Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra stendur nú í stórræðum. Fjárlögin fyrir árið 2015 bíða samþykkis þingsins fyrir áramót, og svo virðist sem aðstæður til þess að rýmka eða afnema fjármagnshöftin séu fyrir hendi, samkvæmt mati Seðlabanka Íslands. Á næstu vikum og mánuðum gæti því dregið til tíðinda. Samhliða þessu gæti eignarhald á fjármálakerfi breyst. Óháð öllu öðru þá er ljóst að ríkisstjórnin hefur tækifæri til þess að skapa Íslandi efnahagsleg skilyrði sem munu setja mark sitt á það hvernig landinu mun reiða af á næstu árum og áratugum. Ákvörðun um rýmkun fjármagnshafta og endurskipulagningu fjármálakerfisins er það stór ákvörðun. Ef þetta heppnast vel, þá mun skapast mikill byr í segl ríkisstjórnarinnar eftir nokkuð erfiða tíma að undanförnu. Vonandi mun ríkisstjórnin þó passa sig á því að ganga ekki of hratt um gleðinnar dyr...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.