Veiruafbrigðið „deltakron“ var aldrei til

Fyrir hálfum mánuðum breiddust fréttir af nýju ofurafbrigði kórónuveirunnar, deltakron, eins og eldur í sinu um heiminn. En vísindamenn segja nú að afbrigðið hafi aldrei verið til.

Raðgreiningar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun kórónuveirunnar.
Raðgreiningar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun kórónuveirunnar.
Auglýsing

Þær fréttir bár­ust frá Kýp­ur-há­skóla þann 7. jan­úar að vís­inda­menn við skól­ann hefðu rað­greint nokkrar kór­ónu­veirur og að í ljós hafi komið að í gena­mengi þeirra hefðu fund­ist eig­in­leikar bæði delta og omikron-af­brigð­is­ins.

Veiru­fræð­ing­ur­inn sem fór fyrir hópn­um, Leondios Kostrikis, flutti þessi tíð­indi í sjón­varpi á Kýp­ur. Afbrigðið sem vís­inda­menn­irnir töldu sig hafa greint var þegar í stað kallað deltakron og höfðu upp­lýs­ingar um upp­götv­un­ina á þessum tíma­punkti verið færðar inn í hinn opna gagna­grunn GISAID. Frétta­stofa Bloomberg fékk veður af þessu og birti fyrstu frétt um málið innan við sól­ar­hring eftir að Kýp­verjar höfðu fengið að heyra af hinu nýja – og meinta – kór­ónu­veiru­af­brigði.

Auglýsing

Það er ekk­ert skrítið að fréttin hafi farið á flug í fjöl­miðlum um allan heim. Ómíkron-af­brigð­ið, sem vís­inda­menn í Botsvana og Suð­ur­-Afr­íku höfðu fyrstir allra greint í nóv­em­ber, hafði valdið ótta enda mun meira smit­andi en delta-af­brigðið sem á undan hafði kom­ið. Delta er hins vegar ekki eins smit­andi, þótt smit­andi sé, en veldur þeim mun alvar­legri veik­ind­um. Að heyra svo af ofur-af­brigði með eig­in­leika beggja þess­ara veira, kall­aði fram hroll hjá mörg­um.

Kýp­versku vís­inda­menn­irnir höfðu aðeins rað­greint 52 veiru­sýni sem höfðu eig­in­leika beggja afbrigð­anna. Vís­inda­menn ann­ars staðar í heim­inum bentu þegar í stað á að svo fá sýni gætu ekki verið grund­völlur til að slá nokkru föstu. Nokkrir komu fram með þá kenn­ingu að mun lík­legra væri að sýnin á rann­sókn­ar­stofu Kýp­ur-há­skóla hefðu spillst.

„Það er ekk­ert til sem heitir deltakron,“ skrif­aði Krutika Kupp­alli, sem er í tækni­teymi Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar, á Twitt­er. „Ómíkron og delta hafa EKKI myndað ofur-af­brigð­i.“ Yfir­menn WHO hafa einnig sagt hið sama en bent á að fólk geti verið smitað af delta- og ómíkron-af­brigð­unum sam­tím­is.

Þá bendir Arnar Páls­son erfða­fræð­ingur á það í nýju svari á Vís­inda­vefnum að það sé fjar­lægur mögu­leiki, en raun­veru­legur þó, að tvö eða fleiri afbrigði myndi nýtt blend­ingsaf­brigði, með end­ur­röðun erfða­efn­is.

Vís­inda­menn um allan heim hafa verið hvattir til að skrá upp­lýs­ingar um rað­grein­ingar sínar í GISAID-­gagna­grunn­inn. Þannig hefur tek­ist að fylgj­ast vel með þróun veirunnar og stökk­breyt­ingum henn­ar. En dæmið frá Kýp­ur-há­skóla þykir að margra mati sýna að fara verði var­lega í allar yfir­lýs­ingar og að grand­skoða verði mál ofan í kjöl­inn, að minnsta kosti áður en greint er frá þeim opin­ber­lega. Af nógu mörgum slæmum fréttum hefur verið að taka í far­aldr­inum þó að rangar upp­lýs­ingar séu ekki einnig settar í dreif­ingu.

Kostrikis hefur svarað þeirri gagn­rýni með því að fjöl­miðlar hafi mistúlkað orð hans. Hann hafi aldrei haldið því fram að nýtt blend­ingsaf­brigði ómíkron og delta væri orðið til. Um kenn­ingu hefði verið að ræða. Þremur sól­ar­hringum eftir að hafa sett nið­ur­stöður rað­grein­inga sinna inn í gagna­grunn­inn fjar­lægði hann þær og sagði að frek­ari rann­sókna á þeim væri þörf.

Mis­tök fyr­ir­sjá­an­leg

Tals­maður GISAID segir að frá upp­hafi far­ald­urs­ins hafi yfir 7 milljón gena­mengi kór­ónu­veira verið sett inn í gagna­grunn­inn og að ein­staka mis­tök við rað­grein­ingar ættu því ekki að koma mjög á óvart.

Rað­grein­ingar á „deltakron“ voru gerðar á sýnum sem tekin voru á Kýpur í des­em­ber. Kostrikis segir í sam­tali við vís­inda­tíma­ritið Nat­ure að kenn­ing teym­is­ins hefði verið sú að delta-af­brigðið hefði tekið stökk­breyt­ingar í brodd­prótein­inu sem svip­aði til eig­in­leika ómíkron – eig­in­leika sem gera það afbrigði mun meira smit­andi. Sér­fræð­ingar ann­ars staðar í heim­inum rýndu í gögnin frá Kýpur og töldu mun lík­legra að um mann­leg mis­tök hefði verið að ræða. Sýnin hefðu spillst á rann­sókn­ar­stof­unni. Bland­ast sam­an.

Slíkt er ekki óal­gengt segja við­mæl­endur Nat­ure og því er svo mik­il­vægt að fara var­lega í allar álykt­anir til að byrja með.

Auglýsing

Kostrikis efast hins vegar sjálfur um að kross­mengun hafi átt sér stað á rann­sókn­ar­stof­unni en telur engu að síður þörf á að rann­saka alla mögu­leika. Kollegar hans hafa svo ein­hverjir bætt við að ef engin mis­tök hafi verið gerð á rann­sókn­ar­stof­unni og rað­grein­ingar veiru­sýn­anna þar með rétt­ar, breyti það ekki því að stökk­breyt­ing­arnar sem Kýp­verjarnir fundu eru alls ekki aðeins bundnar við ómíkron heldur finn­ast í ýmsum öðrum afbrigðum veirunn­ar. Deltakron sé því rang­nefni.

Þótt Kostrikis hafi verið gagn­rýndur fyrir að oftúlka nið­ur­stöð­urnar hefur honum verið hrósað fyrir að skrá rað­grein­ing­arnar inn í gagna­bank­ann. Vís­inda­menn mega ekki hika við slíkt, segja við­mæl­endur Nat­ure, en þeir verða hins vegar að tala mjög var­lega. „Allt sem við segjum getur valdið því að landa­mærum er lok­að.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent