Tvö íslensk nýsköpunarfyrirtæki í viðskiptahraðalinn Climate-KIC

klak_innovit.jpg
Auglýsing

Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin Arctus og Crowbar Prot­ein fengu inn­göngu í við­skipta­hrað­al­inn Clima­te-KIC á dög­un­um. Þrjú íslensk teymi tóku þátt í úrslitum Clima­teLaunchpad, stærstu hug­mynda­sam­keppni í tengslum við lofts­lags­mál í heim­in­um, í Amster­dam. Alls bár­ust 35 íslenskar hug­myndir í keppn­ina.

Fyr­ir­tækið Arctus hlaut annað sæti í hug­mynda­sam­keppn­inni. Jón Hjalta­lín Magn­ús­son fór fyrir Arctus í Amster­dam en fyr­ir­tækið er stofnað í kringum orku­nýt­ari og umhverf­is­vænni aðferð til að fram­leiða ál en hingað til hefur verið gert. Í til­kynn­ingu frá Klak Innovit segir að Arctus hafi hlotið 5.000 evrur í verð­launa­fé, and­virði um það bil 750.000 krón­um. Engin útblástur koltví­oxíðs fylgir fram­leiðslu­að­ferð­inni því kola­skaut eru ekki notuð eins og hefð­bundnum álver­um.

Þá varð Crowbar Prot­ein, fyr­ir­tæki Stef­áns Atla Thorods­sen og Búa Bjarmars Aðal­steins­son­ar, meðal tíu bestu hug­mynd­anna sem fá inn­göngu í Clima­te-KIC. Fyr­ir­tækið fram­leiðir mat­vörur úr skor­dýrum og hefur tekið þátt í hug­mynda­sam­keppnum hér Íslandi, bæði Gul­leg­inu og Startup Reykja­vík, með góðum árangri.

Auglýsing

Sig­ur­hug­mynd­in, Des­ertcontrol, kemur frá Nor­egi og gengur út á að búa til rækt­ar­land í sönd­ugum jörðum eins og eyði­merk­um. Hug­myndin stuðlar að því að halda nær­ing­ar­efnum planta og vatni í jarð­veg­in­um, eins og í nátt­úru­legu rækt­ar­landi. Des­ertcontrol hlaut 10.000 evrur í verð­launafé til að þróa hug­mynd sína áfram.

Þriðja íslenska fyr­ir­tækið sem kynnt var í sam­keppn­inni í Amster­dam var e1. Axel Rúnar Eyþórs­son fór fór fyrir því teymi, en þar er stefnt að því að búa til mark­aðs­torg fyrir eig­endur raf­bíla og eig­endur hleðslu­stöðva. Með appi í snjall­síma má svo finna hag­stæð­ustu lausu hleðslu­stöð­ina.

Nálægðin við nátt­úr­una hvetur til grænnar nýsköp­unar



stefan_thor_helgason Stefán Þór Helga­son

„Ég held að Íslend­ingar sjái betur tæki­færin í end­ur­nýj­an­legri orku því hún er allt í kringum okk­ur,“ segir Stefán Þór Helga­son, verk­efn­is­stjóri hjá Klak Innovit. Hann hélt utan um þátt­töku Íslands í keppn­inni í Amster­dam. „Af því að Íslend­ingar hafa í gegnum árin nýtt græna og hreina orku, með því að virkja fall­vötnin og nota jarð­hita, þá eru tæki­færin svo skýr fyrir framan okk­ur. Ísland er svo full­kom­inn stað­ur, bæði til þess að sjá mögu­leik­ana og til að gera til­raun­ir.“

Klak Innovit stendur nú fyrir tveimur við­skipta­hröðlum fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Það er Startup Reykja­vík og Startup Energy Reykja­vík sem fór af stað fyrir tæpum tveimur árum. Stefán Þór segir þau hjá Klak Innovit hafa áttað sig á áhuga Íslend­inga á nýsköpun í orku­geir­anum og ákveðið að setja sér­stakan við­skipta­hraðal í gang.

„Við byrj­uðum með Startup Reykja­vík sem gekk meira út á hug­bún­að,“ segir Stefán Þór. „Í kjöl­farið átt­uðum við okkur á að íslenskir frum­kvöðlar væru mjög orku­þenkj­andi og þá fór Startup Energy Reykja­vík af stað í sam­starfi við Lands­virkj­un, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Arion banka.“

Hann segir nýsköpun í orku­geir­anum sjálf­krafa hafa jákvæð umhverf­is­leg áhrif. „Sjálf­krafa þegar maður er að hugsa um orku­geiran á Íslandi, jarð­hit­ann, fall­vötnin og allt þetta, þá ertu að hugsa grænt. Þú ert að vinna með hug­myndir sem menga lítið eða ekk­ert og auka skil­virkni þeirra.“

Mik­il­vægur þáttur í lofts­lags­málum



Á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París í des­em­ber, COP 21, er mark­miðið að kom­ast að laga­lega bind­andi sam­komu­lagi allra þjóða heims um að minnka losun koltví­oxíðs út í and­rúms­loft­ið. Til þess að lofts­lags­mark­miðin verði að veru­leika er ljóst að gríð­ar­lega mik­illar fjár­fest­ingar er þörf í nýsköpun og þróun umhverf­is­vænnar tækni.

Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, gerði þetta til dæmis að umræðu­efni sínu í ræðu í lok síð­asta mán­að­ar. Frakkar eru gest­kjafar ráð­stefn­unar og í for­sæti hennar þegar hún hefst. „Ef við ætlum að ná árangri í París þurfum ekki aðeins að ráð­ast í póli­tískar skuld­bind­ingar heldur einnig fjár­hags­leg­ar,“ sagði Hollande, eins og Kjarn­inn greindi frá.

Hollande bendir á að varla verið kom­ist að alheims­sam­komu­lagi nema fátæk­ustu þjóðum heims, van­þróuð lönd í Afr­íku til dæm­is, verði gefið tæki­færi til að kom­ast hratt og örugg­lega fram­hjá leiðum iðn­væð­ing­ar. Þróuð iðn­ríki á Vest­ur­löndum geta ekki gert ráð fyrir að van­þróuð ríki til­einki sér dýrar tækninýj­ungar til þess eins að kom­ast yfir meng­andi hjalla iðn­væð­ingar án þess að allir legg­ist á eitt.

Fjár­fest­ing í nýsköpun er ekki síður mik­il­væg til að hraða þróun á vist­vænni fram­leiðslu, ekki síst orku­frekum iðn­aði.

Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna styðst við tvö lyk­il­hug­tök þegar stefna mann­kyns­ins er mörkuð í þessum mála­flokki. Það er mildun (e. mitigation) og aðlögun (e. adapta­tion). Það er mik­il­vægt fyrir heim­inn að milda áhrif mann­kyns á lofts­lag jarðar en það er einnig ljóst að mann­kynið verður að aðlag­ast breyttum aðstæðum vegna hlýn­unar jarð­ar.

ClimateLaunchpad Jón Hjalta­lín Magn­ús­son tók við verð­launum fyrir annað sæti í hug­mynda­sam­keppn­inni í Amster­dam.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None