Viðreisn vaknar: skorar á Alþingi að setja ESB í þjóðaratkvæði

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Fundur stuðn­ings­manna Við­reið­snar sem haldin var í dag „lýsir miklum von­brigðum með aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi umsókn Íslands um fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­in­u.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­mála­vett­vangn­um.

Þar segir einnig að sífellt sé leitað leið til að spilla fyrir mögu­leikum til þess að ná nið­ur­stöðu í við­ræðum við sam­bandið í stað þess að standa við gefin lof­orð um að vísa mál­inu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. „Fund­ur­inn skorar á Alþingi að ákveða þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um málið svo fljótt sem verða má. Næstu Alþing­is­kosn­ingar munu snú­ast um það hvort þjóðin vill stjórn­mála­menn sem standa við gefin lof­orð eða hina sem telja sig ekki bundna af þeim nema fram að kjör­deg­i. Þess vegna er nauð­syn­legt að nýtt, heið­ar­legt, frjáls­lynt og mark­aðs­sinnað afl leiði rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ingar til Alþing­is.“

Fjár­sterkir aðilar sem vinna mark­visst að fram­boðiVið­reisn­ar­hóp­ur­inn skil­greinir sig sem nýtt frjáls­lynt, alþjóða­sinnað stjórn­mála­afl, sem stað­setur sig hægra megin við miðju. Frá því snemma á síð­asta ári hefur hópur fólks unnið að því að und­ir­búa far­veg­inn fyrir fram­boð flokks­ins. Hóp­ur­inn er mjög hlynntur aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og margir Evr­ópu­sinn­aðir fyrrum sjálf­stæð­is­menn hafa verið áber­andi í hon­um. Þeirra á meðal eru Bene­dikt Jóhann­es­son, Helgi Magn­ús­son, Þor­steinn Páls­son, Þórður Magn­ús­son, Vil­hjálmur Egils­son, Sveinn Andri Sveins­son og Jór­unn Frí­manns­dóttir svo fáeinir séu nefnd­ir. Þá hefur Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrrum vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ítrekað verið nefnd sem mögu­legur for­ystu­maður í hinu nýja fram­boði.

Helgi Magnússon, n, fjárfestir og áhrifamaður innan lífeyrissjóðakerfisins, er einn þeirra sem hefur tengst vinnu við nýtt framboð. Helgi Magn­ús­son, n, fjár­festir og

áhrifa­maður innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins,

er einn þeirra

sem hefur tengst vinnu við nýtt fram­boð.

Auglýsing

Í íta­legri frétta­skýr­ingu um hóp­inn, sem síðan hefur kennt sig við Við­reisn, í Kjarn­anum í apríl í fyrra kom fram að hann ætli sér ekki að verða eins stefnu­máls vett­vang­ur, þrátt fyrir að það sé að mynd­ast í kringum and­stöðu við slit á við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Þvert á móti verður lögð áhersla á að bjóða upp á stóran stefnu­mála­pakka og breiða fylk­ingu fólks af fólki af báðum kynjum úr ýmsum stéttum þegar af fram­boði verð­ur.

Hóp­ur­inn sem stendur að baki þessum hug­myndum er mjög fjár­sterk­ur. Hluti hans hefur styrkt Sjálf­stæð­is­flokk­inn mynd­ar­lega und­an­farin ár og ára­tugi. Þeim styrk­veit­ingum er nú að mestu lok­ið. Við­mæl­endur Kjarn­ans í fyrra sögðu að í und­ir­bún­in­ingi væri tvenns konar ferlar að fram­boði, enda skipti tíma­setn­ing öllu. Fyrri fer­ill­inn, „Plan A“, miðar við að kosn­ingar verði eftir að kjör­tíma­bil­inu lýk­ur. Sá síð­ari, „Plan B“, miðar við að hægt verði að setja saman og manna fram­boð á nokkrum vikum ef póli­tíski veru­leik­inn verði sitj­andi rík­is­stjórn ofviða.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None