Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Síðustu tölur frá Rannsóknarsetri verslunarinnar um eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi í september voru einkar ánægjulegar. Samtals nam erlend greiðslukortavelta 9,4 milljörðum í september og jókst um 25,4 prósent milli ára. Þessi vöxtur verður að teljast með nokkrum ólíkindum, og sýnir hversu mikilvæg ferðaþjónustan er orðin fyrir íslenska hagkerfið. Erlendir ferðamenn komu sum sé með 9,4 milljarða króna í erlendum gjaldeyri hingað í september og skildu hann hér eftir! Það er líka ánægjulegt að sjá hversu þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustunni hafa náð að efla starfsemi sína og stórauka valkosti fyrir ferðamenn á skömmum tíma. Þannig eyddu ferðamenn 60 prósent meira í ýmsa þjónustu en í fyrra! Það munar svo sannarlega um það.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.