Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og baráttumaður fyrir því að Ísland verði hluti af Noregi, er oft skemmtilegur á Facebook og lætur gamminn geysa um hin ýmsu mál. Hann velti því upp í gær hvað vinstri stjórnin hefði eiginlega verið að gera í þessum málum sem nú er að vera gagnrýna sem mest, málefni MS ekki síst. Orðrétt sagði Gunnar Smári: „Nú veit ég að við eigum að vera rosalega reið ríkisstjórninni fyrir spillinguna og klíkuskapinn í kringum upptökuheimilið í Skagafirði, einkafyrirtækið Rannsóknir og greiningu og ekki síst MS og allt það skítamix - en hvernig stóð á því að þetta lifði allt af vinstri stjórnina sem fólkið kaus 2009 til að hreinsa til á Íslandi?“. Þetta er ágætis pæling hjá Gunnari Smára. Stjórnmálamennirnir eru mikil ólíkindatól og umræðan í kringum það sem þeir eru að segja og gera á það til að fara í hring, og enda þannig að enginn áttar sig almennilega á rót vandans.
Hægt er að skrá sig á póstlista Kjarnans hér.