Vesturlönd hunsuðu friðartillögu Rússa í Sýrlandi árið 2012

rsz_h_51840679.jpg
Auglýsing

Rússar lögðu það til fyrir meira en þremur árum síðan að Bashar al-Assad Sýr­lands­for­seti færi frá völd­um, og það yrði hluti af frið­ar­sam­komu­lagi í Sýr­landi.

Þetta segir Martti Aht­isa­ari, fyrrum for­seti Finn­lands og frið­ar­verð­launa­hafi Nóbels, sem tók þátt í frið­ar­um­leit­unum á þessum tíma. Hann hélt fundi með erind­rekum frá ríkj­unum fimm sem eiga fast sæti í Örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna í febr­úar 2012. Hann segir í við­tali við The Guar­dian að sendi­herra Rússa, Vitaly Chur­k­in, hafi lagt fram þriggja punkta plan, sem hafi meðal ann­ars inni­haldið til­lögu að því hvernig Assad gæti stigið frá völdum á ein­hverjum tíma­punkti eftir að frið­ar­við­ræður hefð­ust milli stjórn­valda og upp­reisn­ar­manna.

En Aht­isa­ari segir að Banda­ríkja­menn, Bretar og Frakkar hafi verið svo sann­færðir um að Assad væri alveg að missa völdin og stjórn hans myndi falla, að þeir hafi hunsað til­lög­una. „Þetta var tæki­færi sem tap­að­ist árið 2012,“ segir Aht­isa­ari.

Auglýsing

Chur­kin sagði við Aht­isa­ari, að hans sögn, að það þyrfti að gera þrennt. "Eitt - við eigum ekki að vopna stjórn­ar­and­stöð­una. Tvö - við ættum að koma af stað við­ræðum milli and­stöð­unnar og Assad nú þeg­ar. Þrjú - við ættum að finna leið fyrir Assad til að fara frá völdum með reisn." Chur­kin vill ekki ræða þetta við Guar­dian nú, en Aht­isa­ari segir engum blöðum um þetta að fletta. Hann hafi meira að segja farið aftur til Chur­kin og spurt hann aft­ur. Þá hafi Chur­kin verið nýkom­inn frá Moskvu og hann hafi virst vera að leggja til þessa lausn fyrir hönd stjórn­valda í Rúss­landi.

Rússar hafa stutt Assad og stjórn hans allan tím­ann sem borg­ara­styrj­öld hefur varað í Sýr­landi, og sagt opin­ber­lega að það að krefj­ast afsagnar hans geti ekki verið hluti af neinum frið­ar­um­leit­un­um.

Full­trúar Vest­ur­veld­anna hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum vilja ekki tjá sig um þessar full­yrð­ing­ar, en bentu á í sam­tali við Guar­dian að á þessum tíma­punkti, í febr­úar 2012, hafi þegar verið ár liðið af átök­um. Assad hafi þá þegar látið myrða mik­inn fjölda manns og stóru upp­reisn­ar­hóp­arnir hefðu aldrei tekið neinum til­lögum þar sem Assad fengi að halda völd­um.

Þegar Aht­isa­ari fór til New York að ræða við full­trú­ana hjá SÞ var talið að um 7.500 manns hefðu lát­ist í borg­ara­styrj­öld­inni. Í upp­hafi þessa árs höfðu yfir 220.000 manns lát­ist, og fjöld­inn eykst. Yfir ell­efu millj­ónir Sýr­lend­inga hafa þurft að yfir­gefa heim­ili sín.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None