„Við gátum ekki farið neitt“ - Áhrifamikil umfjöllun um heimilislausa

nemyorktimes.jpg
Auglýsing

„Við gátum ekki farið neitt, höfðum enga vara­sjóði og gátum ekki fengið inn í neinu hús­næð­is,“ segir Dawn John­son, 43 ára gömul heiml­is­laus kona, í við­tali við New York Times í dag. Hún­ ­bjó ásamt manni sín­um, 32 ára gömlum afgreiðslu­manni í versl­un, M0hamed Diallo, í íbúð í Bronx hverf­inu í New York, þar til seinni part árs 2013 að þau neydd­ust til að flytja úr hús­inu vegna lélegs við­halds.

Eig­andi húss­ins hafði þá leyft því að vera án hita og vatns, mán­uðum sam­an, og end­aði parið á því að leita réttar síns fyrir dóm­stól­um. Það reynd­ist þrautin þyngri, vegna fjár­hags­legra skuld­bind­inga sem þurfti að und­ir­gangast, og misstu þau hús­næðið að lok­um. Á svip­uðum tíma missti Diallo vinn­una, og voru þá góð ráð dýr.

Fólk sem hafði verið með stöð­ug­leikga í sínu lífi, var allt í einu komið á göt­una.

Auglýsing

New York Times birtir í dag ítar­lega umfjöllun um stöðu heim­il­is­lausra í New York, en að því er fram kemur í umfjöll­un­inni, þá er vandi þeir sem býr á göt­unni og er án hús­næðis mun fjöl­breyti­legri en almenn­ingur gerir sér oft grein fyr­ir. Í mörgum til­vikum er vímu­efna­vandi und­ir­liggj­andi ástæða þess að fólk býr á göt­unni, og heldur til á lest­ar­stöðvum og í almenn­ings­görð­um, en mörg dæmi eru einnig um að skyndi­legar breyt­ingar hjá fólki, svo sem atvinnu­missir og hús­næð­is­vandi, kippi fót­unum algjör­lega undir lífi fólks. Svo virð­ist sem kerf­is­lægir þætt­ir, sem eigi að tryggja fólki sem lendir skyndi­lega í miklum erf­ið­leikum skamm­tíma­hús­næði, sé ekki að virka eins og það á að gera. Þá eru mörg hund­ruð ­manns sem glíma við geð­ræna kvilla, og hafa á ein­hverjum stigum fengið lækn­is­með­ferð við þeim, lent á göt­unni þar sem lækn­is­með­ferð hefur ekki verið kláruð eða  ein­stak­ling­arnir sótt sér með­ferð sem þeir eiga rétt á.

Umfjöll­unin er byggð á ljós­myndum Jos­hua Bright, ljós­mynd­ara rit­stjórnar New York Times, og við­tölum sem blaða­mað­ur­inn Nate Schwebb tók við heim­ils­laust fólk í borg­inni, yfir langt tíma­bil, en fyrsta umfjöll­unin í greina­flokki blaðs­ins birt­ist í dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None