Vill byggja „Bitcoin-borg“ í El Salvador

Forseti El Salvador hyggst byggja nýja skattaparadís í landinu sem verður kennd við rafmyntina Bitcoin. Uppbygging borgarinnar verður fjármögnuð með skuldabréfaútboði, en stefnt er að því að virkt eldfjall verði meginorkugjafi hennar.

Forseti El Salvador, Nayib Bukele, við kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu Bitcoin-borgarinnar um helgina.
Forseti El Salvador, Nayib Bukele, við kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu Bitcoin-borgarinnar um helgina.
Auglýsing

Rík­is­stjórn El Salvador mun hefj­ast handa við að byggja nýja borg í land­inu á næsta ári sem verður laus við alla tekju- og eign­ar­skatta og verður kennd við raf­mynt­ina Bitcoin. Þessu lýsti for­seti lands­ins, Nayib Bukele, yfir á laug­ar­dag­inn á hátíð sem helguð var raf­mynt­inni.

Hátíð­in, sem haldin var í til­efni þess að tveir mán­uðir séu liðnir síðan að Bitcoin varð að þjóð­ar­gjald­miðli El Salvador, stóð yfir alla síð­ustu vik­una. Á loka­kvöldi hennar kynnti Bukele frá áformum sín­um, sem hann segir munu verða fjár­mögnuð með útboði rík­is­skulda­bréfa að and­virði eins millj­arðs Banda­ríkja­dala. Sam­kvæmt rík­is­stjórn lands­ins munu fram­kvæmdir hefj­ast 60 dögum eftir útboð­ið.

Sam­kvæmt umfjöllun Fin­ancial Times um málið mun borgin og inn­viðir hennar ein­ungis verða fjár­magn­aðir með umræddu skulda­bréfa­út­boði, auk sölu­skatta. Tekjur og eignir borg­ar­búa muni hins vegar vera algjör­lega skatt­frjáls­ar.

Auglýsing

Borgin mun vera stað­sett í aust­ur­hluta lands­ins, nálægt eld­fjall­inu Conchagua. Sam­kvæmt Bukele mun eld­fjallið verða orku­gjafi fyrir borg­ina, auk þess sem hægt verði að nota eld­fjalla­ork­una í raf­mynta­vinnslu.

Vin­sæll en með ein­ræð­istil­burði

Bukele, sem er fer­tugur og fyrrum borg­ar­stjóri höf­uð­borg­ar­innar San Salvador, tók við sem for­seti El Salvador fyrir tveimur árum síð­an. Hann nýtur gríð­ar­legra vin­sælda í land­inu ef marka má skoð­ana­kann­an­ir, en þær sýna að hann hefur stuðn­ing rúm­lega 80 pró­senta lands­manna.

Hins vegar greinir Fin­ancial Times frá and­lýð­ræð­is­legum til­burðum for­set­ans, en hann hefur styrkt völdin sín með því að reka alla dóm­ara sem eru yfir sex­tugu og með því að skipta út fimm dóm­urum í hæsta­rétti lands­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent