Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Íslensk jarðefni sem skapa hönnunarverk

6f1ed9b13a33df4889c7da037643e7bf.jpg
Auglýsing

Eldfjallalist er heimildarverk er um leirkerasmíði og hönnun á nytjalist, en einnig hvernig íslensk jarðefni eru notuð til að skapa hönnunarverk.

Við heyrðum í G. Helgu Ingadóttur til að fá að vita meira um verkefnið.

342fa3ca4583b94e35e7836f67c09f28

Auglýsing

 

Getur þú sagt okkur frá verkefninu? Út á hvað gengur það og hvaðan kom hugmyndin?

"Við ákváðum að gera heimildarmynd, sem að er kannski ekki hefðbundin leið, til að kynna okkar list og fjalla um þessa gerð listgreinar, nytjalist og hönnun á henni. Að renna á bekknum er mörg þúsund ára gömul hefð og eins í grunninn, nema að núna er notað rafmagn til að knýja bekkinn í staðinn fyrir eigið afl. Hins vegar er ekki löng hefð fyrir leirkerasmíði á Íslandi, þar sem að okkar fyrsti leirkerasmiður var uppi á síðustu öld, Guðmundur frá Miðdal.Við höfum oft talað um að vinna hluti fyrir sýningu, svona þema af tekötlum, eða vösum – já eitthvað þessháttar, en okkar tilfynning er sú að það þurfi að kynna betur hvað er á bak við handverkið. Það er bæði hugsun um form, jafnvægi, þyngd, sem og útlit á hverjum hlut, já – hönnunin er ekki tilviljun ein.  Hefðin er líka mjög sterk í þessar grein, vissulega mismunandi eftir hvaðan hún er, en Þór (Sveinsson, leirkerasmiður sem vinnur að verkefninu með G. Helgu) er undir miklum áhrifum frá japanskri leirlist. Við vonumst til að með tilkomu myndarinnar, munum við geta aukið skilning fólks á þessar tegund listar, því að bolli er ekki bara bolli."

 

https://vimeo.com/113910372

 

Byrjuðu um aldarmótin


Hafið þið unnið lengi að þessu?

Við höfum unnið saman frá því árið 2000, en Þór er búinn að vera mun lengur í faginu og byrjað í kring um 1970. Hann var leirkerasmiður og hönnuður í Glit, sem að var starfandi leirkeraverkstæði á sjötta áratugnum og fram á þann níunda. Frá 1975 - ´79 var hann með Guðna Erlendssyni  í gömlu Eldstó, sem var mjög framsækið leirkeraverkstæði við Miklatorg. Guðni rak tvær verslanir þar sem handverkið var selt, Verslunin Númer 1 í Aðalsstræti og aðra á Laugarveginum. Þannig að nafnið var til, en ekki frátekið þegar við byrjuðum í leirnum í kring um aldamótin 2000. Ég lærði ég svoldið í myndlist í FB, en einnig fékk ég einkakennslu hjá listmálara,  Gunnari Geir Kristjánssyni, frá 12 ára aldri. Ég hef farið á námskeið í leirmótun og glerungagerð, ásamt því að hafa notið góðs af leiðsögn eiginmanns míns.

7f717abe15ba7f5dd2ba58ec3737f34b

Hver er tengingin við eldfjöll?

"Hún er sú að við notum í glerungana okkar íslensk jarðefni, sem að hafa orðið til við eldgos. Annars vegar er það Búðardalsleir, en yfir 40 miljón tonn eru til af honum og hins vegar Hekluvikur.  2005 hófum að gera „Eldfjallaglerunga“ í samstarfi við Bjarnheiði Jóhannsdóttur, sérfræðing í efnafræði glerunga. Ekki má nota hvaða efni sem er í glerung sem kemst í snertingu við matvæli og því var það mikill fengur að hafa hana í liðinu. Eldfjallaglerungar eru þrónunarverkefni og hafa tekið breytingum í áferð og lit á þessum 10 árum. Litirnir minna á hveri, hafið og norðurljósin og því má segja að Ísland sé sýnilegt í listmununum."

Hægt er að skoða verkefnið nánar og leggja því lið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None