Fjárfestirinn Warren Buffett, stjórnarformaður Berkshire Hathaway, segir símanotkun fólks, ekki síst textaskrif (texting), vera helstu ástæðu þess að alvarlegum bílslysum fer nú fjölgandi í Bandaríkjunum. Bílaiðnaðurinn fylgist vel með þróun mála þegar bílslys eru annars vegar, og sýna nýjustu tölur að alvarlegum bílslysum, þar á meðal dauðaslysum, fer nú ört fjölgandi og er fjölgunin um 14 prósent milli ára.
Buffett, sem lengi hefur fylgst vel með og fjárfest í bílaiðnaðninum, segir í samtali við Wall Street Journal, að tölur sýni að fólk noti síma of mikið meðan það er að keyra. Það sé stórhættulegt, og fjölmörg tilvik séu skráð um öll Bandaríkin þar sem símanotkun þeirra sem eru að keyra, er ástæðan fyrir slysinu.
Buffett segir nauðsynlegt að fara í mikið átak þar sem fólki er bent á hættuna sem fylgi því að vera ekki með fulla athygli.
Car crashes are on the rise and Warren Buffett blames texting http://t.co/7Ui2Dd18wM via @WSJ
— P Michael Buettner (@PMBCPA) September 9, 2015