Þegar hljóðupptökur af rasískum ummælum Donald Sterling, eiganda bandaríska körfuboltaliðsins Los Angeles Clippers, rötuðu í fjölmiðla seint í apríl stóð NBA deildin frammi fyrir einhverri verstu krísu sem deildin hefur séð í langan tíma. Á upptökunum heyrðist Sterling biðja fyrrum kærustu sína um að koma ekki með blökkumenn á leiki hjá liðinu né birta af sér myndir með þeim á Instagram. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem Sterling kemst í fréttirnar vegna kynþáttahaturs, en hann hefur meðal annars verið sakaður um að neita að leigja blökkumönnum og fólki af rómönskum uppruna íbúðir, en Sterling á fjölda slíkra í Los Angeles.
Lestu meira um málið í Kjarnanum.
Auglýsing