Umfjöllun Kjarnans um Skæruliðadeild Samherja tilnefnd til blaðamannaverðlauna BÍ

Blaðamannaverðlaunanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur birt tilnefningar sínar vegna síðasta árs. Blaðamenn Kjarnans eru á meðal tilnefndra fyrir umfjöllun sem þeir sæta nú lögreglurannsókn vegna.

arnarþsj.jpg
Auglýsing

Frétta­skýr­inga­röð Kjarn­ans um óeðli­lega hags­muna­gæslu svo­kall­aðrar Skæru­liða­deildar Sam­herja hefur verið til­nefnd til Blaða­manna­verð­launa Íslands (BÍ) í flokki rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Umfjöll­unin var unnin af Arn­ari Þór Ing­ólfs­syni og Þórði Snæ Júl­í­us­syni. Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar fyrir til­nefn­ing­unni segir að frétta­skýr­ingar Kjarn­ans hafi sýnt „hvernig full­trúar þessa stór­fyr­ir­tækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á for­manns­kjör í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna og kjör á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í heima­kjör­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins. Frétta­skýr­ing­arnar gáfu greina­góða mynd af óvönd­uðum með­ölum fjár­sterks fyr­ir­tækis í hags­muna­bar­áttu þess.“

Verð­launin verða veitt næst­kom­andi föstu­dag, 1. apr­íl. Þau eru veitt í fjórum flokk­um en þeir eru:  Besta umfjöllun árs­ins 2021,  Við­tal árs­ins 2021,  Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins 2021 og   Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2021.

Kjarn­inn, sem var stofn­aður 2013, hefur hlotið til­nefn­ingu til Blaða­manna­verð­launa á hverju ári sem hann hefur starf­að. Alls hafa blaða­menn hans hlotið verð­launin þrí­vegis á því tíma­bili, síð­ast í fyrra fyrir umfangs­mikla umfjöllun um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg

Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaða­maður á Stund­inni sem fjall­aði einnig um sömu mál, er til­nefndur til Blaða­manna­verð­launa BÍ. Í rök­stuðn­ingi fyrir þeirri til­nefn­ingu segir að hún sé vegna vand­aðra og afhjúp­andi umfjöll­unar „um fjölda mála, svo sem grein­ingu á eignum og eigna­tengslum íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem dráttur var á hjá ráðu­neyti mála­flokks­ins, rann­sókn lög­reglu­yf­ir­valda á Sam­herja, og um svo­kall­aða skæru­liða­deild Sam­herja, auk aflandsleka í svo­nefndum Pand­óru­skjöl­um. Skrif Aðal­steins hafa haft áhrif á sam­fé­lagið og almenna sam­fé­lags­um­ræð­u.“

Auglýsing
Lögreglan á Norð­ur­landi eystra hefur gefið öllum ofan­greindum blaða­mönnum stöðu sak­born­ings í rann­sókn á nýt­ingu gagna sem mynd­uðu grunn­inn að umfjöllun um Skæru­liða­deild Sam­herja og vill yfir­heyra þá vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Aðal­steinn hefur látið reyna á lög­mæti þeirra aðgerða og bíður nú þess að Hæsti­réttur taki ákvörðun um hvort hann muni taka málið fyr­ir. 

Til­nefn­ingar dóm­nefndar til blaða­manna­verð­launa, og rök­stuðn­ingur fyrir til­nefn­ing­um, eru eft­ir­far­and­i: 

Við­tal árs­ins

Ásdís Ásgeirs­dótt­ir, Morg­un­blað­in­u.  Fyrir við­tal við Óla Björn Pét­urs­son. Hann greinir þar frá grófu kyn­ferð­is­of­beldi sem hann varð fyrir á ung­lings­aldri. Frá­sögnin er slá­andi en afar upp­lýsandi og sækir á les­and­ann sem fær raunsanna lýs­ingu á því hvernig ung­lingur er ginntur af barn­a­níð­ingi. Honum var haldið með hót­unum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og end­ur­heimta líf sitt.

Björk Eiðs­dótt­ir, Frétta­blað­in­u.  Fyrir við­tal við Sig­ríði Gísla­dóttur sem lýsir barn­æsku sinni hjá móður með geð­sjúk­dóm. Björk fangar í áhrifa­ríku, per­sónu­legu og vel upp­byggðu við­tali hvernig dóttirin telur kerfið hafa brugð­ist henni. Þá lýsir hún því hvernig reynsla hennar leiddi til þess að hún lætur til sín taka í bar­áttu fyrir börn sem búa með for­eldrum með geð­rænan vanda.

Ingi Freyr Vil­hjálms­son, Stund­inn­i.  Fyrir við­tal við Ásgeir Jóns­son Seðla­banka­stjóra. Ingi Freyr veitir í við­tal­inu ein­staka og upp­lýsandi inn­sýn í hug­ar­heim eins áhrifa­mesta emb­ætt­is­manns lands­ins. Við­mæl­and­inn tjáir sig opin­skátt um skoð­anir sínar á sam­fé­lag­inu, dóms­mál á hendur bank­anum og hvernig hann beiti sér í starfi til þess að fjár­mála­kerfið þró­ist í þær áttir sem hann telur þurfa.

Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins

Birgir Olgeirs­son, Nadine Guð­rún Yaghi og Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir, Stöð 2, Bylgj­unni og Vísi. Fyrir frétta­skýr­inga­þætt­ina Kompás um und­ir­heima Íslands þar sem lýst er bar­áttu við skatt- og bóta­svik. Eins þætti þar sem fjallað var um hvernig morð í Rauða­gerði bar merki skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi. Myndefni frá lög­reglu og opin­skátt við­tal við ekkju þess myrta gáfu inn­sýn í heim sem oft­ast er lok­aður almenn­ingi.

Aðal­heiður Ámunda­dótt­ir. Frétta­blað­in­u.  Fyrir frétta­skýr­ingar um dóma­fram­kvæmd Lands­réttar í nauðg­un­ar­mál­um. Töl­fræði­legar upp­lýs­ingar sem fram koma í skýr­ing­unum stað­festa bága stöðu kyn­ferð­is­brota innan rétt­ar­kerf­is­ins. Þær sýna að af þeim fáu kyn­ferð­is­brota­málum sem koma til kasta dóm­stóla er þriðj­ungi sak­fell­inga snúið við áfrýjun og meira en helm­ingur mild­að­ur. Sam­an­tektin leiddi til aðgerða rík­is­sak­sókn­ara, umræðna á Alþingi og gagn­rýni í sam­fé­lag­inu.

Arnar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júl­í­us­son, Kjarn­an­um.  Fyrir frétta­skýr­ingar þar sem ljóstrað var upp um óeðli­lega hags­muna­gæslu svo­kall­aðrar Skæru­liða­deildar Sam­herja. Þær sýndu hvernig full­trúar þessa stór­fyr­ir­tækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á for­manns­kjör í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna og kjör á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í heima­kjör­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins. Frétta­skýr­ing­arnar gáfu greina­góða mynd af óvönd­uðum með­ölum fjár­sterks fyr­ir­tækis í hags­muna­bar­áttu þess.

Umfjöllun árs­ins

Freyr Rögn­valds­son og Mar­grét Mart­eins­dótt­ir, Stund­inn­i.  Fyrir umfjöllun um harð­ræði gagn­vart börnum á vist­heim­ilum í Eyja­firði um tíu ára skeið til 2007. Sex konur lýstu í við­tölum and­legu og lík­am­legu ofbeldi, einkum af hálfu for­stöðu­manns heim­il­anna og voru frá­sagnir þeirra studdar gögnum og vitn­is­burð­um. Umfjöll­unin leiddi til þess að rík­is­stjórnin fól eft­ir­lits­stofnun félags­þjón­ust­unnar að rann­saka aðstæður barn­anna sem þar voru vist­uð.

Sunna Karen Sig­ur­þórs­dótt­ir, Stöð 2.  Fyrir umfjöllun um til­efn­is­lausar lífsloka­með­ferðir af hálfu læknis á Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­nesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um mál­ið, fylgdi því eftir og varp­aði ljósi á umfang þess. Málið er til rann­sóknar hjá lög­reglu, sem og hjá land­lækni og í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu. Í kjöl­far umfjöll­un­ar­innar var ákveðið að lækn­ir­inn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúk­linga.

Þór­dís Arn­ljóts­dótt­ir, RÚV.  Fyrir fræð­andi og skemmti­lega umfjöllun um jarð­hrær­ingar og eld­gos í Fagra­dals­fjalli. Þór­dís  nýtti myndefni frá gos­s­töðv­unum vel til að skýra mál sér­fræð­inga í tengslum við eldsum­brot­in. Frétt­irnar gáfu áhorf­endum lif­andi mynd af því sem á gekk við Fagra­dals­fjall en voru um leið fræð­andi og settu eld­gosið í skýrt sam­hengi við önnur eldsum­brot og jarð­sögu Íslands.

Blaða­manna­verð­laun árs­ins

Aðal­steinn Kjart­ans­son, Stund­inni. Fyrir vand­aða og afhjúp­andi umfjöllun um fjölda mála, svo sem grein­ingu á eignum og eigna­tengslum íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem dráttur var á hjá ráðu­neyti mála­flokks­ins, rann­sókn lög­reglu­yf­ir­valda á Sam­herja, og um svo­kall­aða skæru­liða­deild Sam­herja, auk aflandsleka í svo­nefndum Pand­óru­skjöl­um. Skrif Aðal­steins hafa haft áhrif á sam­fé­lagið og almenna sam­fé­lags­um­ræðu.

Arn­hildur Hálf­dán­ar­dótt­ir, RÚV. Fyrir gagn­rýna og fræð­andi umfjöllun um lofts­lags­mál. Í Lofts­lags­dæm­inu, átta útvarps­þátt­um, fylgdi Arn­hildur eftir fjórum fjöl­skyldum sem áttu að minnka kolefn­is­spor sitt. Birtar voru frétta­skýr­ingar og við­töl við sér­fræð­inga. Þá vann Arn­hildur fyrir þing­kosn­ing­arnar í haust afhjúp­andi greina­röð um árangur rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum sem leiddi í ljós að hann var um margt óljós og enn mikið verk óunn­ið. 

Berg­hildur Erla Bern­harðs­dótt­ir, frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­ar.  Fyrir umfjöllun um barna­heim­ilið á Hjalt­eyri þar sem upp­lýst var um grimmi­legt ofbeldi hjón­anna sem ráku heim­ilið í garð barna á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Stjórn­völd voru jafn­framt krafin svara enda leiddi aðgerða- og sinnu­leysi þeirra til þess að hjónin gátu opnað dag­vistun og síðar leik­skóla í Garða­bæ. Umfjöll­unin leiddi til rann­sóknar dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent