Vill sækja 25 milljarða með stóreignaskatti, álagi á veiðigjöld og hertu skattaeftirliti

Rekstrarkostnaður ríkissjóðs þarf að hækka um 25 milljarða króna til að standa undir kosningaáherslum Samfylkingar. Sá kostnaður verður fjármagnaður með nýjum tekjum. Annar kostnaður er fjárfestingakostnaður, sem verður tekin að láni en á að skapa tekjur.

Samfylkingin kynnti kosningaáherslur sínar í  vikunni.
Samfylkingin kynnti kosningaáherslur sínar í vikunni.
Auglýsing

Sá rekstr­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs sem þarf að fjár­magna á hverju ári vegna þeirra til­lagna sem Sam­fylk­ingin vill inn­leiða eftir kosn­ingar er um 25 millj­arðar króna. Stærstu lið­irnir eru stuðn­ing­ur­inn við barna­fólk, öryrkja og eldra fólk. Beinn kostn­aður af þessum til­lögum þegar þær eru að fullu komnar til fram­kvæmda er um 20 millj­arðar króna á ári hverju. Til við­bótar þurfi að auka fjár­magn til heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. 

Til að mæta þessu ætlar Sam­fylk­ingin að auka tekjur rík­is­sjóðs um sömu upp­hæð. Að mati sér­fræð­inga hennar mun stór­eigna­skatt­ur, á hreinar eignir yfir 200 millj­ónir króna, sem flokk­ur­inn hyggst leggja á skila hátt í 15 millj­örðum króna á ári í við­bót­ar­tekjur fyrir rík­is­sjóð. 

Þetta kemur fram í svari flokks­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um fjár­mögnun á kosn­inga­stefnu hans, sem kynnt var í vik­unni.

Ekk­ert með eigna­upp­töku að gera

Kristrún Frosta­dótt­ir, hag­fræð­ingur og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, segir að stór­eigna­skatt­ur­inn sé leið til að nútíma­væða skatt­kerfið fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. „Ráð­stöf­un­ar­tekjur ungs fólks hafa vaxið mun hægar hér landi en þeirra sem eldri eru. Ef ráð­stöf­un­ar­tekjur eldri kyn­slóða vaxa hraðar en þeirra sem yngri eru fer það að skipta meira og meira máli hverjir for­eldrar þínir eru. Upp­hafs­eigna­staðan fer að skil­greina okk­ur. For­eldrar ung­menna ganga á eigin sparnað til að styðja lengur við börnin sín til að tryggja að þau kom­ist almenni­lega af stað. Í því fel­ast líka auknar fjár­hags­á­hyggjur þeirra sem eldri eru. Það er hættu­leg þróun ef hagur ein­stak­lings verður í auknum mæli háður hag for­eldra.“ 

Auglýsing
Kristrún segir að til­lögur flokks­ins um stór­eigna­skatta hafi ekk­ert með eigna­upp­töku að gera. „Hóf­leg skatt­pró­senta á hreina eign umfram 200 millj­ónir króna þýðir ein­fald­lega að tekjur af eignum verða minni. Fjöldi rann­sókna um allan heim benda til þess að eigna­skattur sé til þess fall­inn að ýta undir arð­bæra fjár­fest­ingu, frekar en fjár­magnstekju­skatt­ur, því hvati skap­ast hjá ein­stak­lingum sem eiga miklar eignir að fjár­festa í háá­vöxt­un­ar­eignum til móts við eigna­skatt­inn. Þetta eru þær fjár­fest­ingar sem við þurf­um. Fjár­fest­ing í nýjum atvinnu­grein­um. Við viljum ekki að fólk sitji bara á eignum sínum heldur nýti þær til góðs – til að breikka grunn­inn í sam­fé­lag­inu sem við öll getum vaxið á. Um þetta snýst hinn nýi kap­ít­al­ismi. Að stjórn­völd sníði mark­aðs­hag­kerfið í mann­legra form. Skapi hvata til fjár­fest­inga með jákvæðum ytri áhrif fremur en nei­kvæð­um. Komi í veg fyrir að bak­grunnur fólks ákvarði tæki­færi.“

Þá ætlar Sam­fylk­ingin að sækja sam­tals um tíu millj­arða króna á ári ann­ars vegar með álagi á veiði­gjald sem leggst á tutt­ugu stærstu útgerðir lands­ins og hins vegar með tekjum sem hljót­ast af auknu skatta­eft­ir­liti sem dregur úr skattaund­anskot­um. Með þessum nýju tekju­póstum telur flokk­ur­inn að rekstr­ar­á­ætl­unum hans sé full­mætt. 

Á árinu 2020 voru aðrar tekjur en fjár­veit­ingar úr rík­is­sjóði hjá Skatt­in­um, yfir­skatta­nefnd og Skatt­rann­sókn­ar­stjóra sam­tals 443 millj­ónir króna sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi. Síð­ast­nefnd stofn­unin var ekki með neinar aðrar tekjur en fjár­veit­ingar úr rík­is­sjóði. Veiði­gjöld á síð­asta ári voru tæp­lega 4,9 millj­arðar króna. Því þyrftu tekjur vegna veiði­gjalda og skatta­eft­ir­lits að næstum tvö­fald­ast til að rekstr­ar­á­ætlun Sam­fylk­ing­ar­innar sé full­fjár­mögn­uð.

Fjár­fest­inga­kostn­aður sem mun auka tekjur

Annar kostn­aður sem hlýst af inn­leið­ingu stefnu­mála Sam­fylk­ing­ar­innar flokkar flokk­ur­inn sem fjár­fest­inga­kostn­að, ekki rekstr­ar­kostn­að, þar sem um inn­viða­fjár­fest­ingu sé að ræða. Sá kostn­aður verði fjár­magn­aður með lán­töku en muni með tíð og tíma skila auk­inni tekju­sköpun og þannig vinna hratt á skulda­hlut­falli rík­is­sjóðs. „Þetta er í full­komnu sam­ræmi við ráð­legg­ingar allra alþjóð­legra stofn­anna um bestu leið­ina til að bæði vaxa út úr COVID ástand­inu og til að byggja undir fram­tíð­ar­hag­vöxt. Við verðum að losa okkur við gamlar kreddur um hver gerir hvað og beita heil­brigðri skyn­semi í hag­stjórn. Sam­fylk­ingin er óhrædd við að leggja fram atvinnu­stefnu sem krefst fjár­fest­ingar í nýjum innviðum á mörgum svið­u­m,“ segir Kristrún.

Auglýsing
Á meðal þeirra stefnu­mála sem falla undir þá skil­grein­ingu eru húnæð­is­á­herslur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Í þeim felst meðal ann­ars að flokk­ur­inn seg­ist ætla að stuðla að því að byggðar verði eitt þús­und leigu- og búsetu­réttar­í­búðir árlega með hús­næð­is­fé­lögum án hagn­að­ar­sjón­ar­miða og að það kalli á tvö­földun stofn­fram­laga til slíkra bygg­inga. Einnig seg­ist flokk­ur­inn vilja færa hús­næð­is- og bygg­ing­ar­mál undir eitt ráðu­neyti sem hafi yfir­sýn og beri ábyrgð á upp­bygg­ingu um allt land.

Kristrún segir að slíkar aðgerðir séu til þess fallnar að draga úr fast­eigna­verðs­hækk­unum og þar með draga úr þrýst­ingi á laun og verð­lag. „Lang­mesti þrýst­ing­ur­inn á aukn­ingu rekstr­ar­út­gjalda rík­is­sjóðs snýr að launum og verð­lagi. Ef við náum að draga úr verð­bólgu­þrýst­ingi í hag­kerf­inu með skyn­sam­legum opin­berum fjár­fest­ingum skilar það sér beint í rekstr­ar­sparn­aði rík­is­sjóðs. Fyrir utan að skapa auk­inn stöð­ug­leika í hag­kerf­in­u.“

Fjár­festa í fram­tíð­ar­tæki­færum

Í lofts­lags­málum boðar Sam­fylk­ingin „nýja og miklu metn­að­ar­fyll­ri“ aðgerða­á­ætl­un, auk þess sem lagt er til að mark­mið um að minnsta kosti 60 pró­senta sam­drátt í losun Íslands fyrir árið 2030 verði fest í lög.

Að sögn Kristrúnar eru þessar aðgerðir hrein fjár­fest­ing í tæki­fær­um. „Ríkið eyðir tugum millj­arða króna á ári hverju í mennta­kerf­ið, 30 millj­örðum króna í háskóla­stigið sem dæmi. Við höfum komið okkur saman um að fjár­magna sem sam­fé­lag menntun fólks í hátt í 20 ár af ævi fólks. Þetta er gríð­ar­legur kostn­að­ur. Og á meðan fólk er í námi er það auk þess ekki á vinnu­mark­aði. En af þessu hlýst þekk­ing sem nýt­ist til tekju­sköp­un­ar, þó þekk­ing hafi vissu­lega gildi í sjálfu sér. Vand­inn hér á landi er hins vegar sá að ekki nægi­lega mikið af störfum við hæfi hafa skap­ast hér. Í þessu felst gríð­ar­leg sóun. Ein besta nýt­ingin á þeim rekstr­ar­fjár­munum sem varið er í mennta­kerfið er að fjár­festa í fram­tíð­ar­tæki­færum fyrir ungt fólk, að byggja hér upp vist­vænt sam­fé­lag sem býður upp á hátækni­störf, störf í þekk­ing­ar­iðn­aði þar sem góð laun eru greidd. 

Fjár­fest­ingar í lofts­lagsvænni atvinnu­sköpun er þannig til þess fallin að auka fram­leiðni og nýta betur fjár­magn sem nú þegar er veitt í rekstur rík­is­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent