíu­fram­leiðslu á næsta fundi sínum í júní.


  7. Níger­íski her­inn eyði­lagði tíu búðir hryðju­verka­sam­tak­anna Boko Haram í Sam­bisa-­skóg­inum í gær.


  8. Þrýst er á kansl­ara Þýska­lands, Ang­elu Merkel, að birta lista yfir þær tölvur sem þýsk yfir­völd fylgd­ust með í sam­starfi við NSA, þjóðar­ör­ygg­is­stofnun Banda­ríkj­anna.


  9. Grikkir gátu staðið í skilum við lán­ar­drottna sína í maí þrátt fyrir að hafa sagt fyr­ir­fram að það myndu þeir ekki geta. Þeir borg­uðu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum 750 millj­ónir evra, og hafa greint frá því að pen­ingar hafi verið sóttir í vara­sjóði til þess.


  10. Víetna­mar eru á móti banni sem Kín­verjar vilja setja á allar fisk­veiðar í Tonkin-flóa. Víetna­mar segja bann Kín­verja brjóta gegn rétt­indum þeirra.


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None