Viðreisn vaknar: skorar á Alþingi að setja ESB í þjóðaratkvæði

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Fundur stuðn­ings­manna Við­reið­snar sem haldin var í dag „lýsir miklum von­brigðum með aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi umsókn Íslands um fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­in­u.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­mála­vett­vangn­um.

Þar segir einnig að sífellt sé leitað leið til að spilla fyrir mögu­leikum til þess að ná nið­ur­stöðu í við­ræðum við sam­bandið í stað þess að standa við gefin lof­orð um að vísa mál­inu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. „Fund­ur­inn skorar á Alþingi að ákveða þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um málið svo fljótt sem verða má. Næstu Alþing­is­kosn­ingar munu snú­ast um það hvort þjóðin vill stjórn­mála­menn sem standa við gefin lof­orð eða hina sem telja sig ekki bundna af þeim nema fram að kjör­deg­i. Þess vegna er nauð­syn­legt að nýtt, heið­ar­legt, frjáls­lynt og mark­aðs­sinnað afl leiði rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ingar til Alþing­is.“

Fjár­sterkir aðilar sem vinna mark­visst að fram­boðiVið­reisn­ar­hóp­ur­inn skil­greinir sig sem nýtt frjáls­lynt, alþjóða­sinnað stjórn­mála­afl, sem stað­setur sig hægra megin við miðju. Frá því snemma á síð­asta ári hefur hópur fólks unnið að því að und­ir­búa far­veg­inn fyrir fram­boð flokks­ins. Hóp­ur­inn er mjög hlynntur aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og margir Evr­ópu­sinn­aðir fyrrum sjálf­stæð­is­menn hafa verið áber­andi í hon­um. Þeirra á meðal eru Bene­dikt Jóhann­es­son, Helgi Magn­ús­son, Þor­steinn Páls­son, Þórður Magn­ús­son, Vil­hjálmur Egils­son, Sveinn Andri Sveins­son og Jór­unn Frí­manns­dóttir svo fáeinir séu nefnd­ir. Þá hefur Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrrum vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ítrekað verið nefnd sem mögu­legur for­ystu­maður í hinu nýja fram­boði.

Helgi Magnússon, n, fjárfestir og áhrifamaður innan lífeyrissjóðakerfisins, er einn þeirra sem hefur tengst vinnu við nýtt framboð. Helgi Magn­ús­son, n, fjár­festir og

áhrifa­maður innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins,

er einn þeirra

sem hefur tengst vinnu við nýtt fram­boð.

Auglýsing

Í íta­legri frétta­skýr­ingu um hóp­inn, sem síðan hefur kennt sig við Við­reisn, í Kjarn­anum í apríl í fyrra kom fram að hann ætli sér ekki að verða eins stefnu­máls vett­vang­ur, þrátt fyrir að það sé að mynd­ast í kringum and­stöðu við slit á við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Þvert á móti verður lögð áhersla á að bjóða upp á stóran stefnu­mála­pakka og breiða fylk­ingu fólks af fólki af báðum kynjum úr ýmsum stéttum þegar af fram­boði verð­ur.

Hóp­ur­inn sem stendur að baki þessum hug­myndum er mjög fjár­sterk­ur. Hluti hans hefur styrkt Sjálf­stæð­is­flokk­inn mynd­ar­lega und­an­farin ár og ára­tugi. Þeim styrk­veit­ingum er nú að mestu lok­ið. Við­mæl­endur Kjarn­ans í fyrra sögðu að í und­ir­bún­in­ingi væri tvenns konar ferlar að fram­boði, enda skipti tíma­setn­ing öllu. Fyrri fer­ill­inn, „Plan A“, miðar við að kosn­ingar verði eftir að kjör­tíma­bil­inu lýk­ur. Sá síð­ari, „Plan B“, miðar við að hægt verði að setja saman og manna fram­boð á nokkrum vikum ef póli­tíski veru­leik­inn verði sitj­andi rík­is­stjórn ofviða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None