Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Ánægjulegt var að sjá frétt um það að Lionshreyfingin á Íslandi hefði gefið Landspítalanum augnlækningatæki sem mikil þörf er fyrir. Þetta styrkir heilbrigðiskerfið, og hjálpar þeim sem minna mega sín. Þarf að hrinda af stað þjóðarátaki til þess að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins? Fá stærstu og ríkustu fyrirtæki landsins til þess að leggja því lið og helst leiða það? Það væri gagnlegt, því eins og forgangsröðunin hefur verið hjá stjórnmálamönnunum - sem meðal annars eru tilbúnir að gefa tugi milljarða úr ríkissjóði að óþörfu inn á verðtryggðar skuldir hjá fólki í gegnum vefinn leidretting.is - þá er ekki hægt að treysta því að hinir veiku njóti forgangs.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.