Einn allra vinsælasti útvarpsþáttur Íslandssögunnar, Tvíhöfði í umsjón Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr, snýr aftur á miðvikudaginn, í Hlaðvarpi Kjarnans.
Kjarninn hefur að undanförnu fundið áþreifanlega fyrir mikilli eftirvæntingu sem ríkir meðal aðdáenda tvíeyksins fyrir fyrsta þættinum, og hefur því ákveðið að birta stutt hljóðbrot úr Tvíhöfða til að gefa smá forsmekk að því sem koma skal.
Sigurjón og Jón komu í heimsókn á Kjarnann í síðustu viku og hófu upptökur. Ritstjórn Kjarnans hefur hlustað á efnið, fékk gæsahúð og hláturskast, og fullyrðir að fólk geti farið að undirbúa sig fyrir að verða mjög ánægt.
[embed]http://vimeo.com/110786865[/embed]
Hægt er að hlusta á Hlaðvarp Kjarnans á vefnum og með því að gerast áskrifandi í podcastöppum í snjallsímum.