Japanski bílaframleiðandinn Toyota hagnaðist um 9,1 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 1.300 milljarða króna, á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem kynnt var í dag. Í uppgjörinu segir að markaðsaðstæður í Kína hafi versnað hratt og það sé ekki ástæða til þess að vera bjartsýnn á að hlutirnir ganga vel þar á næstu misserum.
Í frétt Reuters segir að kínverska hagkerfið sé nú að fara í gegnum mesta hægagang sem það hafi gengið í gegnum í 25 ár, enda hefur hagvaxtarskeiðið í landinu verið langt og hagvöxtur mælst á bilinu sjö til tíu prósent á ári undanfarin fimmtán ár.
Sala á bílum hefur verið dragast hratt saman í Kína en haldist stöðugri í Bandaríkjunum og Japan. Spár fyrirtækisins gera nú ráð fyrir að 8,95 milljónir Toyota bíla seljist á árinu.
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er nú sá framleiðandi sem hefur selt mest af nýjum bílum á árinu og er jafnframt sá sem framleiðir mest af bílum, og varahlutum í bíla. Samdráttur í Kína hefur komið illa við Volkswagen og minnkaði hagnaður fyrirtækisins um sextán prósent milli ára.
Volkswagen overtook Toyota as the car maker that sold the most cars in the world in the first half of 2015: http://t.co/Gq2crSW3Bd
— Wall Street Journal (@WSJ) August 3, 2015