Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51783193-1.jpg
Auglýsing

Eins og lesendur Kjarnans eru farnir að þekkja, þá birtir Business Insider reglulega lista yfir tíu mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag.


  1. Rússar birtu svartan lista með nöfnum 89 stjórnmálamanna innan Evrópusambandsins, sem mega ekki koma til Rússlands. Þetta er gert í tengslum við viðskiptaþvinganir ESB vegna innlimunar Krímskaga í Rússland í fyrra.

  2. Stjórnvöld í Búrúndí sagði í gær að mögulegt væri að fresta væntanlegum þing- og forsetakosningum um að minnsta kosti einn og hálfan mánuð, vegna mótmæla sem hafa sprottið upp eftir að forsetinn Pierre Nkurunziza tilkynnti að hann sæktist eftir þriðja kjörtímabilinu í embætti.

  3. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Úkraínu og býst nú við að hann verði neikvæður um níu prósent, aðallega vegna stríðsins í austurhluta landsins.

  4. Heimildir bandarískra stjórnvalda til að safna saman símagögnum í gegnum Patriot Act, föðurlandsvinalögin, runnu að stórum hluta út á miðnætti að bandarískum tíma. Öldungardeildarþingmönnum mistókst að ná samkomulagi um framhald heimildanna.

  5. Í dag tók gildi bann við reykingum í almannarýmum í Peking í Kína. Þeir sem kveikja sér í sígarettum á veitingastöðum, skrifstofum eða í almenningssamgöngum geta nú fengið sektir.

  6. Bandaríkin munu gefa Víetnam 18 milljónir dala til að kaupa eftirlitsbáta og styrkja sjóvarnir sínar. Þetta er gert eftir að Kínverjar hafa aukið umsvif sín á umdeildum svæðum í Suður-Kínahafi.

  7. Japanir hafa lagt til að haft verði eftirlit með svæðum í Suður-Kínahafi allan sólarhringinn, en mikil spenna er þar vegna áætlana Kínverja um að endurheimta svæði.

  8. Petro Poroshensko, forseti Úkraínu, útnefndi fyrrverandi forseta Georgíu, Mikheil Saakashvili, sem ríkisstjórna í Suður-Odessa héraði.

  9. Seðlabanki Evrópu heldur fund á miðvikudag, þar sem greinendur munu hlusta á það sem forsetinn Mario Draghi hefur að segja um ástandið í Grikklandi.

  10. Einn helsti sérfræðingur heimsins í Ebólu-vírusnum varar við því að annar faraldur muni brjótast út eftir tíu til tuttugu ár, nú þegar faraldurinn í Vestur-Afríku er að lognast út af.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None