Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Um jól gefst gott tækifæri til þess að horfa yfir farinn veg og njóta þess sem jólahátíðin hefur upp á að bjóða. Það er ekki síst gert með því að lesa góða bók eða bækur. Það er einkar ánægjulegt hvað við Íslendingar erum mikil bókaþjóð og hversu sterk tengsl eru milli bóka og jóla. Bækur eru ómissandi þáttur af jólahaldi næstum allra fjölskyldna í landinu. Bókaútgáfan í landinu er einstaklega metnaðarfull og fjölbreytt, og getur fólk á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Vonandi tekst að viðhalda þessum mikla metnaði til langrar framtíðar, en það er ekki augljóst að svo verði.Rannsóknir hafa sýnt að börn lesi ekki nægilega mikið sér til gagns, einkum strákar. Líklega eru fá uppeldisráð betri en að hvetja börn til þess að lesa, og kveikja um leið hjá þeim áhuga á bókum og bókaskrifum. Jólin eru tilvalinn tími til þess að skerpa á þessum mikilvægu atriðum. Svoleiðis er nú það...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.