Eins og lesendur Kjarnans eru farnir að þekkja, þá birtir Business Insider reglulega lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag.
- Rússar birtu svartan lista með nöfnum 89 stjórnmálamanna innan Evrópusambandsins, sem mega ekki koma til Rússlands. Þetta er gert í tengslum við viðskiptaþvinganir ESB vegna innlimunar Krímskaga í Rússland í fyrra.
- Stjórnvöld í Búrúndí sagði í gær að mögulegt væri að fresta væntanlegum þing- og forsetakosningum um að minnsta kosti einn og hálfan mánuð, vegna mótmæla sem hafa sprottið upp eftir að forsetinn Pierre Nkurunziza tilkynnti að hann sæktist eftir þriðja kjörtímabilinu í embætti.
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Úkraínu og býst nú við að hann verði neikvæður um níu prósent, aðallega vegna stríðsins í austurhluta landsins.
- Heimildir bandarískra stjórnvalda til að safna saman símagögnum í gegnum Patriot Act, föðurlandsvinalögin, runnu að stórum hluta út á miðnætti að bandarískum tíma. Öldungardeildarþingmönnum mistókst að ná samkomulagi um framhald heimildanna.
- Í dag tók gildi bann við reykingum í almannarýmum í Peking í Kína. Þeir sem kveikja sér í sígarettum á veitingastöðum, skrifstofum eða í almenningssamgöngum geta nú fengið sektir.
- Bandaríkin munu gefa Víetnam 18 milljónir dala til að kaupa eftirlitsbáta og styrkja sjóvarnir sínar. Þetta er gert eftir að Kínverjar hafa aukið umsvif sín á umdeildum svæðum í Suður-Kínahafi.
- Japanir hafa lagt til að haft verði eftirlit með svæðum í Suður-Kínahafi allan sólarhringinn, en mikil spenna er þar vegna áætlana Kínverja um að endurheimta svæði.
- Petro Poroshensko, forseti Úkraínu, útnefndi fyrrverandi forseta Georgíu, Mikheil Saakashvili, sem ríkisstjórna í Suður-Odessa héraði.
- Seðlabanki Evrópu heldur fund á miðvikudag, þar sem greinendur munu hlusta á það sem forsetinn Mario Draghi hefur að segja um ástandið í Grikklandi.
- Einn helsti sérfræðingur heimsins í Ebólu-vírusnum varar við því að annar faraldur muni brjótast út eftir tíu til tuttugu ár, nú þegar faraldurinn í Vestur-Afríku er að lognast út af.