Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Björt í sumarhúsi

10931508_10205575444603349_8997354417487713602_n.jpg
Auglýsing

Í febrúar verður tekinn til sýninga nýr íslenskur söngleikur fyrir börn, Björt í sumarhúsi. Tónlistin er eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sem byggir á ljóðum úr bókinni ,,Gælur, fælur og þvælur”.

Aðstandendur sýningarinnar leita nú eftir aðstoð við að fjármagna uppsetningu á þessum einlæga og bráðskemmtilega söngleik.

Við heyrðum í Kristínu Mjöll Jakobsdóttur til þess að fá að vita meira um verkefnið.

Auglýsing

Fiskifluga á glugga

Kveikjan textar Þórarins Eldjárns


Segðu okkur frá söngleiknum Björt í sumarhúsi. Hvernig fór þetta verkefni af stað og hverjir standa að baki því?

"Kveikjan að verkinu eru textar Þórarins Eldjárns í bókinni „Gælur, fælur og þvælur“. Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld samdi fyrir nokkrum árum nokkur lög fyrir barnakór við texta Þórarins en skömmu síðar bað Pamela De Sensi hana um að semja söngleik fyrir tónleikaröð Töfrahurðar. Þá bað Elín Þórarin um leyfi til að nota textana í söngleikinn og fékk hann til að skrifa handrit. Kristín Mjöll Jakobsdóttir fyrir hönd Óperarctic félagsins tók svo að sér það verkefni að beiðni Elínar að verða meðframleiðandi ásamt Töfrahurð að söngleiknum.

ab0ab2affe6f46b957f8aba91a3b740b

Undirbúningur og fjármögnun hefur nú staðið á annað ár en styrkveitingar Reykjavíkurborgar og Barnavinafélagsins Sumargjafar á síðasta ári gerðu það kleift að hefjast handa við að undirbúa uppsetningu verksins. Söngleikurinn komst síðan á dagskrá tónlistarhátíðarinnar Myrkir músíkdagar 2015 vegna samstarfs hátíðarinnar við Töfrahurð og þá var kominn frumsýningardagur 1.febrúar.

Síðastliðið sumar var valið endanlega í hlutverk, Ágústa Skúladóttir fengin til að leikstýra og efnt til prufusöngs fyrir Björt í nóvember síðastliðnum. Nafn söngleiksins varð til stuttu áður sem leikur að orðum en fram að því hafði söngleikurinn borið vinnuheiti í höfuð á bókinni.

Mikilvægt er að sýning sem þessi eigi sér framhaldslíf og í lok nóvember komst Björt í sumarhúsi að í Tjarnarbíói og hefjast sýningar 14. febrúar. Markmiðið er að gera sýninguna þannig úr garði að hana megi auðveldlega sýna um land allt og í skólum."

Björt leiðist og gerist æ óþægari


Hver er hugsunin að baki söngleiknum? Eru þið með skilaboð til samfélagsins?

"Sagan segir frá Björt í pössun hjá afa sínum og ömmu í sumarbústað en þar er ekkert rafmagn og lítið við að vera. Afinn og amman reyna að hafa ofan af fyrir Björt sem leiðist og gerist æ óþægari. Glói gullfiskur, fiskifluga, dúðadurtur og margir fleiri koma við sögu en að lokum finnast bækur í bústaðnum og Björt kemst í ró.

Verkið er eins konar óður til sköpunarinnar. Þegar okkur leiðist förum við að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera, að skapa eitthvað. Boðskapur textans er meðal annars að fá börn til að hugleiða gildi bókarinnar og þess tíma áður en nútímatæki á borð við sjónvarp og snjallsíma hófu innreið sína. Textinn er kjarnyrtur, býr yfir miklum orðaforða en er jafnframt fyndinn og skemmtilegur. Söngleikurinn kemur til skila skáldskapargáfu Þórarins og valdi hans á íslenskri tungu á nýjan og skemmtilegan hátt.

74ff705f8b772f2d774f2d12578eec43

Það er afar þroskandi fyrir börn að upplifa ólík listform, sérstaklega á sínu eigin tungumáli og umhverfi sem þau geta tengt við. Bæði Töfrahurð og Óperarctic félagið hafa lagt metnað sinn í að bjóða upp á metnaðarfullar tónleikhússýningar fyrir börn en fá slík verk hafa verið samin af íslenskum höfundum og enn færri komist á svið. Íslensk frumsamin söng- og leikhúsverk standa höllum fæti vegna þess hversu dýr þau eru í framleiðslu en það hefur reynst erfitt að fjármagna slík verk með fé úr sjóðum hins opinbera sem þó er ætlað að styrkja slík verkefni. Þetta á við verkefni jafnt fyrir börn sem fullorðna."

Hægt er að skoða verkefnið nánar og leggja því lið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None