Kjósendur allra flokka nema Sjálfstæðisflokks vilja hækka skatta á ríkasta eitt prósentið

Átta af hverjum tíu landsmönnum styðja að skattar verði hækkaðir á það eina prósent landsmanna sem á mest. Þeir kjósendur sem skera sig úr er kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Næstum tveir af hverjum þremur þeirra vilja óbreytta eða lægri skatta á ríka.

Mikill meirihluti landsmanna er hlynntur því að breiðu bökin beri meiri byrðar en þau gera í dag.
Mikill meirihluti landsmanna er hlynntur því að breiðu bökin beri meiri byrðar en þau gera í dag.
Auglýsing

Næstum átta af hverjum tíu lands­mönn­um, eða 77 pró­sent, telja að auð­ug­asta fólkið á Íslandi, það sem til­heyrir því eina pró­senti sem á mest, eigi að greiða hærri skatta. Ein­ungis fimm pró­sent telja að skattar á rík­asta fólkið ættu að lækk­a. 

Þetta kemur fram í könnun sem MMR gerði fyrir Sós­í­alista­flokk Íslands. Könn­unin var net­könnun og gerð dag­ana 18. til 24. ágúst. 932 manns, 18 ára og eldri, voru spurðir og gáfu 850 upp afstöðu. Spurt var: „Finnst þér skattar sem auð­ug­asta fólkið á Íslandi greiðir ættu að vera hærri, lægri eða óbreytt­ir?“ 

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks sér á báti

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skera sig úr þegar kemur að vilja til að hækka skatta þeirra sem mest eiga. Alls segj­ast 37 pró­sent þeirra að það eigi að hækka skatta á auð­ug­ustu Íslend­ing­anna. 45 pró­sent þeirra vilja að skattar séu óbreyttir en 18 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks vilja að skattar á efsta pró­sentið verði lækk­að­ir, eða næstum einn af hverjum fimm kjós­endum flokks­ins.

Auglýsing
Á meðal hinna átta flokk­anna sem mæl­ast með mögu­leika á að ná inn á þing segj­ast 87 pró­sent styðja slíka hækk­un. Kjós­endur Sós­í­alista­flokks­ins eru næstum all­ir, eða 98 pró­sent, fylgj­andi hærri sköttum á rík­asta fólk­ið, 96 pró­sent kjós­enda Pírata styðja slíkar hækk­anir og 88 pró­sent kjós­enda Flokks fólks­ins. Alls segj­ast 85 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna að það eigi að hækka skatta á efsta pró­sent­ið, 84 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks og Við­reisnar og 77 pró­sent kjós­enda Mið­flokks­ins. 

Stjórn­endur og æðstu emb­ætt­is­menn hafa minnstan áhuga á að hækka skatta á efsta lag­ið, en þó segj­ast 62 pró­sent þeirra styðja slíka hækk­un. Þá er stuðn­ing­ur­inn við skatta­hækk­anir á rík­ustu Íslend­ing­anna minnstur á meðal þeirra sem hafa milljón krónur eða meira í heim­il­is­tekjur á mán­uði en þar mælist hann samt sem áður 74 pró­sent, sem þýðir að þrír af hverjum fjórum úr efsta tekju­hópnum sem er mældur er hlynntur hækk­un­um.

Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans, sem birt var í gær­kvöldi, mæld­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með 24,1 pró­sent fylgi en önnur fram­boð með 75,9 pró­sent fylgi.

Rík­asta eitt pró­sentið tók til sín 30 pró­sent af nýjum auð

Rík­asta eitt pró­sent­ið, alls um 2.400 fjöl­skyld­ur, bættu 37,3 millj­örðum króna við eigið fé sitt í fyrra, eða um 30 pró­sent af öllum nýjum auð sem varð til á því ári. Þessar fjöl­skyldur áttu sam­tals 902,2 millj­arða króna í lok árs 2020. Þetta kom fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um skuldir og eignir lands­manna sem birt var í sum­ar.

Eigið fé rík­ustu hópanna hér­lendis hefur verið stór­lega van­met­ið, og er mun meira en þær tölur sem hér eru til umfjöll­unar hér að ofan. Hluti verð­bréfa­eign­ar, hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lög­um, er metin á nafn­virði, en ekki mark­aðsvirði. Þá eru fast­eignir metnar á sam­kvæmt fast­eigna­mati, ekki mark­aðsvirði, sem er í flestum til­fellum hærra.

Það þýðir að ef verð­bréf í t.d. hluta­fé­lögum hafi hækkað í verði frá því að þau voru keypt þá kemur slíkt ekki fram í þessum töl­um. Úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands hefur til að mynda hækkað um 110 pró­sent frá því í mars á síð­asta ári. 

Meg­in­þorri verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­linga til­heyra þeim tíu pró­sentum lands­manna sem eru rík­ast­ir. Sá hópur átti 86 pró­sent allra verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­linga í lok árs 2019.

Öfl­uðu 44,5 pró­sent allra fjár­magnstekna

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu í apríl að að eitt pró­sent fram­telj­enda á Íslandi sem var með hæstu tekj­urnar á árinu 2019 voru sam­an­lagt með 142 millj­arða króna í tekj­ur. Um er að ræða 3.133 ein­stak­linga. Þessi hópur afl­aði 7,2 pró­sent allra tekna sem Íslend­ingar öfl­uðu í hitteð­fyrra.

Þetta eina pró­sent lands­manna var með 58 millj­arða króna í fjár­magnstekjur á árinu 2019, sem þýðir að hóp­ur­inn afl­aði 44,5 pró­sent allra tekna sem urðu til vegna ávöxt­unar á fjár­magni á því ári. 

Þetta kom fram í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­linga á árinu 2020 í Tíund, frétta­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ingur skrif­aði.

Þar sagði að tekju­hæsta eitt pró­sent lands­manna greiddi 37 millj­arða króna í skatta á umræddu ári og var með­al­skatt­byrði hóps­ins 26 pró­sent. Skatt­byrði þessa rúm­lega þrjú þús­und ein­stak­linga var aðeins meiri en með­al­skatt­byrði allra Íslend­inga á árinu 2019 – sem var 23 pró­sent – en hún var minni en t.d. næsta pró­sents fyrir neðan það í tekju­öfl­un­ar­stig­an­um, sem greiddi 27,2 pró­sent tekna sinna í skatta og langt undir með­al­skatt­byrði tíu pró­sent rík­ustu Íslend­ing­anna, sem greiddi 35,2 pró­sent í skatta. Alls greiddu tekju­hæstu fimm pró­sentin síðan 27,9 pró­sent í skatt af tekjum sín­um, eða hlut­falls­lega umtals­vert meira en rík­asta pró­sent­ið. 

Í umfjöllun Páls í Tíund sagði orð­rétt: „Ástæða þess að skatt­byrði tekju­hæsta eina pró­sents lands­manna er lægri en skatt­byrði tekju­hæstu fimm pró­sent­anna er sú að fjár­magnstekjur vega þyngra í tekjum þeirra sem eru tekju­hærri á hverjum tíma en skattur af fjár­magnstekjum var 22 pró­sent en stað­greiðsla tekju­skatts og útsvars af laun­um, líf­eyri og trygg­inga­bótum yfir 11.125 þús. kr. var 46,24 pró­sent.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent