Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Alþingisstörfin eru hafin á nýjan leik og hefst þá hinn pólitíski bardagi. Bréfritari spáir því að deilt verði harkalega um eitt mál, sem Framsóknarflokkurinn hefur lofað að hrinda í framkvæmd. Það er afnám verðtryggingarinnar, sem Framsóknarflokkurinn beitti sér allra flokka mest fyrir að lögfesta fyrir rúmlega þrjátíu árum. Kannski átta sig einhverjir á því núna, að verðtryggingin er ekki svo slæm ef verðbólgan er í skefjum. Stjórnarflokkarnir munu vafalítið deila um þetta mál á vorþinginu, af mikilli hörku. Bæði bak við tjöldin, og líka opinberlega. Enda vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki afnema verðtrygginguna, á meðan Framsóknarflokkurinn er búinn að lofa því að gera það. Þrátt fyrir að nú sé verðhjöðnun og verðtryggðu húsnæðislánin lækki því samhliða...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.