Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51783193-1.jpg
Auglýsing

Eins og les­endur Kjarn­ans eru farnir að þekkja, þá birtir Business Insider reglu­lega lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag.  1. Rússar birtu svartan lista með nöfnum 89 stjórn­mála­manna innan Evr­ópu­sam­bands­ins, sem mega ekki koma til Rúss­lands. Þetta er gert í tengslum við við­skipta­þving­anir ESB vegna inn­limunar Krím­skaga í Rúss­land í fyrra.


  2. Stjórn­völd í Búrúndí sagði í gær að mögu­legt væri að fresta vænt­an­legum þing- og for­seta­kosn­ingum um að minnsta kosti einn og hálfan mán­uð, vegna mót­mæla sem hafa sprottið upp eftir að for­set­inn Pierre Nkur­unziza til­kynnti að hann sækt­ist eftir þriðja kjör­tíma­bil­inu í emb­ætti.


  3. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur lækkað hag­vaxt­ar­spá sína fyrir Úkra­ínu og býst nú við að hann verði nei­kvæður um níu pró­sent, aðal­lega vegna stríðs­ins í aust­ur­hluta lands­ins.


  4. Heim­ildir banda­rískra stjórn­valda til að safna saman síma­gögnum í gegnum Pat­riot Act, föð­ur­lands­vina­lög­in, runnu að stórum hluta út á mið­nætti að banda­rískum tíma. Öld­ung­ar­deild­ar­þing­mönnum mistókst að ná sam­komu­lagi um fram­hald heim­ild­anna.


  5. Í dag tók gildi bann við reyk­ingum í almanna­rýmum í Pek­ing í Kína. Þeir sem kveikja sér í sígar­ettum á veit­inga­stöð­um, skrif­stofum eða í almenn­ings­sam­göngum geta nú fengið sekt­ir.


  6. Banda­ríkin munu gefa Víetnam 18 millj­ónir dala til að kaupa eft­ir­lits­báta og styrkja sjó­varnir sín­ar. Þetta er gert eftir að Kín­verjar hafa aukið umsvif sín á umdeildum svæðum í Suð­ur­-Kína­hafi.


  7. Jap­anir hafa lagt til að haft verði eft­ir­lit með svæðum í Suð­ur­-Kína­hafi allan sól­ar­hring­inn, en mikil spenna er þar vegna áætl­ana Kín­verja um að end­ur­heimta svæði.


  8. Petro Poros­hensko, for­seti Úkra­ínu, útnefndi fyrr­ver­andi for­seta Georg­íu, Mik­heil Saakashvili, sem rík­is­stjórna í Suð­ur­-Odessa hér­aði.


  9. Seðla­banki Evr­ópu heldur fund á mið­viku­dag, þar sem grein­endur munu hlusta á það sem for­set­inn Mario Draghi hefur að segja um ástandið í Grikk­landi.


  10. Einn helsti sér­fræð­ingur heims­ins í Ebólu-vírusnum varar við því að annar far­aldur muni brjót­ast út eftir tíu til tutt­ugu ár, nú þegar far­ald­ur­inn í Vest­ur­-Afr­íku er að logn­ast út af.


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None