Uppgjör Björgólfs tryggir honum ævintýralegan auð

btb.2.000.jpg
Auglýsing

Í gær var til­kynnt að skulda­upp­gjöri Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröfu­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­legum bönk­um, sam­tals um 1.200 millj­arða króna. Magnús Hall­dórs­son blaða­maður og Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, fjöll­uðu ítar­lega um skulda­upp­gjör Björg­ólfs Thors í bók sinni Ísland ehf.-Auð­menn og áhrif eftir hrun, sem kom út í ágúst 2013.  Kafl­inn um skulda­upp­gjörið er birtur í heild sinni hér að neðan með nýjum milli­fyr­ir­sögnum og örlitlum upp­færslum á nið­ur­lagi hans.

Björgólfur Thor end­ur­skipu­lagður



Árið 2007 var Björgólfur Thor Björg­ólfs­son í 249. sæti yfir rík­ustu menn ver­aldar á lista tíma­rits­ins For­bes. Ári síð­ar, eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, stóð hann frammi fyrir tveimur kost­um. Annað hvort að verða per­sónu­lega gjald­þrota og láta það verk­efni í hendur kröfu­hafa sinna að vinna sem mest verð­mæti úr eignum hans. Eða að vinna með þeim, leggja allar eignir sínar á borð­ið, bæði per­sónu­legar eignir og eignir félaga í hans eigu, og reyna að ná sam­komu­lagi sem kæmi í veg fyrir hans per­sónu­lega gjald­þrot. Eftir hrunið lá fyrir að Björgólfur Thor var í per­sónu­legum ábyrgðum vegna skulda sem námu minnst 40 millj­örðum króna.

Skömmu eftir hrun hófust við­ræður milli Björg­ólfs Thors og trún­að­ar­manna hans, og síðar full­trúa lán­ar­drottna sem áttu kröfu á Björgólf Thor og félög hans. Þar undir voru slita­stjórnir föllnu bank­anna, end­ur­reistu bank­arnir þrír og síðan erlendir bank­ar. Þýski bank­inn Deutsche Bank átti mestra hags­muna að gæta í upp­hæðum talið. Mun­aði þar mest um lán sem Novator, félag Björg­ólfs Thors, tók hjá bank­anum þegar það tók yfir næstum allt hlutafé lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Act­a­vis fyrir um 5,3 millj­arða evra. Á þeim tíma var evran skráð á 85,6 krónur og heild­ar­virði yfir­tökutil­boðs­ins, sem langstærstur hluti hlut­hafa gekk að, var því ríf­lega 450 millj­arðar króna. Af kaup­verð­inu var stærstur hluti þess tek­inn að láni eða um 4,1 millj­arður evra.

Vanda­málin sem sneru að félögum sem Björgólfur átti og tengd­ist voru risa­vaxin eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins og krón­unn­ar. Skuld­irnar sem tengd­ust Björgólfi Thor og félögum hans námu sam­tals yfir 1.200 millj­örðum króna. Á móti þeim voru síðan umtals­verðar eign­ir. Verð­mætasta eignin var Act­a­vis og í hana fór mesta púðrið í samn­inga­við­ræðum við kröfu­hafa.

Auglýsing

Vildu gera Björgólf Thor gjald­þrota



Björgólfur Guð­munds­son, faðir Björg­ólfs Thors, lýsti sig form­lega gjald­þrota 31. júlí 2009 en vinna við úrlausn á málum Björg­ólfs Thors var þá komin vel á veg. Gjald­þrot Björg­ólfs eldri var eitt stærsta per­sónu­lega gjald­þrot í Evr­ópu á þeim tíma sem það átti sér stað, en hann var í ábyrgð fyrir um 96 millj­arða skuldum sem hann gat ekki staðið skil á eftir fjár­mála­hrun­ið. Stærstu eignir hans voru bundnar í Lands­bank­anum og fjá­fest­inga­bank­anum Straumi og nam mark­aðsvirði þeirra í byrjun árs 2008 um 143 millj­örðum króna, sam­kvæmt bréfi hans til hér­aðs­dóms er hann lýsti sig gjald­þrota. Hrein eign hans á þeim tíma nam um 100 millj­örð­um. Gjald­þrotið mark­aði enda­lokin á við­skipta­sam­bandi þeirra feðga, enda Björgólfur eldri ekki í stöðu til að stunda við­skipti.

Áður en form­lega hafði náðst sátt um að fara þá leið að hámarka virði eigna í sam­starfi við Björgólf Thor og sam­starfs­menn hans gekk ýmis­legt á bak við tjöld­in. Innan Arion banka voru þau sjón­ar­mið uppi að ganga að ábyrgðum á lánum og gera Björgólf Thor þannig per­sónu­lega gjald­þrota. Var þar um að ræða lán sem tekið var í des­em­ber árið 2005 í tengslum við fjár­fest­ingar fast­eigna­fé­lags­ins Sam­son Properties. Upp­hæðin nam við lán­töku tæp­lega fjórum millj­örðum króna og voru trygg­ingar teknar í hluta­bréfum í Lands­bank­anum sem voru í eigu Sam­son og síðan var einnig sjálf­skulda­á­byrgð eig­enda Sam­son, s.s. Björg­ólfs­feðga, fyrir hendi. Arion banki vildi ganga á Björgólf Thor og krefja hann um greiðslu vegna þess­arar skuldar og ef Björgólfur Thor myndi ekki greiða voru for­svars­menn Arion banka til­búnir að ganga alla leið í þeim efnum og gera hann gjald­þrota. Björgólfur Thor og nán­ustu ráð­gjafar hans og meðfjárfest­ar, fremstir í flokki þeir Andri Sveins­son og Birgir Már Ragn­ars­son, voru ósáttir við þetta. Þeir sögðu það ekki vera til þess fallið að hámarka end­ur­heimtur að setja Björgólf Thor í per­sónu­legt þrot vegna ein­stakra lána heldur væru mestar líkur á hámarks­end­ur­heimtum með því að semja um heild­ar­upp­gjör við alla kröfu­hafa. Þannig væri einnig tryggt að kröfu­höfum væri ekki mis­mun­að.

Leitað leiða til að sam­eina Act­a­vis



Ekki var strax tekið vel í þessar hug­myndir á öllum víg­stöð­um. Helst voru þrotabú föllnu bank­anna og end­ur­reistu bank­arnir mót­fallnir þessum hug­mynd­um. Um tíma var heldur ekki ljóst að stærsti kröfu­haf­inn af öll­um, Deutsche Bank, myndi sætta sig við annað en að taka yfir Act­a­vis, þá eign þar sem hann átti mest und­ir, og reyna að vinna verð­mæti úr henni sjálfur án aðkomu Björg­ólfs Thors og Novator.

Þegar í óefni var komið haustið 2008 höfðu verið und­ir­rit­aðir samn­ingar um end­ur­skipu­lagn­ingu Act­a­vis og félagið í kjöl­farið sett í form­legt sölu­ferli sem fjár­fest­inga­bank­inn Merril Lynch, sem seinna var rennt inn í Bank Of Amer­ica, hafði á sinni hendi. Tvö til­boð komu í félagið í þessu ferli en þau voru bæði svo lág að ekki var talið skyn­sam­legt að halda áfram með ferl­ið. Auk þess voru aðstæður erf­iðar á þessum tíma, bæði hvað varð­aði fjár­magn og einnig veltu almennt í hag­kerf­um. Neysla var að drag­ast saman og þreng­ingar að koma fram á meiri hraða en sést höfðu á mörk­uðum í ára­tugi. Þetta kall­aði á end­ur­mat á stöðu Act­a­vis og hver ættu að verða næstu skref með Deutsche Bank. Rekst­ur­inn var ekki í sam­ræmi við vænt­ingar og sjóð­streymi í félag­inu dugði ekki til að greiða af þeim miklu skuldum sem hvíldu á félag­inu, en þær mátti að mestu leyti rekja til yfir­tökutil­boðs­ins sum­arið 2007, þegar íslenska efna­hags­bólan var þanin til fulls.

Lagt var upp með að reyna að sam­eina félagið öðru stóru sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki og styrkja með því rekstur og veð­stöðu Deutsche Bank. Bank­inn vildi sam­eina Act­a­vis og Rati­oph­arma, en það fór út um þúfur þegar Teva keypti Rati­oph­arma í mars 2010 og setti málin aftur á byrj­un­ar­reit. Ríf­lega þremur mán­uðum síðar var svo gengið frá und­ir­rit­uðu sam­komu­lagi milli Björg­ólfs Thors og Novators og allra lán­ar­drottna og þeirra sem áttu kröfu á hann.

Til­kynnt um skulda­upp­gjör



Um þetta til­kynnti Björgólfur Thor með frétta­til­kynn­ingu 21. júlí 2010. Í henni sagði meðal ann­ars: „Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu [við kröfu­hafa] munu skuldir verða gerðar upp að fullu og ekki gefnar eft­ir. Allar eignir Björg­ólfs Thors og Novators liggja til grund­vallar upp­gjör­inu, en á þeim var gerð ítar­leg úttekt og mat af hálfu alþjóð­legs ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is. Björgólfur Thor verður áfram hlut­hafi í félögum á borð við Act­a­vis, Play, CCP og Verne Hold­ing. Arð­ur­inn af þessum eign­ar­hlutum og verð­mæti, komi til sölu þeirra, mun ganga til upp­gjörs skuld­anna, ásamt ýmsum per­sónu­legum eigum hans. Þar á meðal eru hús­eign í Reykja­vík og sum­ar­hús við Þing­velli. Sam­hliða þessu skulda­upp­gjöri hefur náðst sam­komu­lag um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Act­a­v­is. Við gerð sam­komu­lags­ins nutu Björgólfur Thor og Novator lið­sinnis tveggja alþjóð­legra fyr­ir­tækja, hinnar virtu lög­manns­stofu Linkla­ters og ráð­gjafarfyr­ir­tæk­is­ins Alix­Partners, sem er eitt þekktasta fyr­ir­tæki heims á sviði fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ing­ar“.

Eftir að sam­komu­lagi hafði verið náð þar sem allir sem áttu hags­muna að gæta komu að borð­inu var vinnu haldið áfram. Í sam­komu­lag­inu fólst meðal ann­ars að Deutsche Bank réði ferð­inni þegar kom að Act­a­vis en skuld­batt sig til að vinna úr stöðu mála með Björgólfi Thor og Novator. Með sam­komu­lag­inu varð form­lega ljóst að Björgólfur Thor yrði ekki gerður per­sónu­lega gjald­þrota.

Deutsche Bank til­kynnir um yfir­töku á Act­a­vis



Bank­inn til­kynnti um yfir­töku á Act­a­vis með bréfi til fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins 18. ágúst 2010 en yfir­tökur banka á stórum fyr­ir­tækjum eru til­kynn­inga­skyld­ar. Frá þessu var greint í Stjórn­ar­tíð­indum Evr­ópu­sam­bands­ins (The Official Journal of The European Union). Alþjóð­legir bankar mega undir venju­legum kring­um­stæðum ekki eiga fyr­ir­tæki í óskyldum rekstri, líkt og er lög­bundið á Íslandi. Til­kynn­ingin þjónar þeim til­gangi að veita eft­ir­lits­að­ilum upp­lýs­ingar um að banki sé kom­inn með yfir­ráð yfir fyr­ir­tæki í sam­keppn­is­rekstri.

Fram­kvæmda­stjórn ESB og eftir atvikum aðrir eft­ir­lits­að­ilar geta síðan sett tímara­mma um hversu lengi bank­inn má eiga fyr­ir­tæk­ið, þannig að eign­ar­haldið raski ekki sam­keppni. Tals­kona Björg­ólfs Thors, Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, sagði til­kynn­ing­una tengj­ast fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu Act­a­vis en tjáði sig að öðru leyti ekki um hvort bank­inn hefði í reynd tekið Act­a­vis yfir. Reuter­s-frétta­veitan greindi hins vegar frá því að Deutsche Bank hefði sann­ar­lega tekið fyr­ir­tækið yfir og það gerðu einnig fleiri erlendir fjöl­miðl­ar. Til­kynn­ingin var enda afdrátt­ar­laus.

Nokkrum mán­uðum fyrr var orðið ljóst að bank­inn réði í raun för hjá félag­inu enda með mikla hag­muni gagn­vart því. Starfs­menn bank­ans vildu vinna áfram með Björgólfi Thor og stjórn­enda­teymi Act­a­vis, með það fyrir augum að hámarka virði eigna og við­halda traustum grunn­rekstri. Stephen Pitts, sem starfar hjá Deutsche Bank í London, hélt flestum þráðum nærri sér í þess­ari vinnu og stýrði málum fyrir hönd bank­ans.

 Skipt um for­stjóra og stjórn­enda­teymi



Hluti af end­ur­skipu­lagn­ing­ar­ferl­inu var að skipta um for­stjóra og færa stjórn­enda­teymið allt á einn stað. Aust­ur­rískur doktor í lög­fræði, Claudio Albrecht, tók við for­stjóra­starf­inu af Sig­urði Óla Ólafs­syni, sem verið hafði for­stjóri félags­ins frá því haustið 2008 þegar Róbert Wess­mann hætti sem for­stjóri eftir tíu ára starf. Sig­urður Óli starf­aði sem stjórn­andi hjá félag­inu í sjö ár og lengst af þétt við hlið Róberts. Albrecht hafði víð­tæka reynslu af rekstri lyfja­fyr­ir­tækja. Hann var for­stjóri Rati­oph­arm um ára­bil og stofn­aði sitt eigið ráð­gjafa­fyr­ir­tæki árið 2008, Cometh að nafni. Í aðdrag­anda þess að hann var ráð­inn for­stjóri hafði hann um nokk­urra mán­aða skeið veitt Act­a­vis og lán­ar­drottnum þess ráð­gjöf um hvernig bæta mætti rekst­ur­inn.

Þó látið hafi verið í það skína að við­skiln­aður Róberts við Act­a­vis hafi verið á góðum nót­um, meðal ann­ars í frétta­til­kynn­ingu af því til­efni til fjöl­miðla 6. ágúst 2008, var sú ekki raun­in. Log­andi ill­deilur höfðu verið á milli Róberts og Björg­ólfs Thors skömmu áður en Róbert hætti. Ástæður þeirra voru marg­þætt­ar, meðal ann­ars vanda­mál í verk­smiðjum Act­a­vis í Banda­ríkj­unum sum­arið 2008. Út á við hafa Björgólfur Thor og Róbert ekki litið málin sömu augum og hafa þeir meðal ann­ars náð að deila um það hvort Róbert hafi verið rek­inn eða hvort hann hafi hætt af sjálfs­dáð­um. Björgólfur Thor segir hann hafa verið rek­inn en þessu neitar Róbert. Hann sagði meðal ann­ars í við­tölum er hann lét af störfum að hann vildi fara að ein­beita sér að fjár­fest­ingum fjár­fest­inga­fé­lags­ins síns, Salt Invest­ments.

Róbert þurfti að greiða Björgólfi Thor



Eftir að hafa tek­ist á fyrir dóm­stólum eftir hrunið gerðu Róbert og félag Björg­ólfs Thors, Novator Pharma, með sér sátt í deilum þeirra. Var hún sam­þykkt af beggja hálfu snemma í nóv­em­ber 2012. Sáttin fólst í því að Róbert skrif­aði undir skulda­bréf upp á 5 millj­ónir evra, jafn­virði rúm­lega 810 millj­óna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Act­a­v­is. ­Upp­haf deiln­anna má rekja til þess þegar þeir gerðu með sér samn­ing í júlí 2007 þar sem kveðið var á um að Róbert, sem þá var for­stjóri Act­a­vis, myndi kaupa tólf pró­sent hluta­fjár í Novator Pharma þegar ákveðnum ráð­stöf­unum á yfir­töku Act­a­vis yrði lok­ið. Róbert átti að fá árang­urstengdna þóknun ef allt gengi eftir sem stefnt var að. Eftir hrunið stóðu félög Björg­ólfs Thors svo illa að þau gátu ekki staðið við sitt gagn­vart Róberti og end­uðu deilur um þetta fyrir dóm­stól­um. Róberti voru dæmdar 30 millj­ónir evra frá hinu eigna­lausa félagi Björg­ólfs, en Róbert var á móti dæmdur til að greiða félag­inu Bee Tee Bee Limited 7,7 millj­ónir evra. Ábyrgðin að baki félag­inu sem skuld­aði Róberti var tak­mörkuð en Róbert var í per­sónu­legri ábyrgð fyrir skuld­unum við Bee Tee Bee. Á þessum grunni var samið og þarf Róbert að greiða Björgólfi sam­kvæmt skulda­bréf­inu sem er á gjald­daga 2015.

Yfir­stjórn Act­a­vis var flutt til Zug í Sviss á vor­mán­uðum 2011 eftir að Deutsche Bank var komið með tögl og hagldir í félag­inu. Það þýddi að lyk­il­stjórn­endur þess flutt­ust til Sviss og stýrðu félag­inu það­an. Félagið var áfram með íslenska kenni­tölu og umfangs­mikla fram­leiðslu í Hafn­ar­firði.

Björgólfur verður ævin­týra­lega rík­ur...aftur



Áfram var unnið að sölu á Act­a­vis og í apríl 2012 dró til tíð­inda. Þá var til­kynnt um yfir­töku lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Watson á Act­a­v­is. Sam­tals voru greiddar um 700 millj­arðar króna fyrir félagið en til við­bótar áttu að koma greiðslur sem tóku mið af því hvernig rekstur Act­a­vis var árið 2012 sam­kvæmt upp­gjöri. Hagur Björg­ólfs Thors og Novator vænk­að­ist við þetta en í þeirra hlut komu fimm millj­ónir hluta í hinu nýja félagi á grund­velli samn­ings við Deutsche Bank sem gerður var sam­hliða kaupum Watson. Eftir að til­kynnt var um kaup Watson á Act­a­vis, og þar með sam­ein­ingu þess­ara félaga, hefur mark­aðsvirði þess hækkað hratt. Það er skráð á markað undir nafni Act­a­vis og hækk­aði gengi bréfa á hlut úr tæp­lega 60 dölum frá því til­kynnt var um kaupin í 127,2 dali þann 22. maí 2013, ríf­lega ári síð­ar. Þetta þýddi að hlutur Björg­ólfs í Act­a­vis í gegnum Novator var á milli 70 og 80 millj­arða króna virði á þeim tíma.

Um miðjan maí 2013 var síðan til­kynnt um enn meiri stækkun á efna­hags­reikn­ingi Act­a­vis þegar greint var frá kaupum félags­ins á írska lyfja­fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Warner Chilcott. Sam­kvæmt fyrstu fréttum AFP-frétta­veit­unnar var kaup­verðið áætlað um 8,5 millj­arða dala, sem jafn­gilti um 1.100 millj­örðum króna, miðað við gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal dag­inn sem til­kynnt var um við­skipt­in.

Í dag er gengi bréfa í Act­a­vis 206,3 dal­ir. Það þýðir að hlutur Björg­ólfs Thors er nú yfir 120 millj­arða króna virði.

Allt var und­ir, líka einka­þotan og snekkjan



Allt eigna­safn Björg­ólfs Thors og félaga sem hann tengd­ist var sett að veði fyrir því að honum tæk­ist að greiða skuldir sínar til baka. Stein­grá einka­þota hans af Chal­len­ger-­gerð, sem merkt var Novator, var þar á með­al. Hún var oft í kast­ljósi fjöl­miðla þegar allt var í blóma í íslensku við­skipta­lífi. Fyrr­ver­andi leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, Mik­hail Gor­bat­sjov, fékk meðal ann­ars far með henni þegar hann kom hingað til lands 11. októ­ber 2006 til að halda fyr­ir­lestur í Háskóla­bíói. Hún var að lokum seld. Það sama átti við um snekkj­una Elem­ent sem var bátur af dýr­ari gerð­inni, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

Upp­haf­lega var gert ráð fyrir því að nið­ur­staðan úr upp­gjöri Björg­ólfs Thor­s og Novator við kröfu­hafa myndi ekki liggja fyrir fyrr en fjar­skipta­fyr­ir­tækið Play í Pól­landi yrði selt. Það er á meðal stærstu far­síma­fyr­ir­tækja Pól­lands en við­skipta­vinir þess voru á vor­mán­uðum 2013 ríf­lega 9,1 milljón tals­ins. Í til­kynn­ingu Björg­ólfs Thors frá því í gær segir um Play: „Á upp­gjörs­tím­anum hefur fjar­skipta­fyr­ir­tækið Play í Pól­landi vaxið hröðum skrefum og sá vöxtur á sinn þátt í að upp­gjöri lauk á aðeins fjórum árum. Trú fjár­festa  á fyr­ir­tæk­inu var stað­fest í febr­úar sl. þegar eft­ir­spurn eftir skulda­bréfum fyr­ir­tæk­is­ins fór fram úr björt­ustu von­um".

Hægt er að lesa frétta­til­kynn­ingu Björg­ólfs Thors um skulda­upp­gjörið hér.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttir
None