Vindmyllur við Lagarfoss þurfa í umhverfismat

Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun voru ekki sammála um nauðsyn þess að 160 metra háar vindmyllur við Lagarfossvirkjun færu í umhverfismat. Orkusalan vill öðlast reynslu á rekstri vindmylla.

Ásýnd vindmyllanna frá bænum Ekru, 1,6 kílómetra norðan við Lagarfoss.
Ásýnd vindmyllanna frá bænum Ekru, 1,6 kílómetra norðan við Lagarfoss.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun tekur undir með Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands og hefur ákveðið að 9,9 MW vind­orku­ver Orku­söl­unnar sem áformað er við Lag­ar­foss í Múla­þingi skuli fara í umhverf­is­mat enda sé fram­kvæmdin lík­leg til að hafa umtals­verð umhverf­is­á­hrif. Stærð hins áform­aða vers, sem myndi telja tvær 160 metra háar vind­myll­ur, gerir það að verkum að fram­kvæmdin fór ekki sjálf­krafa í umhverf­is­mat sam­kvæmt lög­um. Til þess hefði verið þurft að vera 1 pró­sent meira að afli eða 10 MW. Áformin eru engu að síður til­kynn­ing­ar­skyld til Skipu­lags­stofn­un­ar.

Auglýsing

Við mat á því hvort til­kynn­ing­ar­skyld fram­kvæmd skuli háð umhverf­is­mati skal taka mið af eðli fram­kvæmd­ar, svo sem stærð og umfangi hennar og sam­legðar með öðrum fram­kvæmd­um. Einnig skal taka mið af stað­setn­ingu fram­kvæmdar og hversu við­kvæm þau svæði eru sem lík­legt er að fram­kvæmd hafi áhrif á. Einnig ber að líta til álags­þols nátt­úr­unn­ar, svo sem með til­liti til vot­lend­is­svæða, lands­lags­heilda og kjör­lendis dýra.

Und­an­farin miss­eri hefur Orku­salan, sem er alfarið í eigu opin­bera hluta­fé­lags­ins Rarik, kannað mögu­leik­ann á nýt­ingu vind­orku innan Fljóts­dals­hér­aðs. Fyr­ir­tækið er langt í frá það eina sem er í svip­uðum pæl­ingum því tugir vind­orku­vera hafa verið riss­aðir upp hér og hvar á land­inu af nokkrum fjölda fyr­ir­tækja.

„Svæði hafa verið skoðuð og kort­lögð með til­liti til margra ólíkra áhrifa­þátta og hefur Orku­salan nú hug á að setja upp tvær vind­myllur við Lag­ar­foss­virkjun sem fram­leiða allt að 9,9 MW,“ sagði í grein­ar­gerð fyr­ir­tæk­is­ins til Skipu­lags­stofn­unar í haust. Mark­mið fram­kvæmd­ar­innar væri að öðl­ast reynslu og byggja upp þekk­ingu á rekstri vind­mylla.

Vindmyllurnar yrðu hvor um sig 4-5 MW að afli og 160 metrar á hæð. Þær yrðu staðsettar á athafnasvæði Orkusölunnar við Lagarfossvirkjun. Tölvuteikning sem sýnir mögulega staðsetningu myllanna.

Myll­urnar yrðu reistar á athafna­svæði Orku­söl­unnar við Lag­ar­foss­virkjun í Lag­ar­fljóti í um 2-300 metra fjar­lægð austan við Lag­ar­foss­veg. Und­ir­stöður mastr­anna yrðu lík­lega steyptar og allt að 25 metrar í þver­mál. Vinnuplan við hvora vind­myllu yrði allt að 3.500 fer­metr­ar.

Að sögn fram­kvæmd­ar­að­ila er vind­orkan talin henta vel með vatns­afls­virkj­unum og mik­ill kostur sé að hafa vatns­aflið til að vinna með vind­orkunni. Stutt sé í aðveitu­stöð svo að teng­ingar við dreifi­kerfið eru auð­veldar í fram­kvæmd fyrir Orku­söl­una. Jákvæð sam­legð­ar­á­hrif séu með Lag­ar­foss­stöð og fyr­ir­hug­aðri vind­orku­upp­bygg­ingu.

Vind­myll­unum verður að öllum lík­indum landað á Reyð­ar­firði og þaðan fluttar land­leið­ina að Lag­ar­fossi.

Auglýsing

„Nú er það svo,“ sagði í umsögn Orku­stofn­unar um grein­ar­gerð Orku­söl­unn­ar, að vind­orku­ver, 10 MW eða stærri, eru alltaf háð umhverf­is­mati, ásamt því að falla undir lög um ramma­á­ætl­un. Veltir stofn­unin því upp hvort fram­kvæmda­að­ili hafi metið kosti og galla minni eða auk­innar fram­leiðslu­getu virkj­un­ar­kost­ar­ins. Telur hún nauð­syn­legt að fram­kvæmda­að­ilar rök­styðji betur hvernig og hvers vegna nið­ur­staðan hafi verið 9,9 MW virkj­un.

Fyr­ir­huguð fram­kvæmd er innan svæðis sem er skil­greint sem mik­il­vægt fugla­svæði og hefur verið til­nefnt á fram­kvæmda­á­ætlun nátt­úru­minja­skrár vegna vist­gerða á landi, fugla og sela. Þá er það einnig innan svæðis sem þegar er á nátt­úru­minja­skrá.

Víð­áttu­mikla blá, en flóar eru gjarnan nefndir blár á Aust­ur­landi, er að finna í grennd við Lag­ar­foss­virkj­un. Blárnar á þessum slóðum eru flokk­aðar sem tjarn­ar­star­ar­flóa­vist, vernd­ar­gildi þeirra er mjög hátt og er vist­gerðin á lista Bern­ar­samn­ings­ins yfir vist­gerðir sem þarfn­ast vernd­ar. Nátt­úru­fræði­stofnun bendir á í umsögn sinni að önnur vind­myllan myndi að lík­indum standa í vot­lendi og því raska syðsta hluta tjarn­ar­star­ar­blá­ar­inn­ar. „Þrátt fyrir að vind­myllu­stæðin tvö séu í grennd við Lag­ar­foss­virkjun og landi hafi verið raskað þar í grennd er lík­legt að stæðin muni raska heil­legum vist­kerfum með mjög hátt vernd­ar­gildi og umtals­verðu vot­lend­i.“

Vind­myllur geta haft veru­lega nei­kvæð áhrif á fugla­líf og telur Nátt­úru­fræði­stofnun „afar brýnt“ að vanda stað­ar­val vel með til­liti til þess. Í nið­ur­stöðu grein­ar­gerðar Orku­söl­unnar eru áhrif á fugla­líf metin óveru­leg og er þar sér­stak­lega horft til nið­ur­staðna mæl­inga við Búr­fellslund. Hins vegar minnir Nátt­úru­fræði­stofnun á, ein­kenn­ist það svæði af teg­unda­fæð og lágum þétt­leika varp­fugla. Úthérað sé aftur á móti á lág­lendi og ein­kenn­ist fugla­líf þar af mik­illi teg­unda­fjöl­breytni og háum varp­þétt­leika. Þar má finna mik­inn fjölda vatna­fugla sem eru meðal þeirra fugla­hópa sem sér­stak­lega er hætt við áflugi. Má þar t.d. nefna lóma og grá­gæs­ir. „Þá er svæðið mik­il­vægt varp­svæði fyrir skúm, sem er á válista sem teg­und í bráðri hættu, sem og kjóa, sem einnig er á válista.“ Að auki er þétt­leiki vað­fugla á svæð­inu hár. „Það er því mat Nátt­úru­fræði­stofn­unar að ekki er hægt að yfir­færa nið­ur­stöður mæl­inga við Búr­fellslund yfir á Úthérað þar sem aðstæður eru gjör­ó­lík­ar.“

Nátt­úruperlur í nágrenn­inu

Úthér­að, er að því er fram kemur í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar, eitt af stærstu, til­tölu­lega lítið snortnu svæðum á lág­lendi Íslands. Nátt­úruperlan Stór­urð í Dyr­fjöll­um, sem nú er frið­lýst svæði, er stein­snar frá. Myll­urnar yrðu vel sýni­legar öllum þeim sem fara austur í Borg­ar­fjörð eða í Stór­urð. Tölu­verðar líkur séu á því að vind­orku­ver á Úthér­aði hefði nei­kvæð áhrif á upp­lifun ferða­manna.

Múla­þing tekur í sama streng í sinni umsögn og bendir á að ekk­ert sé fjallað um sýni­leika vind­myll­anna frá vin­sælum útsýn­is­stað í Vatns­skarði þar sem víð­sýnt sé yfir Hér­aðs­flóa og inn til dala. Þaðan sé jafn­framt upp­haf göngu­leiðar upp í Stór­urð og mik­il­vægt sé að greina hvort áhrifa gæti á þessa staði.

Í svari Orku­söl­unnar við þessum athuga­semdir segir að allir þessir staðir séu tölu­vert mikið ofar en hæsti punktur vind­myll­anna og því myndu þær ekki bera við him­inn heldur yrði horft niður á þær. Í 20-25 kíló­metra fjar­lægð séu vind­myll­urnar ein­ungis sýni­legar í góðu skyggni og alls ekki áber­andi. Veg­ur­inn til Borg­ar­fjarðar eystri og upp í Stór­urð sé í hvarfi og vind­myll­urnar sjá­ist ekki allan tím­ann sem veg­ur­inn er far­inn. Fram­kvæmda­að­ili geti ekki tekið undir að vind­myll­urnar verði vel sýni­legar ferða­mönnum á þess­ari leið og á þessum stöð­um.

Auglýsing

„Hér er um að ræða umtals­verða fram­kvæmd á við­kvæmu svæði sem er gíf­ur­lega verð­mætt af nátt­úru­minj­u­m,“ segir í nið­ur­lagi umsagnar Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar. „Það er afdrátt­ar­laus skoðun Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands að fyllstu var­úðar eigi að vera gætt og að fram­kvæmdin skuli því fara í umhverf­is­mat.“

Færri ver á afmörk­uðum stöðum

Umhverf­is­stofnun hefur í umsögnum við sam­bæri­leg mann­virki talið betra að stað­setja vind­orku­ver á núver­andi orku­vinnslu­svæðum þannig að inn­viðir sem þegar eru til staðar nýt­ist. Æski­legt sé að setja sem flestar vind­myllur á þau svæði í stað þess að dreifa vind­orku­verum um allt land. „Um­hverf­is­stofnun telur að forð­ast eigi að reisa vind­myllur á svæðum þar sem engin svo stór mann­virki eru til stað­ar, ófull­komnir inn­viðir og í sumum til­fellum þar sem vind­myllu­garðar munu skerða víð­ern­i.“

Þegar um svo stór mann­virki og vind­myllur sé að ræða sé stað­setn­ing afger­andi hvað varðar umhverf­is­á­hrif og þá sér­stak­lega sjón­rænu áhrifin og áhrif á lands­lag.

Umhverf­is­stofnun taldi hins vegar ekki ástæðu til að ætla að mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­innar við Lag­ar­foss myndi leiða í ljós upp­lýs­ingar sem í veiga­miklum atriðum myndu breyta nið­ur­stöðu grein­ar­gerðar Orku­söl­unnar „og að ekki sé ástæða til að ætla að umrædd fram­kvæmd muni haf umtals­verð umhverf­is­á­hrif í för með sér“.

Ásýnd vindmyllanna frá Kirkjubæ, 1,9 kílómetra vestan við Lagarfoss.

Skipu­lags­stofnun bendir í ákvörðun sinni um mats­skyldu á að lands­lag í kringum fram­kvæmda­svæðið ein­kenn­ist af löngum sjón­lengdum og mik­illi víð­sýni. Stórar vind­myllur séu því lík­legar til að verða ráð­andi þáttur í lands­lagi svæð­is­ins. Með til­liti til stað­setn­ing­ar, þ.á.m. nálægra vernd­ar­svæða, telur Skipu­lags­stofnun lík­legt að áhrif fram­kvæmd­ar­innar á lands­lag verði mik­il.

Sjón­ræn áhrif fram­kvæmd­anna munu ná yfir stórt svæði og eru lík­leg til að fela í sér breytta ásýnd frá bæj­um, frí­stunda­hús­um, úti­vist­ar­svæðum og ferða­leið­um. Að mati Skipu­lags­stofn­unar eru áhrif fram­kvæmd­ar­innar á ásýnd því einnig lík­leg til að verða mik­il. Mögu­leikar á að draga úr áhrifum á lands­lag og ásýnd eru afar tak­mark­að­ir.

Hvað fugla­líf varðar segir stofn­unin að með hlið­sjón af því að fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir fela í sér tak­markað rask á landi megi gera ráð fyrir að bein áhrif vegna rösk­unar búsvæða verði tak­mörk­uð. Aftur á móti sé óvissa um áhrif vegna árekstra fugla og um afleidd áhrif þar sem ekki liggi fyrir upp­lýs­ingar um hvernig fuglar nýta svæð­ið. Með hlið­sjón af stað­setn­ingu kunni þau áhrif þó að verða tals­verð.

„Á grund­velli fyr­ir­liggj­andi gagna er það nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­unar að fyr­ir­huguð fram­kvæmd sé lík­leg til að hafa umtals­verð umhverf­is­á­hrif,“ segir í nið­ur­stöðu stofn­un­ar­inn­ar. „Því skal fram­kvæmdin háð mati á umhverf­is­á­hrif­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent