Verkfall skollið á - kjaradeilur í algjörum hnút

verkfall.jpg kjaramál kjör
Auglýsing

Klukkan tólf að hádeg­i hófst verk­fall félags­manna sem starfa eftir kjara­samn­ingum Starfs­greina­sam­bands Íslands og Sam­taka atvinnu­lífs­ins, bæði eftir almenna samn­ingnum og eins eftir samn­ingi um veit­inga-, gist­i-, þjón­ustu- og greiða­sölu­stað­ir, afþrey­ing­ar­fyr­ir­tækja og hlið­stæðrar starf­semi. Kjara­deilur eru nú í algörum hnút, og samn­ingar víðs­fjarri hjá aðilum vinnu­mark­að­ar­ins. Verk­fallið nær til um tíu þús­und starfs­manna.

Allir félags­menn sem starfa eftir þessum tveimur samn­ingum áttu þá að leggja niður störf. Þeir starfs­menn sem eru í öðrum stétt­ar­fé­lögum en starfa innan félags­svæð­is­ins í störfum sem samið er um í kjara­samn­ingi SGS og SA eiga líka að vera í verk­falli. Þeir eru sann­an­lega að sinna störfum sem verk­fallið nær yfir.

„Verk­falls­verðir verða á ferð á öllu félags­svæð­inu, á Akur­eyri, í Fjalla­byggð, á Dal­vík, á Greni­vík og í Hrísey a meðan verk­fall stendur yfir, eins verða opnar verk­fallsmið­stöðvar á skrif­stofum félags­ins. Ein­ing-Iðja hvetur félags­menn sem eru í verk­falli til að sýna sam­stöðu og mæta og einnig að taka þátt í verk­fallsvörslu. Þeir félags­menn í stétt­ar­fé­lögum sem vinna á öðrum félags­svæðum sem eru ekki í verk­falli leggja ekki niður störf. Verk­fallið tak­markast af land­fræði­legu svæði þeirra aðild­ar­fé­laga sem eru í verk­falli og þeim kjara­samn­ingum sem verið er að semja um,“ segir í til­kynn­ingu frá Ein­ing­u-Iðju stétt­ar­fé­lagi.

Auglýsing

Þó að ferða­þjón­ustu­bændur séu í Bænda­sam­tök­unum þá er kjara­samn­ingur SGS og Bænda­sam­tak­anna bara um starfs­menn sem vinna almenn land­bún­að­ar­störf á bænda­býl­um. Ferða­þjón­usta bænda fellur undir ferða­þjón­ustu­samn­ing­inn, starfs­menn þar taka laun sam­kvæmt honum og eru því í verk­falli.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None