„Við gátum ekki farið neitt, höfðum enga varasjóði og gátum ekki fengið inn í neinu húsnæðis,“ segir Dawn Johnson, 43 ára gömul heimlislaus kona, í viðtali við New York Times í dag. Hún bjó ásamt manni sínum, 32 ára gömlum afgreiðslumanni í verslun, M0hamed Diallo, í íbúð í Bronx hverfinu í New York, þar til seinni part árs 2013 að þau neyddust til að flytja úr húsinu vegna lélegs viðhalds.
The New York Times http://t.co/silJeJfIfG #NewYork
— New York News 360 (@NewYorkNews360) September 7, 2015
Eigandi hússins hafði þá leyft því að vera án hita og vatns, mánuðum saman, og endaði parið á því að leita réttar síns fyrir dómstólum. Það reyndist þrautin þyngri, vegna fjárhagslegra skuldbindinga sem þurfti að undirgangast, og misstu þau húsnæðið að lokum. Á svipuðum tíma missti Diallo vinnuna, og voru þá góð ráð dýr.
Fólk sem hafði verið með stöðugleikga í sínu lífi, var allt í einu komið á götuna.
New York Times birtir í dag ítarlega umfjöllun um stöðu heimilislausra í New York, en að því er fram kemur í umfjölluninni, þá er vandi þeir sem býr á götunni og er án húsnæðis mun fjölbreytilegri en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Í mörgum tilvikum er vímuefnavandi undirliggjandi ástæða þess að fólk býr á götunni, og heldur til á lestarstöðvum og í almenningsgörðum, en mörg dæmi eru einnig um að skyndilegar breytingar hjá fólki, svo sem atvinnumissir og húsnæðisvandi, kippi fótunum algjörlega undir lífi fólks. Svo virðist sem kerfislægir þættir, sem eigi að tryggja fólki sem lendir skyndilega í miklum erfiðleikum skammtímahúsnæði, sé ekki að virka eins og það á að gera. Þá eru mörg hundruð manns sem glíma við geðræna kvilla, og hafa á einhverjum stigum fengið læknismeðferð við þeim, lent á götunni þar sem læknismeðferð hefur ekki verið kláruð eða einstaklingarnir sótt sér meðferð sem þeir eiga rétt á.
Umfjöllunin er byggð á ljósmyndum Joshua Bright, ljósmyndara ritstjórnar New York Times, og viðtölum sem blaðamaðurinn Nate Schwebb tók við heimilslaust fólk í borginni, yfir langt tímabil, en fyrsta umfjöllunin í greinaflokki blaðsins birtist í dag.