Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Ferðamenn skildu eftir 9,4 milljarða í september!

ferdamenn1.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Síð­ustu tölur frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­innar um eyðslu erlendra ferða­manna hér á landi í sept­em­ber voru einkar ánægju­leg­ar. Sam­tals nam erlend greiðslu­korta­velta 9,4 millj­örðum í sept­em­ber og jókst um 25,4 pró­sent milli ára. Þessi vöxtur verður að telj­ast með nokkrum ólík­ind­um, og sýnir hversu mik­il­væg ferða­þjón­ustan er orðin fyrir íslenska hag­kerf­ið. Erlendir ferða­menn komu sum sé með 9,4 millj­arða króna í erlendum gjald­eyri hingað í sept­em­ber og skildu hann hér eft­ir! Það er líka ánægju­legt að sjá hversu þjón­ustu­fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ust­unni hafa náð að efla starf­semi sína og stór­auka val­kosti fyrir ferða­menn á skömmum tíma. Þannig eyddu ferða­menn 60 pró­sent meira í ýmsa þjón­ustu en í fyrra! Það munar svo sann­ar­lega um það.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None