Je-Sung Koh og samstarfsmenn hans við Háskólann í Seoul (Seoul National University) í Suður-Kóreu og Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum, hafa fundið upp byltingarkennda lausn á sviði grevigreindar sem gerir tölvustýrðu vélmenni (robot) kleift að hoppa á vatni og halda floti, ekki ósvipað því sem þekkist í dýraríkinu hjá vatnaköngulóum og skyldum tegundum (Water Strider).
Þessi vélmenni eru örsmá og aðeins 68 mgr. að þyngd. Þau geta hoppað hæð sína, miðað við að málmfætur séu í uppréttri stöðu, og eru úr blöndu léttmálma svo að hreyfingarnar líkist sem allra mest fínhreyfingum úr dýraríkinu.
Frekar þróun á þessum tölvustýrðu vélmennum sem geta hoppað á vatni er boðuð, en fyrst var greint frá þessum uppfinningum 30. júlí síðastliðinn.
https://www.youtube.com/watch?v=CnFBXM5641k