Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Messufall Gunnars í Krossinum

F20240909.Gunnar.29.jpg
Auglýsing

Það fór vænt­an­lega ekki fram hjá mörgum þegar sjö konur stigu fram árið 2010 og sök­uðu Gunnar Þor­steins­son, betur þekktan sem Gunnar í Kross­in­um, um kyn­ferð­is­lega áreitni. Málið vakti mikla athygli í fjöl­miðlum og fjall­aði vef­mið­ill­inn Pressan mikið um mál­ið. Til að gera langa sögu stutta var Gunnar mjög ósáttur við umfjöllun Pressunnar og hefur nú höfðað meið­yrða­mál á hendur Stein­grími Sævarri Ólafs­syni, fyrrum rit­stjóra Pressunn­ar, ásamt Ástu Knúts­dóttur og Sess­elju Eng­il­ráð Barð­dal, tals­konum kvenn­ana sjö.

Einar Hugi Bjarna­son, lög­maður Gunn­ars, sagði fyrir dómi að umfjöllun fjöl­miðla um ásak­anir kvenn­anna á hendur Gunn­ari hafi lagt líf hans í rúst. „Þetta gerð­ist á einni nóttu og það hrundi allt hjá hon­um,” sagði Einar Hugi jafn­framt og bætti við:  „Líf hans var lagt í rúst. Ekki bara nóg með það, heldur missti stefn­andi stóran hluta vina og kunn­ingja­hóps­ins. Málið hefur reynst honum eins erfitt og hugs­ast get­ur.” Þá hafi Gunnar „hrökkl­ast úr ævi­starfi sínu, sem hann hafði gegnt í ald­ar­fjórð­ung.“ (DV.is)

Hér verður ekki lagt mat á sann­leiks­gildi þess­ara frá­sagna en það er hins vegar ákveðin kald­hæðni fólgin í því að umfjöllun fjöl­miðla um meið­yrða­málið og vitn­is­burð fólks sem hefur verið leitt fyrir dóm­inn er ein­hvern veg­inn miklu nákvæm­ari og graf­ísk­ari en umfjöllun Press­unar um meint kyn­ferð­is­brot var nokkurn tíma.  Und­an­farna daga höfum við séð fyr­ir­sagnir í fjöl­miðlum á borð við „Hann talar um að geir­vört­urnar séu brúnar og vildi fá smakk“ (Vis­ir.is) og „Hann er sið­blindur rað­ped­ófíll sem er búinn að mis­nota fullt af fólki í skjóli trú­ar­inn­ar” (DV.is). Sann­ar­lega ekki fyr­ir­sagnir sem lík­legar eru til að bæta mann­orð og ímynd Gunn­ars og það hafa senni­lega fáir þjóð­þekktir menn á und­an­förnum árum komið jafn illa út í umfjöllun fjöl­miðla og Gunnar í þessu máli. Og þá má spyrja, hefði hann betur setið heima og sleppt því að höfða þetta meið­yrða­mál? Hefði honum átt að vera ljóst að áhugi fjöl­miðla á mál­inu yrði mik­ill og umfjöllun um málið gæti hugs­an­lega verið mjög skað­leg fyrir hann?

Auglýsing

Nú veit ég ekki hvort Gunnar hafi fengið ráð­gjöf frá almanna­tengli áður en hann höfð­aði þetta meið­yrða­mál en flestir hefðu senni­lega ráð­lagt honum að skoða málið vand­lega frá öllum hliðum áður en hann tæki ákvörð­un. Áhættu­stjórnun er nefni­lega þekkt víðar en í fjár­mála­heim­inum og er mikið notuð af almanna­tenglum til þess að hjálpa þeim að meta aðstæður áður en farið er í aðgerð­ir. Áhættu­stjórn­un­un­ar­ferlið miðar að því að finna áhætt­ur, greina þær og meta og ákveða aðgerðir til þess minnka áhætt­ur, eyða þeim eða ein­fald­lega sætta sig við þær. Til þess að meta aðstæður hefði Gunnar getað spurt sig nokk­urra ein­faldra spurn­inga; Hvern hefur málið áhrif á? Hver hefur hags­muni af mál­inu? Hver er í aðstöðu til þess að hafa áhrif á fram­hald máls­ins? Hvernig byrj­aði mál­ið? Hverjir eru ger­endur í mál­inu? Hefur málið áhrif á aðra en ger­endur og þolend­ur? Með öðrum orð­um, lesa salinn.

Það verður að telj­ast lík­legt ef Gunnar hefði skoðað málið ofan í kjöl­inn og velt því fyrir sér frá öllum hliðum að hann hefði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að miklar líkur væru á að umfjöllun fjöl­miðla um málið yrði mik­il, rétt­ar­höldin yrðu skrifuð upp af blaða­mönnum nán­ast orð fyrir orð, að fyrir dóm­inn yrðu leidd vitni og aðilar tengdir mál­inu sem myndu lýsa ítar­lega sinni upp­lifun af sam­skiptum við Gunnar og að nokkuð öruggt væri að þetta myndi sýna Gunnar í nei­kvæðu ljósi. Í fram­haldi af því þyrfti Gunnar svo að meta hvort það væri þess virði að sækja málið fyrir dóm­stól­um, vit­andi það að umfjöllun fjöl­miðla yrði honum lík­lega mjög erf­ið. Almann­teng­ill­inn hefði ráð­lagt honum að gera ekki neitt, sem er oft besta taktík­in, en lög­mað­ur­inn hefði eðli­lega ráð­lagt honum að leita réttar síns. En það væri áhuga­vert að vita hvort Gunnar myndi höfða þetta meið­yrð­ar­mál núna ef hann vissi það sem hann veit í dag.

Greinin birt­ist í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None