Vill byggja „Bitcoin-borg“ í El Salvador

Forseti El Salvador hyggst byggja nýja skattaparadís í landinu sem verður kennd við rafmyntina Bitcoin. Uppbygging borgarinnar verður fjármögnuð með skuldabréfaútboði, en stefnt er að því að virkt eldfjall verði meginorkugjafi hennar.

Forseti El Salvador, Nayib Bukele, við kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu Bitcoin-borgarinnar um helgina.
Forseti El Salvador, Nayib Bukele, við kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu Bitcoin-borgarinnar um helgina.
Auglýsing

Rík­is­stjórn El Salvador mun hefj­ast handa við að byggja nýja borg í land­inu á næsta ári sem verður laus við alla tekju- og eign­ar­skatta og verður kennd við raf­mynt­ina Bitcoin. Þessu lýsti for­seti lands­ins, Nayib Bukele, yfir á laug­ar­dag­inn á hátíð sem helguð var raf­mynt­inni.

Hátíð­in, sem haldin var í til­efni þess að tveir mán­uðir séu liðnir síðan að Bitcoin varð að þjóð­ar­gjald­miðli El Salvador, stóð yfir alla síð­ustu vik­una. Á loka­kvöldi hennar kynnti Bukele frá áformum sín­um, sem hann segir munu verða fjár­mögnuð með útboði rík­is­skulda­bréfa að and­virði eins millj­arðs Banda­ríkja­dala. Sam­kvæmt rík­is­stjórn lands­ins munu fram­kvæmdir hefj­ast 60 dögum eftir útboð­ið.

Sam­kvæmt umfjöllun Fin­ancial Times um málið mun borgin og inn­viðir hennar ein­ungis verða fjár­magn­aðir með umræddu skulda­bréfa­út­boði, auk sölu­skatta. Tekjur og eignir borg­ar­búa muni hins vegar vera algjör­lega skatt­frjáls­ar.

Auglýsing

Borgin mun vera stað­sett í aust­ur­hluta lands­ins, nálægt eld­fjall­inu Conchagua. Sam­kvæmt Bukele mun eld­fjallið verða orku­gjafi fyrir borg­ina, auk þess sem hægt verði að nota eld­fjalla­ork­una í raf­mynta­vinnslu.

Vin­sæll en með ein­ræð­istil­burði

Bukele, sem er fer­tugur og fyrrum borg­ar­stjóri höf­uð­borg­ar­innar San Salvador, tók við sem for­seti El Salvador fyrir tveimur árum síð­an. Hann nýtur gríð­ar­legra vin­sælda í land­inu ef marka má skoð­ana­kann­an­ir, en þær sýna að hann hefur stuðn­ing rúm­lega 80 pró­senta lands­manna.

Hins vegar greinir Fin­ancial Times frá and­lýð­ræð­is­legum til­burðum for­set­ans, en hann hefur styrkt völdin sín með því að reka alla dóm­ara sem eru yfir sex­tugu og með því að skipta út fimm dóm­urum í hæsta­rétti lands­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent