Viðreisn vaknar: skorar á Alþingi að setja ESB í þjóðaratkvæði

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Fundur stuðn­ings­manna Við­reið­snar sem haldin var í dag „lýsir miklum von­brigðum með aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi umsókn Íslands um fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­in­u.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­mála­vett­vangn­um.

Þar segir einnig að sífellt sé leitað leið til að spilla fyrir mögu­leikum til þess að ná nið­ur­stöðu í við­ræðum við sam­bandið í stað þess að standa við gefin lof­orð um að vísa mál­inu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. „Fund­ur­inn skorar á Alþingi að ákveða þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um málið svo fljótt sem verða má. Næstu Alþing­is­kosn­ingar munu snú­ast um það hvort þjóðin vill stjórn­mála­menn sem standa við gefin lof­orð eða hina sem telja sig ekki bundna af þeim nema fram að kjör­deg­i. Þess vegna er nauð­syn­legt að nýtt, heið­ar­legt, frjáls­lynt og mark­aðs­sinnað afl leiði rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ingar til Alþing­is.“

Fjár­sterkir aðilar sem vinna mark­visst að fram­boðiVið­reisn­ar­hóp­ur­inn skil­greinir sig sem nýtt frjáls­lynt, alþjóða­sinnað stjórn­mála­afl, sem stað­setur sig hægra megin við miðju. Frá því snemma á síð­asta ári hefur hópur fólks unnið að því að und­ir­búa far­veg­inn fyrir fram­boð flokks­ins. Hóp­ur­inn er mjög hlynntur aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og margir Evr­ópu­sinn­aðir fyrrum sjálf­stæð­is­menn hafa verið áber­andi í hon­um. Þeirra á meðal eru Bene­dikt Jóhann­es­son, Helgi Magn­ús­son, Þor­steinn Páls­son, Þórður Magn­ús­son, Vil­hjálmur Egils­son, Sveinn Andri Sveins­son og Jór­unn Frí­manns­dóttir svo fáeinir séu nefnd­ir. Þá hefur Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrrum vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ítrekað verið nefnd sem mögu­legur for­ystu­maður í hinu nýja fram­boði.

Helgi Magnússon, n, fjárfestir og áhrifamaður innan lífeyrissjóðakerfisins, er einn þeirra sem hefur tengst vinnu við nýtt framboð. Helgi Magn­ús­son, n, fjár­festir og

áhrifa­maður innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins,

er einn þeirra

sem hefur tengst vinnu við nýtt fram­boð.

Auglýsing

Í íta­legri frétta­skýr­ingu um hóp­inn, sem síðan hefur kennt sig við Við­reisn, í Kjarn­anum í apríl í fyrra kom fram að hann ætli sér ekki að verða eins stefnu­máls vett­vang­ur, þrátt fyrir að það sé að mynd­ast í kringum and­stöðu við slit á við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Þvert á móti verður lögð áhersla á að bjóða upp á stóran stefnu­mála­pakka og breiða fylk­ingu fólks af fólki af báðum kynjum úr ýmsum stéttum þegar af fram­boði verð­ur.

Hóp­ur­inn sem stendur að baki þessum hug­myndum er mjög fjár­sterk­ur. Hluti hans hefur styrkt Sjálf­stæð­is­flokk­inn mynd­ar­lega und­an­farin ár og ára­tugi. Þeim styrk­veit­ingum er nú að mestu lok­ið. Við­mæl­endur Kjarn­ans í fyrra sögðu að í und­ir­bún­in­ingi væri tvenns konar ferlar að fram­boði, enda skipti tíma­setn­ing öllu. Fyrri fer­ill­inn, „Plan A“, miðar við að kosn­ingar verði eftir að kjör­tíma­bil­inu lýk­ur. Sá síð­ari, „Plan B“, miðar við að hægt verði að setja saman og manna fram­boð á nokkrum vikum ef póli­tíski veru­leik­inn verði sitj­andi rík­is­stjórn ofviða.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None