Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Björt í sumarhúsi

10931508_10205575444603349_8997354417487713602_n.jpg
Auglýsing

Í febr­úar verður tek­inn til sýn­inga nýr íslenskur söng­leikur fyrir börn, Björt í sum­ar­húsi. Tón­listin er eftir Elínu Gunn­laugs­dóttur við texta Þór­ar­ins Eld­járns sem byggir á ljóðum úr bók­inni ,,Gæl­ur, fælur og þvæl­ur”.

Aðstand­endur sýn­ing­ar­innar leita nú eftir aðstoð við að fjár­magna upp­setn­ingu á þessum ein­læga og bráð­skemmti­lega söng­leik.

Við heyrðum í Krist­ínu Mjöll Jak­obs­dóttur til þess að fá að vita meira um verk­efn­ið.

Auglýsing

Fiskifluga á glugga

Kveikjan textar Þór­ar­ins Eld­járns



Segðu okkur frá söng­leiknum Björt í sum­ar­húsi. Hvernig fór þetta verk­efni af stað og hverjir standa að baki því?

"Kveikjan að verk­inu eru textar Þór­ar­ins Eld­járns í bók­inni „Gæl­ur, fælur og þvæl­ur“. Elín Gunn­laugs­dóttir tón­skáld samdi fyrir nokkrum árum nokkur lög fyrir barna­kór við texta Þór­ar­ins en skömmu síðar bað Pamela De Sensi hana um að semja söng­leik fyrir tón­leika­röð Töfra­hurð­ar. Þá bað Elín Þór­arin um leyfi til að nota text­ana í söng­leik­inn og fékk hann til að skrifa hand­rit. Kristín Mjöll Jak­obs­dóttir fyrir hönd Óper­arctic félags­ins tók svo að sér það verk­efni að beiðni Elínar að verða með­fram­leið­andi ásamt Töfra­hurð að söng­leikn­um.

ab0ab2affe6f46b957f8aba91a3b740b

Und­ir­bún­ingur og fjár­mögnun hefur nú staðið á annað ár en styrk­veit­ingar Reykja­vík­ur­borgar og Barna­vina­fé­lags­ins Sum­ar­gjafar á síð­asta ári gerðu það kleift að hefj­ast handa við að und­ir­búa upp­setn­ingu verks­ins. Söng­leik­ur­inn komst síðan á dag­skrá tón­list­ar­há­tíð­ar­innar Myrkir mús­ík­dagar 2015 vegna sam­starfs hátíð­ar­innar við Töfra­hurð og þá var kom­inn frum­sýn­ing­ar­dagur 1.febr­ú­ar.

Síð­ast­liðið sumar var valið end­an­lega í hlut­verk, Ágústa Skúla­dóttir fengin til að leik­stýra og efnt til prufu­söngs fyrir Björt í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Nafn söng­leiks­ins varð til stuttu áður sem leikur að orðum en fram að því hafði söng­leik­ur­inn borið vinnu­heiti í höfuð á bók­inni.

Mik­il­vægt er að sýn­ing sem þessi eigi sér fram­halds­líf og í lok nóv­em­ber komst Björt í sum­ar­húsi að í Tjarn­ar­bíói og hefj­ast sýn­ingar 14. febr­ú­ar. Mark­miðið er að gera sýn­ing­una þannig úr garði að hana megi auð­veld­lega sýna um land allt og í skól­u­m."

Björt leið­ist og ger­ist æ óþæg­ari



Hver er hugs­unin að baki söng­leikn­um? Eru þið með skila­boð til sam­fé­lags­ins?

"Sagan segir frá Björt í pössun hjá afa sínum og ömmu í sum­ar­bú­stað en þar er ekk­ert raf­magn og lítið við að vera. Afinn og amman reyna að hafa ofan af fyrir Björt sem leið­ist og ger­ist æ óþæg­ari. Glói gull­fisk­ur, fiski­fluga, dúða­durtur og margir fleiri koma við sögu en að lokum finn­ast bækur í bústaðnum og Björt kemst í ró.

Verkið er eins konar óður til sköp­un­ar­inn­ar. Þegar okkur leið­ist förum við að finna okkur eitt­hvað skemmti­legt að gera, að skapa eitt­hvað. Boð­skapur text­ans er meðal ann­ars að fá börn til að hug­leiða gildi bók­ar­innar og þess tíma áður en nútíma­tæki á borð við sjón­varp og snjall­síma hófu inn­reið sína. Text­inn er kjarn­yrt­ur, býr yfir miklum orða­forða en er jafn­framt fynd­inn og skemmti­leg­ur. Söng­leik­ur­inn kemur til skila skáld­skap­ar­gáfu Þór­ar­ins og valdi hans á íslenskri tungu á nýjan og skemmti­legan hátt.

74ff705f8b772f2d774f2d12578eec43

Það er afar þrosk­andi fyrir börn að upp­lifa ólík list­form, sér­stak­lega á sínu eigin tungu­máli og umhverfi sem þau geta tengt við. Bæði Töfra­hurð og Óper­arctic félagið hafa lagt metnað sinn í að bjóða upp á metn­að­ar­fullar tón­leik­hús­sýn­ingar fyrir börn en fá slík verk hafa verið samin af íslenskum höf­undum og enn færri kom­ist á svið. Íslensk frum­samin söng- og leik­hús­verk standa höllum fæti vegna þess hversu dýr þau eru í fram­leiðslu en það hefur reynst erfitt að fjár­magna slík verk með fé úr sjóðum hins opin­bera sem þó er ætlað að styrkja slík verk­efni. Þetta á við verk­efni jafnt fyrir börn sem full­orðn­a."

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None