Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Árið 2015 verður vonandi ár litlu og meðalstóru fyrirtækjanna. Hjá þeim slær mikilvægasti slagkrafturinn í hjartavöðva hagkerfisins. Á bilinu 70 til 80 prósent starfsfólks vinnur hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Samt erum við sem erum í stétt fjölmiðlafólks ekki nægilega dugleg við að fjalla um þessi fyrirtæki og hvað þau eru að fást við. Við hjá Kjarnanum höfum reyndar borið okkur sérstaklega eftir því að gera slíkt, og hafa viðbrögðin við því verið bæði mikil og góð. Milli áranna 2012 og 2013 fjölgaði starfsmönnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja (með allt að 250 starfsmenn) um 1.400. Það er um þrjú prósent fjölgun. Það er gott og blessað, en betra væri ef þessi vöxtur væri meiri, satt best að segja. Mikilvægt er fyrir hagkerfið að þessi fyrirtæki nái vopnum sínum, heilt á litið, og skapi fleiri störf. Stærstu fyrirtækin búa mörg hver við annan veruleika. Svo muna landsmenn líka eftir því enn, að þegar stærstu fyrirtækin lenda í vandræðum, þá er stundum farið ofan í vasa skattgreiðenda til þess að bjarga þeim. Það á ekki við um litlu fyrirtækin. Það er engin ríkisábyrgð á bak við þann rekstur...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.