Vesturlönd hunsuðu friðartillögu Rússa í Sýrlandi árið 2012

rsz_h_51840679.jpg
Auglýsing

Rússar lögðu það til fyrir meira en þremur árum síðan að Bashar al-Assad Sýr­lands­for­seti færi frá völd­um, og það yrði hluti af frið­ar­sam­komu­lagi í Sýr­landi.

Þetta segir Martti Aht­isa­ari, fyrrum for­seti Finn­lands og frið­ar­verð­launa­hafi Nóbels, sem tók þátt í frið­ar­um­leit­unum á þessum tíma. Hann hélt fundi með erind­rekum frá ríkj­unum fimm sem eiga fast sæti í Örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna í febr­úar 2012. Hann segir í við­tali við The Guar­dian að sendi­herra Rússa, Vitaly Chur­k­in, hafi lagt fram þriggja punkta plan, sem hafi meðal ann­ars inni­haldið til­lögu að því hvernig Assad gæti stigið frá völdum á ein­hverjum tíma­punkti eftir að frið­ar­við­ræður hefð­ust milli stjórn­valda og upp­reisn­ar­manna.

En Aht­isa­ari segir að Banda­ríkja­menn, Bretar og Frakkar hafi verið svo sann­færðir um að Assad væri alveg að missa völdin og stjórn hans myndi falla, að þeir hafi hunsað til­lög­una. „Þetta var tæki­færi sem tap­að­ist árið 2012,“ segir Aht­isa­ari.

Auglýsing

Chur­kin sagði við Aht­isa­ari, að hans sögn, að það þyrfti að gera þrennt. "Eitt - við eigum ekki að vopna stjórn­ar­and­stöð­una. Tvö - við ættum að koma af stað við­ræðum milli and­stöð­unnar og Assad nú þeg­ar. Þrjú - við ættum að finna leið fyrir Assad til að fara frá völdum með reisn." Chur­kin vill ekki ræða þetta við Guar­dian nú, en Aht­isa­ari segir engum blöðum um þetta að fletta. Hann hafi meira að segja farið aftur til Chur­kin og spurt hann aft­ur. Þá hafi Chur­kin verið nýkom­inn frá Moskvu og hann hafi virst vera að leggja til þessa lausn fyrir hönd stjórn­valda í Rúss­landi.

Rússar hafa stutt Assad og stjórn hans allan tím­ann sem borg­ara­styrj­öld hefur varað í Sýr­landi, og sagt opin­ber­lega að það að krefj­ast afsagnar hans geti ekki verið hluti af neinum frið­ar­um­leit­un­um.

Full­trúar Vest­ur­veld­anna hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum vilja ekki tjá sig um þessar full­yrð­ing­ar, en bentu á í sam­tali við Guar­dian að á þessum tíma­punkti, í febr­úar 2012, hafi þegar verið ár liðið af átök­um. Assad hafi þá þegar látið myrða mik­inn fjölda manns og stóru upp­reisn­ar­hóp­arnir hefðu aldrei tekið neinum til­lögum þar sem Assad fengi að halda völd­um.

Þegar Aht­isa­ari fór til New York að ræða við full­trú­ana hjá SÞ var talið að um 7.500 manns hefðu lát­ist í borg­ara­styrj­öld­inni. Í upp­hafi þessa árs höfðu yfir 220.000 manns lát­ist, og fjöld­inn eykst. Yfir ell­efu millj­ónir Sýr­lend­inga hafa þurft að yfir­gefa heim­ili sín.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None